Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 107
Oddur Bjarnason
FYRIRBYGGING GEÐSJÚKDÓMA
105
INNGANGUR
Miklar vonir hafa verið bundnar við fyrsta stigs
fyrirbyggingu eða geðvemd til að draga úr hinum
mikla vanda, sem stafar af geðsjúkdómum. Pví
miður hafa þær aðferðir, sem til þessa hafa verið
notaðar til geðvemdar, ekki dregið verulega úr
algengi geðsjúkdóma. Þó er ekki ástæða til að ör-
vænta og sjálfsagt er að leita að nýjum aðferðum.
Forsenda fyrir slíkri leit er meiri þekking á orsök-
um geðsjúkdóma.
Geðheilbrigðisstarfsmenn eiga tvímælalaust að
leggja mesta áherslu á meðferð og endurhæfingu.
Þegar þeir vinna að geðvernd, er rétt að þeir leggi
mesta áherslu á leit að nýjum fyrirbyggjandi að-
ferðum og stundi rannsóknir til að finna forsendur
fyrir þeim.
Ég mun í þessari grein nær eingöngu fjalla um
fyrsta stigs fyrirbyggingu á geðsjúkdómum — þ.e.
geðvernd. Ekki er ætlun mín að fjalla um hana í
heild, heldur mun ég aðallega ræða um hlutdeild
hennar í geðheilbrigðiskerfinu og hlutverk geð-
heilbrigðisstarfsmanna í henni.
SKILGREINING
Aðgerðir gegn geðsjúkdómum teljast fyrir-
byggjandi, ef þær draga úr algengi þeirra. Þær eru
aðallega þrenns konar (1):
1. Fyrsta stigs fyrirbygging (geðvernd) dregur úr
algengi með því að draga úr nýgengi.
2. Annars stigs fyrirbygging (meðferð) dregur úr
algengi með því að draga úr lengd sjúkdómstíma-
bilsins.
3. Þriðja stigs fyrirbygging (endurhæfing) dregur
einnig úr algengi með því að draga úr lengd sjúk-
dómstímabilsins.
Notkun orðanna fyrsta, annars og þriðja stigs
fyrirbygging er líkleg til að rugla menn í ríminu og
gefa þá hugmynd, að fyrirbygging í venjulegri
merkingu, þ.e. fyrsta stigs fyrirbygging, skipti
meira máli en raun ber vitni. Ég mun því í þessari
grein jafnan nota orðin geðvemd, meðferð og
endurhæfing í þeirra stað.
Árangursrík fyrirbyggjandi aðgerð hefur að lík-
indum eftirtalin skilmerki (2):
1. Flún beinist að vel skilgreindum fyrirbærum —
það er ljóst hvaða fyrirbæri ætlunin er að fyrir-
byggja.
2. Hún hefur áhrif á orsakir þeirra fyrirbæra, sem
ætlunin er að fyrirbyggja, eða eykur viðnám gegn
þeim.
3. Hún beinist að vel skilgreindum áhættuhópi,
sem þarf á vernd að halda.
4. Hún hefur ekki verulega annmarka, þeir vega
lítt á móti árangri.
NAUÐSYN
Geðsjúkdómar valda geðsjúklingum og að-
standendum þeirra miklum sálarkvölum og erfið-
leikum og eru þungur baggi á þjóðfélaginu. Það er
af mörgum ástæðum betra að girða fyrir að menn
fái geðsjúkdóm en að veita þeim meðferð og
endurhæfingu, þegar þeir hafa fengið hann. í fyrsta
lagi valda geðsjúkdómar miklum sálarkvölum og
erfiðleikum meðan á meðferð og endurhæfingu
stendur. I öðru lagi hafa menn ekki næga þekkingu
á geðsjúkdómum til að geta læknað og endurhæft
alla geðsjúklinga. í þriðja lagi eru geðheilbrigðis-
starfsmenn of fáir og geðheilbrigðiskerfið of veikt
til að geta veitt öllum geðsjúklingum meðferð og
endurhæfingu. Ég mun fara nokkrum orðum um
þriðju ástæðuna.
Geðsjúkdómar eru miklu algengari en menn
gera sér almennt ljóst (3,4). Um 12% af börnum á
skólaaldri eiga við veruleg geðræn vandamál að
stríða. Milli 16 og 25% fullorðinna undir 60-65 ára
aldri eru með geðsjúkdóm. Með geðklofa
(Schizophrenia) eru 0,6-3%, um 0,3% með geð-
brigði (Psychosis manio-depressiva), 8-15% með
taugaveiklun (Neurosis), og um 7% með skap-
gerðargalla (Personalitas pathologica). Frá 18 til
24% aldraðra yfir 60 ára aldri eru með geðsjúk-
dóm, 3,5-5,5% eru með geðsjúkdóm, sem hefur
líkamlega orsök, 3,5% eru með geðklofa eða geð-
brigði, 6-10,5% eru með taugaveiklun, og 5%
hafa skapgerðargalla.
Geðheilbrigðisstarfsmenn eru svo fáir, að þeir
geta í mesta lagi sinnt 20-25% geðsjúkra, og enn
minni hundraðshluta geta þeir sinnt á fullnægjandi