Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 33
31 Gísli Á. Þorsteinsson UM AUKAVERKANIR GEÐLYFJA Saga nútíma geðlyfja er stutt. Hún hefst ekki að ráði fyrr en með tilkomu Largactils (chlorprom- azins) árið 1952 (1). í kjölfar Largactils komu síðan fram á næstu árum fjölmörg fentiazinafleiði með sérhæfðari lækningamætti og minni auka- verkunum. Nokkru síðar komu á markaðinn lyf náskyld fentiazinum, svonefnd thioxantenafleiði, eins og Chlorprotixen (2) og Chlopentixol og fjar- skyldari efni eins og Haloperidol (3), sem er butyrofenonafleiði, og löngu síðar enn fjarskyldari lyf eins og difenylbutylpiperidinafleiðin. Af hinum síðast nefndu er þó aðeins eitt lyf skráð hér á landi, Orap (Pimozid) (4). Öll hafa þessi lyf svipaða verkun og áþekkar aukaverkanir, þótt verulegur munur sé á einstökum efnum. öll flokkast þau undir samheitið neuroleptica, sem hafa ákveðin sértæk læknandi áhrif á meiriháttar geðtruflanir (psychoses), og hefur tilkoma þessara lyfja óneit- anlega markað tímamót í sögu geðlæknisfræð- innar. Árið 1957 var hið fyrsta þriggja hringa (tricycliska) geðdeyfðarlyf Tofranil (Imipramin) (5) tekið í notkun og þar með var fundin árang- ursrík lyfjameðferð við þunglyndissjúkdómum, sem þrengt hefur ábendingasvið raflækninga meira og meira. Með tilkomu nútíma geðlyfja gjör- breyttist andrúmsloft og vinnuaðstaða á geð- sjúkrahúsum víðast hvar og svokallaðar „órólegar deildir" hurfu að mestu úr sögunni. Líðan sjúkl- inga breyttist yfirleitt mjög til batnaðar, og lyfja meðferðin gerði það kleift að beita einnig öðrum lækningaaðferðum samtímis, sem að öðrum kosti hefði ekki komið til greina. Hægt var að opna margar sjúkradeildir, sem áður höfðu verið lok- aðar og auka frjálsræði sjúklinga á flestum sviðum. Einnig voru sjúkradeildimar gerðar heimilislegri og vistlegri. Fljótlega kom þó í ljós, að bæði neuroleptica og geðdeyfðarlyfin höfðu afar fjölþættar aukaverk- anir, sem gátu stundum orðið svo bagalegar að rjúfa þurfti meðferð eða draga úr skömmtum niður fyrir æskilegt lágmark. Stundum gátu hjáverkanir frá miðtaugakerfi orðið þungar í skauti og þá einna helst parkinsonseinkenni, titringur einkum á höndum og fótum, stirðleiki í kroppnum og minnkuð hreyfigeta (akinesis). Einnig komu fyrir köst með bráðum krampasamdráttum í vöðvum, einkum í háls-, andlits-, tungu- og augnvöðvum (dystoniae acutae), sem voru og eru mjög óþægileg og ógnvekjandi fyrir sjúkling. Þessir krampasam- drættir lagast þó yfirleitt alveg á stuttum tíma og skilja ekki eftir sig varanlegt mein. Ofangreindar aukaverkanir frá miðtaugakerfi eru bundnar við neuroleptica, einkum þau, sem gefin eru í lágum skömmtum, svokölluð lágskammtaneuroleptica. f seinni tíð hefur athygli manna beinst ennþá meira að annarri tegund hjáverkana frá miðtaugakerfi, sem koma venjulegast eftir lengri tíma neuro- leptica meðferð, yfirleitt nokkurra ára meðferð. Það eru hinar svonefndu síðfettur (tardiv dys- kinesis, skammstafað T.D.) (6) sem lýsa sér með ósjálfráðum meira eða minna taktbundnum, til- gangslausum hreyfingum í andlits-, tungu-, kjálka- og hálsvöðvum, en geta komið víðar um líkamann. Algengastar eru síendurteknar grettur og geiflur, japl og tunguhreyfingar. Þessi einkenni geta verið hverfandi lítil, ómerkjanleg nema við nákvæma eftirgrennslan, en einnig illilega áberandi og félagslega örkumlandi. Það versta við þessar síð- fettur er, að þær eru í allmörgum tilfellum ólækn- andi og ganga ekki til baka jafnvel þótt hætt sé við viðkomandi lyf. Á seinni árum hafa geðlæknar og geðlyfjameð- ferð legið undir vaxandi gagnrýni af mörgum ástæðum einkum frá þeim, sem aðhyllast aðrar stefnur í meðferð geðsjúkdóma, er byggja meira á sálfræðilegum (psykodynamiskum) og félagsfræði- legum kenningum og leitast við að skýra eðli og þróun geðtruflana eingöngu út frá þeim. Þessar stefnur hafna iðulega hinu læknisfræðilega módeli og eru þar með einnig komnar í andstöðu við lyfja- meðferð geðsjúklinga. Nú ber að taka það skýrt fram, að til þess að ná árangri við hinar meiriháttar geðtruflanir, einkum schizophreniu, þarf að nálg- ast sjúkdóminn frá mörgum sjónarhomum. Þess vegna útiloka þessar stefnur alls ekki hver aðra, heldur miklu frekar bæta hveija aðra upp. Lyfja- meðferð er oft ekki fullnægjandi við meðferð geð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 17. fylgirit (01.12.1983)
https://timarit.is/issue/364862

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. fylgirit (01.12.1983)

Aðgerðir: