Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 8
6
Vistheimiliö að Vífilsstöðum, opnað 1976 fyrir
áfengissjúklinga.
NÚVERANDISTARFSEMI
Starfsemi geðdeilda ríkisspítalanna fer nú aðal-
lega fram á tólf stöðum, Kleppsspítalanum, Land-
spítalanum, Vífilsstöðum, bamageðdeild við Dal-
braut og 8 hjúkrunar- og vistheimilum, sem dreifð
eru víðs vegar um bæinn og nágrenni hans. A sjálf-
um sjúkrahúsunum eru um 140 sjúklingar í sólar-
hringsvist og um 50 í dagvist. Á dvalar- og vist-
heimilunum eru rými fyrir 94 sjúklinga. Auk þess
eru í ýmissi vist, sem er utan rekstrarsviðs rikis-
spítalanna, 80-90 sjúklingar, sem fá þjónustu frá
geðdeildunum. Þar með er talið heimili, sem fé-
lagsráðgjafar spítalans sjá um, en dvalargestir
greiða kostnað sinn sjálfir, annað hvort af eigin
rammleik eða með aðstoð sveitarfélaga sinna.
Göngudeildarstarfsemin fer aðallega fram á
Kleppsspítalanum og Landspítalanum, en þar eru
reknar 2 göngudeildir, önnur sérstaklega fyrir
drykkjusjúka.
Margur kann að spyrja hvort ekki sé óhagræði
að því að hafa starfsemina svo dreifða sem raun ber
vitni. Að sjálfsögðu er æskilegast, að hin eiginlega
sjúkrahússtarfsemi sé öll á einum stað þar sem
aðrar greinar lækninga eru stundaðar. En meðan
ekki er hægt að koma allri starfseminni fyrir á
Landspítalanum, er næstbesti kosturinn að hafa
hluta starfseminnar þar og tengja hana annarri
geðheilbrigðisþjónustu ríkisspítalanna, því að
geðsjúklingar eiga samleið með öðrum sjúklingum
og geðlækningar eru ein af stærstu greinum læknis-
fræðinnar. Hjúkrunar- og vistheimili eiga hins
vegar að vera dreifð um bæinn. Rekstrarlega er að
þessu nokkurt óhagræði, en dreifing starfseminnar
stuðlar að því að persónuleiki einstaklinganna fái
notið sín og gerir meðferðina frjálslegri, en hvort
tveggja eru meginþættir í nútíma geðlækningum.
Jafnframt dregur dreifingin úr einangrun sjúkling-
anna, sem áður var meginvandi, en nú þurfa þeir
Guðríður Jónsdóttir, fyrrv. forstöðukona Klepps-
spítalans, gaf spítalanum hús sitt að Reynimel 55,
árið 1973.
iðulega að fara milli staða vegna meðferðarinnar.
Þessi dreifing starfseminnar gerir mikla kröfu til
stjórnarinnar, og á hjúkrunarforstjóri spítalans,
sem mest hefur mætt á í þessu sambandi og virðist
nánast óþreytandi, miklar þakkir skildar fyrir
ómetanleg störf í þágu sjúklinganna og geðdeild-
anna.
Dagdeildin, sem tekin var í notkun á 75 ára
afmæli spítalans, hafði verið lengi á döfinni, en
dregist að ljúka henni vegna fjárskorts. Deildinni
er ætlað að rúma 20 sjúklinga auk kostgangara frá
heimilum spítalans, sem koma þangað til iðjuþjálf-
unar og starfsendurhæfingar. Húsnæði deildarinn-
ar er hannað með tilliti til þess, að hún muni njóta
ýmissar starfsaðstöðu utan hennar með öðrum
deildum spítalans. Við deildina starfa fyrst um sinn
geðlæknir, 2 hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur og
félagsráðgjafi, auk aðstoðarfólks.
VERKEFNINÆSTG ÁRA
Þrátt fyrir úrbætur, sem gerðar hafa verið hvað
húsakost varðar og aukningu mannafla, vantar enn
verulega á að mætt sé þörfum landsmanna fyrir
geðheilbrigðisþjónustu. Er þar hvort tveggja, að
enn þarf að auka við sjúkrahús og annað dvalar-
rými og bæta það sem fyrir er, og jafnframt að fá
meiri sérmenntaðan mannafla til starfa. Auk þess
þarf að gera, í ríkara mæli en áður hefur verið, ráð
fyrir endurmenntun og símenntun allra starfs-
manna geðdeildanna þannig, að þeir geti sem best
aðlagað sig breytilegum þörfum sjúklinganna.
Brýnustu verkefni á næstunni eru: 1) Ljúka þarf
lagfæringu sjúkradeilda Kleppsspítalans þannig,
að þær svari kröfum tímans, bæði vegna sjúklinga
og starfsliðs. Þegar hafa verið gerðar teikningar að
þeim breytingum og að aðalinngangi og tengingu
deildanna. 2) Ljúka þarf byggingu geðdeildar
Landsspítalans. 3) Heimild til að ráða starfsfólk að