Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 107

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 107
Oddur Bjarnason FYRIRBYGGING GEÐSJÚKDÓMA 105 INNGANGUR Miklar vonir hafa verið bundnar við fyrsta stigs fyrirbyggingu eða geðvemd til að draga úr hinum mikla vanda, sem stafar af geðsjúkdómum. Pví miður hafa þær aðferðir, sem til þessa hafa verið notaðar til geðvemdar, ekki dregið verulega úr algengi geðsjúkdóma. Þó er ekki ástæða til að ör- vænta og sjálfsagt er að leita að nýjum aðferðum. Forsenda fyrir slíkri leit er meiri þekking á orsök- um geðsjúkdóma. Geðheilbrigðisstarfsmenn eiga tvímælalaust að leggja mesta áherslu á meðferð og endurhæfingu. Þegar þeir vinna að geðvernd, er rétt að þeir leggi mesta áherslu á leit að nýjum fyrirbyggjandi að- ferðum og stundi rannsóknir til að finna forsendur fyrir þeim. Ég mun í þessari grein nær eingöngu fjalla um fyrsta stigs fyrirbyggingu á geðsjúkdómum — þ.e. geðvernd. Ekki er ætlun mín að fjalla um hana í heild, heldur mun ég aðallega ræða um hlutdeild hennar í geðheilbrigðiskerfinu og hlutverk geð- heilbrigðisstarfsmanna í henni. SKILGREINING Aðgerðir gegn geðsjúkdómum teljast fyrir- byggjandi, ef þær draga úr algengi þeirra. Þær eru aðallega þrenns konar (1): 1. Fyrsta stigs fyrirbygging (geðvernd) dregur úr algengi með því að draga úr nýgengi. 2. Annars stigs fyrirbygging (meðferð) dregur úr algengi með því að draga úr lengd sjúkdómstíma- bilsins. 3. Þriðja stigs fyrirbygging (endurhæfing) dregur einnig úr algengi með því að draga úr lengd sjúk- dómstímabilsins. Notkun orðanna fyrsta, annars og þriðja stigs fyrirbygging er líkleg til að rugla menn í ríminu og gefa þá hugmynd, að fyrirbygging í venjulegri merkingu, þ.e. fyrsta stigs fyrirbygging, skipti meira máli en raun ber vitni. Ég mun því í þessari grein jafnan nota orðin geðvemd, meðferð og endurhæfing í þeirra stað. Árangursrík fyrirbyggjandi aðgerð hefur að lík- indum eftirtalin skilmerki (2): 1. Flún beinist að vel skilgreindum fyrirbærum — það er ljóst hvaða fyrirbæri ætlunin er að fyrir- byggja. 2. Hún hefur áhrif á orsakir þeirra fyrirbæra, sem ætlunin er að fyrirbyggja, eða eykur viðnám gegn þeim. 3. Hún beinist að vel skilgreindum áhættuhópi, sem þarf á vernd að halda. 4. Hún hefur ekki verulega annmarka, þeir vega lítt á móti árangri. NAUÐSYN Geðsjúkdómar valda geðsjúklingum og að- standendum þeirra miklum sálarkvölum og erfið- leikum og eru þungur baggi á þjóðfélaginu. Það er af mörgum ástæðum betra að girða fyrir að menn fái geðsjúkdóm en að veita þeim meðferð og endurhæfingu, þegar þeir hafa fengið hann. í fyrsta lagi valda geðsjúkdómar miklum sálarkvölum og erfiðleikum meðan á meðferð og endurhæfingu stendur. I öðru lagi hafa menn ekki næga þekkingu á geðsjúkdómum til að geta læknað og endurhæft alla geðsjúklinga. í þriðja lagi eru geðheilbrigðis- starfsmenn of fáir og geðheilbrigðiskerfið of veikt til að geta veitt öllum geðsjúklingum meðferð og endurhæfingu. Ég mun fara nokkrum orðum um þriðju ástæðuna. Geðsjúkdómar eru miklu algengari en menn gera sér almennt ljóst (3,4). Um 12% af börnum á skólaaldri eiga við veruleg geðræn vandamál að stríða. Milli 16 og 25% fullorðinna undir 60-65 ára aldri eru með geðsjúkdóm. Með geðklofa (Schizophrenia) eru 0,6-3%, um 0,3% með geð- brigði (Psychosis manio-depressiva), 8-15% með taugaveiklun (Neurosis), og um 7% með skap- gerðargalla (Personalitas pathologica). Frá 18 til 24% aldraðra yfir 60 ára aldri eru með geðsjúk- dóm, 3,5-5,5% eru með geðsjúkdóm, sem hefur líkamlega orsök, 3,5% eru með geðklofa eða geð- brigði, 6-10,5% eru með taugaveiklun, og 5% hafa skapgerðargalla. Geðheilbrigðisstarfsmenn eru svo fáir, að þeir geta í mesta lagi sinnt 20-25% geðsjúkra, og enn minni hundraðshluta geta þeir sinnt á fullnægjandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.