Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 108
106
hátt. Leysa má hluta af þessum vanda með því að
fjölga geðheilbrigðisstarfsmönnum, en ekki er
unnt að fjölga þeim svo, að þeir geti veitt öllum
sjúklingum fullnægjandi meðferð og endurhæf-
ingu. Væri það gert mundi meirihluti þjóðarinnar
lítið gera annað en að sinna þeim stóra minnihluta,
sem er með geðsjúkdóm eða á við alvarleg geðræn
vandamál að stríða. Það er heldur ekki unnt að
styrkja geðheilbrigðiskerfíð svo, að unnt sé að veita
öllum sem þess þurfa, fullnægjandi þjónustu. Það
mundi hafa í för með sér kostnað, sem þjóðin fengi
ekki risið undir.
Það er því augljóst, að æskilegt er að fyrirbyggja
geðsjúkdóma, sé þess nokkur kostur.
VIÐFANG
Geðheilbrigðisstarfsmenn, sem vinna að geð-
vernd, verða að skilgreina viðfang sitt vel. Þeir
verða að gera sér ljósa grein fyrir því, hvaða fyrir-
bæri þeir vilja leitast við að fyrirbyggja.
Margir geðheilbrigðisstarfsmenn vilja ekki
aðeins fyrirbyggja geðsjúkdóma heldur einnig geð-
raunir, sem eiga rót að rekja til lífsvandamála,
stórra og smárra, sem allir hljóta að standa frammi
fyrir mörgum sinnum á lífsleiðinni (5). Þeir vilja í
fýrsta lagi leysa lífsvandamál og fyrirbyggja geð-
raunir vegna þeirra sálarkvala og erfiðleika, sem
þær hafa í för með sér. í öðru lagi vilja þeir fást við
þessi fyrirbæri vegna þess, að þeir telja að þau geti
valdið geðsjúkdómum og að unnt sé að fyrirbyggja
geðsjúkdóma með því að leysa lífsvandamál og
fyrirbyggja geðraunir.
Geðheilbrigðisstarfsmenn mega ekki missa
sjónar á hinum mikla mun, sem er á geðraunum og
geðsjúkdómum. Stundum er aðeins um stigmun að
ræða, en geðsjúkdómar valda oftast miklu meiri
sálarkvölum og erfiðleikum en geðraunir. Oft
virðist vera um eðlismun að ræða. Ljóst er, að
lífsvandamál geta valdið geðraunum en ekki eins
ljóst, að þau geti einnig valdið geðsjúkdómum. Það
hefur enn ekki verið sannað, að unnt sé að draga
verulega úr algengi geðsjúkdóma með því að leysa
lífsvandamál og fyrirbyggja geðraunir (6).
Það er freistandi fyrir geðheilbrigðisstarfsmenn
að vinna að lausn á lífsvandamálum og fyrirbyggja
geðraunir. Það er líklegra til að bera góðan árangur
og veita fullnægju í starfi en tilraunir til að fyrir-
byggja geðsjúkdóma og lækna og endurhæfa geð-
sjúklinga. En geðheilbrigðisstarfsmenn, sem vinna
að geðvernd, hljóta að hafa það að meginmarkmiði
að fyrirbyggja geðsjúkdóma. Þeir geta ekki leyft
sér að nota mikinn tíma til að leysa lífsvandamál og
fyrirbyggja geðraunir meðan ekki hefur tekist að
sýna, að það dragi verulega úr algengi geðsjúk-
dóma.
AÐFERÐIR
Fyrirbyggjandi aðgerðir geta því aðeins borið
árangur, að þær hafi áhrif á orsakir geðsjúkdóma
eða auki viðnám gegn þeim. Þekking á orsökum
geðsjúkdóma er meginforsenda fyrir því að fínna
aðferðir til að fyrirbyggja geðsjúkdóma og nota
þær á áhrifamikinn hátt.
Skipta má orsökum geðsjúkdóma í þrjá aðal-
flokka, þ.e. líkamlegar, sálrænar og félagslegar or-
sakir. Flestir geðsjúkdómar hafa raunar fleiri en
eina orsök. Með sama hætti má skipta aðferðum til
fyrirbyggingar eftir flokkum þeirra orsaka, sem
þær beinast gegn.
Rannsóknir hafa sýnt með vissu, að nokkrir geð-
sjúkdómar hafa líkamlega orsök (1). Sem dæmi um
slíkar orsakir má nefna sárasótt, pellagra, blýeitrun
og hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfi. Fundist
hafa aðferðir til að fyrirbyggja suma af þessum
geðsjúkdómum. Sem dæmi má nefna penisillíngjöf
við sárasótt og niacingjöf við pellagra. En því
miður eru engar aðferðir þekktar til að fýrirbyggja
flesta geðsjúkdóma, sem hafa líkamlega orsök, t.d.
hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfi.
Flestir geðsjúkdómar hafa ekki þekkta líkam-
lega orsök. Sumir telja, að fýrr eða síðar muni
finnast líkamleg orsök fyrir þeim öllum, en aðrir
halda því fram, að margir þeirra hafi sálræna eða
félagslega orsök. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt
marktæka fylgni með sálfræðilegum og félags-
legum fýrirbærum annarsvegar og geðsjúkdómum
hinsvegar. Það sannar þó ekki, að þessi fyrirbæri séu
meðal orsaka sjúkdómanna. Fylgnina má skýra á
annan hátt. T.d. geta sálfræðilegir eða félagslegir
þættir og sjúkdómar, sem þeir eru í tengslum við,
átt sameiginlegar en óþekktar orsakir. Einnig
getur sjúkdómur verið orsök að sálrænum eða
félagslegum þáttum, sem hann er í tengslum við.
Taka má fátækt sem dæmi. Ljóst er að fátækt er í
tengslum við geðsjúkdóma. Þannig er tíðni á geð-
klofa meiri hjá fátækum en ríkum. Það sannar þó
ekki að fátækt valdi geðklofa né heldur að upp-
ræting fátæktar dragi úr nýgengi geðklofa. Það er
eins líklegt að sjúklingur sé fátækur, af því að hann
er haldinn geðklofa, eins og að hann sé haldinn
geðklofa af því að hann er fátækur.
Enda þótt tekist hafi að sýna fram á, að fjölmörg
sálræn og félagsleg fyrirbæri eru í tengslum við
geðsjúkdóma, hefur enn ekki tekist að sanna, að
um orsakatengsl sé að ræða, nema í fáeinum til-
vikum (2, 6). Þar til tekist hefur að finna slík or-