Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 29
27 stöðum er hins vegar hægt að nota nákvæmari aðferðir, t.d. matsstiga ýmis konar til að meta bæði einstakling í starfi (16) og starfið sjálft (17). EINSTAKLINGSBUNDNIR ÞÆTTIR Yfirleitt má segja að því lengur sem geðsjúkdóm- ur stendur, því lakari verða horfur sjúklings (18,19) og langvarandi vanhæfni til vinnu er einnig tengd slæmum vinnuhorfum. Fyrri stundun atvinnu hefur reynst það atriði er best spágildi hefur um stundun atvinnu eftir útskrift (20, 21, 22, 14). Svo virðist sem þeir þættir, sem hafa áhrif á stundun atvinnu séu stöðugir í tímans rás og þótt geðrænt ástand hafi þar áhrif, sé það aðeins einn margra þátta og ekki afgerandi. Þótt samband sé á milli sjúkdómsgreiningar og einkenna annars vegar og atvinnustundunar hins vegar er það samband ekki sterkt ( 23, 24, 25, 26, 19). Komið hefur í ljós að margir sjúklingar með geðveiki stunda atvinnu, jafnvel þótt hjá þeim komi fram mikil geðveikis- einkenni (27, 28). Sambandið milli mismunandi þátta félagslegs aðlögunarvanda, s.s. einangrunar, atvinnuvandræða og fjölskylduerfiðleika er heldur ekki sterkt (29). Maður sem hagar sér eitthvað einkennilega er væntanlega verr settur en hinn sem hefur sjúkdóms- einkenni sem lítið ber á. Fundist hefur að áhyggjur út af líkamanum og tregða í máli eru í marktæku sambandi við atvinnuleysi (19). í annarri athugun kom í ljós að slappt göngulag og líkamsburður voru í sambandi við takmarkaða atvinnustundun eftir útskrift af spítala (30). Ætla má að þetta sé vegna áhrifa þeirra er slík einkenni hafa á tilvonandi vinnuveitendur svo og vegna þess að sjúklingur, sem hefur áhyggjur af líkamlegri heilsu eða er tregur í máli og hreyfingum, treystir sér síður til þess að fara að vinna. Tregða og hægagangur er það einkenni sem oftast er kvartað um að sé til vandræða hjá geðsjúkum í vinnu (31). Hvaða áhrif hafa aldur, greind og menntun á vinnuhorfur geðsjúkra? Ekki er þetta fullljóst en þó líklegt að þessir þættir hafi sömu áhrif hjá geð- sjúkum og hjá fólki almennt. Sumar rannsóknir hafa bent til þess að eldri geðsjúklingar hafi betri vinnuhorfur (20, 32), aðrar að eldri sjúklingar hafi heldur lakari horfur (33, 21) og enn aðrar að það sé ekkert samband milli aldurs og vinnuhorfa (11, 22). Þessar mismunandi niðurstöður byggjast e.t.v. á mismunandi rannsóknaraðferðum og/eða mis- munandi samsetningu þeirra hópa sem rannsak- aðir voru. Þá má vera að í raun gangi báðum verr, eldri og yngri, en þeim best sem eru á miðjum aldri og hafa bæði starfsreynslu að baki og starfsævi framundan. Sýnt hefur verið fram á að greindarvísitala stendur almennt í sambandi við aðlögunarhæfni í daglegu lífi (34), við námsárangur (35) og við starfsárangur (36). Um geðsjúka er það vitað að þeir sem hafa litla menntun og hafa stundað lítt metin störf eru líklegri til að vera atvinnulausir (11, 33, 37). A hinn bóginn kom við aðra rannsókn ekki fram samband milli greindar eða menntunar annars vegar og tekna hins vegar hjá sjúklingum með geðklofa (12). SAMBAND FJÖLSKYLDU OG STUNDUNAR ATVINNU Fjölskyldugerð, afstaða og væntingar, svo og hlutverk sjúklings í fjölskyldunni eru tengd vinnu- horfum hans. Flestir sjúklingar eiga samskipti sín við annað fólk fyrst og fremst innan fjölskyldu sinnar og það nána samfélagslega umhverfi sem þar er, mótar hlutverk og ábyrgð sjúklingsins, m.a. hvað ætlast er til að hann leggi til af vinnu og fé til fjölskyldunnar. Sjúklingur í hjónabandi hefur betri vinnuhorfur en einhleypur (20, 37, 38) og sjúkl- ingur sem býr með maka er líklegri til að stunda atvinnu en aðrir (23, 39, 40). Afstaða fjölskyld- unnar, s.s. stuðningur og væntingar um starfsgetu, hefur reynst vera í sambandi við vinnustundun fyrr- verandi sjúklinga (23, 32). Það er líklegt að hlut- verk sjúklings í fjölskyldunni sé töluvert þýðing- armikið hvað varðar vinnu, sérstaklega að sjúkl- ingur hafi hlutverk sem fyrirvinna. Einhleypir menn búa oft hjá foreldrum sínum og þurfa lítið eða ekkert að greiða fyrir fæði og húsnæði og dregur t.d. slíkt úr þörf þeirra á vinnu (41). Lág- stéttarfjölskyldur gera síður kröfu til að sjúklingur vinni fulla vinnu (42) og það getur farið svo að ekki sé æskilegt að sjúklingur hafi vinnu, sér- staklega ef væntanlegt kaup er lágt (41) og aðrar tekjur óháðar vinnu eða jafnvel því að sjúklingur vinni ekki, eru tiltölulega háar (43, 33). Sérstakar aðstæður fjölskyldu, s.s. veikindi annars fjöl- skyldumeðlims, geta breytt fjölskylduhlutverkum og gert fyrrverandi fyrirvinnu heimavinnandi. Ýmis fjölskylduvandamál geta skapast er sjúkling- ur útskrifast heim af spítala (44, 45) og hvernig fjölskyldan tekst á við þau og lagar sig að þeim getur ráðið því hvort sjúklingur fer aftur til vinnu eða ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.