Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 75

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 75
73 Enda þótt fleiri togaramenn en verksmiðjumenn séu komnir af sjómönnum, þá eru þó báðir hóp- arnir nær undantekningarlaust komnir af erfiðis- vinnumönnum. Þetta sýnir styrkleika hins félags- lega arfs, en minnir okkur jafnframt á, að til skamms tíma var íslenskt samfélag byggt upp af bændum, verkamönnum og sjómönnum. Mörkin milli þessara hópa voru oft óljós. Sami maðurinn gat verið allt í senn, bóndi (á eigin jörð), verka- maður (t.d. við vegavinnu) og sjómaður (á eigin báti eða háseti hjá öðrum). Togaramenn hafa byrjað sjómennsku mjög ungir. Sá sem fer ungur til sjós, hefur þar með gert sér erfiðara fyrir en ella að hefja nám eða komast í annað starf (nema hann fari í sjómannaskóla eða vélstjóraskóla). Unglingurinn fær allhá laun á sjónum, hann er í hættulegu starfi, sem gerir miklar kröfur til líkamlegrar hreysti, og að lokum á hann erfitt með að finna starf við sitt hæfi þegar í land kemur að loknu erfiðu starfi á sjó. Rúmlega helm- ingur togaramannanna hafði byrjað á sjó fyrir 16 ára aldur, rúmlega tveir þriðju byrjuðu það áður en þeir náðu 17 ára aldri og 80% fóru á sjó fyrir tvítugt. Þeir, sem fara ungir til sjós og halda áfram sjó- mennsku, eru að öðru jöfnu hraustari og heilsu- betri en þeir, sem ekki hafa verið til sjós eða ein- ungis verið stutt á sjó (1). Af togaramönnum taka 72% skýrt fram, að þeir vilji ekki að synir þeirra feti í fótspor sín. Þetta bendir til þess að togara- menn álíti að þeir hafi lent í starfi sem þeir losna ekki úr. Munurinn á hópunum tveimur er ekki verulegur. Við verðum því að draga þá ályktun, að innan beggja hópanna gæti óánægju um hlutskipt- ið. Um afstöðuna til dætranna gegnir öðru máli. í fyrsta lagi kemur oft fram, að viðkomandi finnst það ekkert koma sér við hverjum dóttir hans gift- ist. Einungis fáeinir verksmiðjumenn segjast ekki vilja að dóttir þeirra giftist manni í sömu stöðu og þeir, en nær helmingur togaramanna er andvígur því. Hér er um tvær mjög ólíkar spumingar að ræða, sálfræðilega séð. Fyrri spurningin er einföld og snertir það eitt, hvort feður vilji að synir þeirra fari í betri störf en þeir. Síðari spurningin fjallar um hvort þeir sjálfir séu í raun æskilegir eiginmenn. Sumir létu í ljós gremju vegna þessarar spurningar. Athyglisvert er hve lítið er um fyrrverandi far- menn í áhöfnum togaranna. Það eru nær eingöngu vélstjórar, sem að einhverju marki fara á milli far- skipa og togara. Lítt eða ekkert hefur verið kannað hvemig menn fara milli starfsgreina á íslandi. Fátt er vitað nákvæmlega um á hvaða aldri menn hætta á togurunum, en í þessari rannsókn kemur óbeint fram, að er menn komast á fimmtugsaldur fara þeir að hugsa sér til hreyfings og huga að starfi í landi. Langflestir togaramenn hafa alist upp við sjávar- síðuna, þar sem fiskveiðar í ýmsu formi eru aðalat- vinnugreinarnar. Drengir þar byrja snemma að vinna í einhverju er lýtur að fiskveiðum og fisk- verkun. Feður þeirra, bræður, afar og frændur, og Ieikfélagar, eru flestir á bátum eða togurum, eða við fiskverkun, enda eru flestir á staðnum tengdir fiskveiðum á einn eða annan hátt. Helmingi fleiri sjómenn en landmenn töldu áhuga fyrir starfinu hafa ráðið því að þeir fóru til sjós, og nær helm- ingur þeirra hafði valið sér sjómennsku fyrir 15 ára aldur. Sá munur, sem hér kemur fram, bendir til þess, að togaramenn stundi störf sín af meiri áhuga en verksmiðjumennirnir, þótt þeir á hinn bóginn séu gagnrýnni á starf sitt en þeir sem í landi starfa. Langflestir verksmiðjumennimir völdu starf sitt eftir 15 ára aldur, en stór hluti sjómanna taldi sig í raun aldrei hafa valið. Það er ekki hægt að túlka þetta á ótvíræðan hátt, en samtölin benda til þess, að mennirnir hafi aldrei lagt slíkar spurningar fyrir sjálfa sig. Starfið virðist hafa valið mennina, en þeir ekki það. Munurinn sem fram kemur í töflu XI er svo mikill, að draga má þá ályktun, að djúpstæður munur sé á því hvernig togaramenn annars vegar og verksmiðjumenn hins vegar velji sér starf. Þegar nánar er að gætt kemur í ljós, að einn af hverjum sjö togaramönnum telur starfsvalið til- komið fyrir áhrif frá nánum ættingja, oftast föður. Nánast jafnmargir segja, að þeir hafi ekki átt annan kost en fara á sjóinn. Það virðist augljóst, að þessir menn hafa aldrei sest niður og velt fyrir sér lífs- starfi. Þeir hlýða hinu „félagslega eðli“, ef svo má að orði komast. Félagslegt, menningarlegt og efna- hagslegt umhverfi þeirra ræður starfsvali þeirra. Þessu má líkja við það hvernig unglingar úr milli- stétt fara umhugsunarlaust í menntaskólana að loknu skyldunámi. Flestir þeirra ættu vafalítið erfitt með að segja til um hvenær þeir tóku ákvörð- un um að ganga menntaveginn. Til eru synir og dætur sjómanna í þorpum úti á landi, sem fara í menntaskóla, og eins synir mennta- og embættismanna í Reykjavík, sem fara til sjós. Það fólk á auðvelt með að útskýra af hverju það valdi sér starf. Séu borin saman svör yfirmanna og undirmanna kemur í ljós, að hinir síðarnefndu völdu sér sjómennsku yngri að árum en hinir fyrr- nefndu. Niðurstöður rannsóknar okkar koma vel heim við niðurstöður Tunstall (8). Væntingar þeirra unglinga, sem fara til sjós, virðast helst vera þær að stunda vinnu, sem gefur sæmilegar tekjur í aðra hönd. Menntun láta þeir sitja á hakanum. Þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.