Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 22
20 Og sem hann hafði lengi svo lifað, sofnaði hann einn dag í mörkinni, og fundu hann þar liggjanda þrjár meyjar, er riðu um mörkina, og fylgdi þeim frú þeirra. Þær litu hann sofanda. Þær stigu af hestum sínum og gekk ein til, þar sem hann lá, og hugsaði mjög lengi um, áður hún þekkti hann. Var hann þá ólíkur því, sem fyrr var hann. Og sem hún kenndi hann um síðir sakir þess sárs, er hann hafði í andliti, henni þótti mjög undarlegt og hitti sína frú grátandi og mælti: „Frú mín,“ kvað hún, „ég hefi fundið herra ívent, þann besta riddara, er vopn hafa borið. En ég veit ekki, fyrir hverja misverka er svo þunglega fallið dugandi manni. Það grunar mig, að hann hafi of mikinn harm og hafi týnt viti sínu, því að ekki mundi hann ella halda sig svo, ef hann væri í fullu viti sínu. Makara væri, að hann hefði fulla skynsemi, sem þá er hann hafði besta, og ef honum líkaði að dveljast með oss og hjálpa yður. En ef þessi fengi heilsu og dveldist með yður, mundi hann skjótt hrinda yðrum óvinum". „Óttumst þar ekki um,“ kvað frúin: „meðguðs til- hjálp skulum við að vísu koma úr höfði hans og hug æðistormi þeim, er hann kvelur, nema hann undan flýði. En nú skulum við heim skunda, því að ég á smyrsl þau, er gaf mér Morgna hin hyggna og sagði mér aldrei mætti æði né óvit spilla þess manns hug né höfði, er smurður yrði með þessum smyrslum"'. Þær fóru sem skyndilegast til kastala og tók frúin til buðksins, er í voru smyrslin, og bað hana með mikilli vægð, að hún væri ekki of mild af smyrslunum, utan smyrja höfuð hans og háls, - „en ber ekki víðara á hann“. Og er hún kom í mörkina, þá batt hún hestana. Því næst gekk hún að honum sofanda og smurði hann með smyrslunum, þar til er úr var allt úr buðkinum. Síðan lét hún hann liggja í sólskininu og sofa. Þornuðu nú smyrslin á honum. Hún lagði niður hjá honum gangveruna og gekk brottu síðan. Og er hún var eigi langt komin frá honum, þá nam hún staðar og vildi vita, hvað hann hefðist að. Og litlu síðar vaknaði ívent og hafði fengið vit sitt. Sá hann sig svartan og sólbrunninn, nöktan og hneistan og vissi ekki, hvað valda mundi. Hann sá liggja hjá sér nýja gangveru. Tekur hann það ráð, að hann klæðist. Og sem hann skyldi ganga, þá var hann orðinn svo mátt- laus, að hann gat eigi gengið" (4). Mærin hjálpaði síðan ívent til að komast á bak hestinum, og riðu þau bæði saman heim til kastala frúarinnar, þar sem honum var hjúkrað „við alls kyns hóglífi“ í sex vikur. En að þeim tíma liðnum hafði hann „aftur fengið allan sinn styrk" og tók þá að berjast af mikilli hreysti fyrir frúna. Saga þessi felur í sér merkilega raunhæfan skilning á eðli geðræns sjúkleika (3), og kemur hann í raun réttri heim við skoðanir geðlækna nú á dögum. Meyna grunar strax við fyrstu sýn, að ívent „hafi týnt viti sínu“ og muni orsökin vera harmur. Hún leitar þá ásjár frúarinnar, svo að hann „fengi heilsu“, og frúin fullvissar hana um, að hægt sé að lækna þennan „æðistorm“, sem „kvelji hug hans og höfuð". Lækningin á sturlun fvents með smyrslum er að vísu skáldskapur einn, nema sú aðferð sé komin frá Galenosi, en vistin í kastalanum á ekki síður þátt í batanum. Orð og athafnir kvennanna bera með sér, að þær álíti fvent hafa truflast á geðsmunum í kjölfar tilfinningalegs áfalls og ganga jafnframt að því vísu að hægt sé að lækna slíkan sjúkleik^með lyfjum og andlegri aðhlynningu. Wright leiðir fram þær niðurstöður, að franskar riddarasögur frá miðöldum endurspegli verald- legar og tiltölulega raunhæfar hugmyndir um geð- rænan sjúkleika, og gæti þar lítilla áhrifa af kenn- ingum kirkjunnar. Af þessum niðurstöðum megi svo álykta að á 12., 13. og 14. öld hafi í Frakklandi verið uppi sú skoðun, að sturlun væri læknanlegur sjúkleiki sem rekja mætti til umbyltinga í tilfinn- ingalífinu (3). EGILSSAGA Um svipað leyti og riddarabókmenntir urðu til í Frakklandi komu íslendingasögurnar til skjalanna á íslandi, og munu mörg minni þar vera tekin að láni úr þeim frönsku. íslendingasögumar eru flestar ritaðar á 13. öld, en gerast að mestu á sögu- öldinni, þ.e.a.s. á tímabilinu frá 930-1030 eða 200-300 árum áður. Má því gera ráð fyrir að höf- undamir lýsi í sögum sínum lífsviðhorfum eigin samtíðar, þótt þeir hafi reynt að setja sig í spor söguhetjanna eftir því sem munnmæli um 10-12 ættliði hrukku til. Sögurnar eiga það sammerkt við önnur skáldverk að fjalla um sálarlíf manna og samskipti þeirra sín á milli í listrænum búningi, en taka frönskum riddarabókmenntum langtum fram um öll listræn efnistök. Sálarlífslýsingar íslend- ingasagna skipa sérstöðu meðal klassískra heims-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.