Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 85
83
ferðarframboðið of lítið, verður nýgengið of lágt
metið, en sé sjúkdómurinn illa skilgreindur og
meðferðarframboðið mikið, er hugsanlegt að ný-
gengið verði ofmetið. Ef tilgáta Ledermanns (15)
og annarra um tengslin milli drykkjusýki, afleið-
inga hennar og meðalnotkunar á mann í þjóðfélag-
inu er rétt, að búast má við að nýgengi, eins og það
er mælt í fjölda þeirra sem leita meðferðar, fari
vaxandi með vaxandi meðalneyslu, en staðni, ef
meðalneyslan staðnar.
Á síðustu 30 árum hafa orðið talsverðar sveiflur
í framboði á meðferð fýrir drykkjusjúka, en áfeng-
isneysla farið hægt vaxandi, um 130% frá 1951-
1974, en vaxið mjög lítið úr því.
Tilgangur þeirrar athugunar, sem hér verður
stuttlega skýrt frá, er að skoða breytingar á ný-
gengi, drykkjusýki og tengsl þess við meðalneyslu á
mann og framboð á meðferð.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ
Þau gögn, sem stuðst er við, eru annars vegar
upplýsingar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins
um heildarsölu áfengis á ári hverju, og hins vegar
upplýsingar frá þeim aðilum, sem hafa haft
drykkjusjúka til meðferðar á árunum 1951-1981.
Drykkjusýki er ekki skilgreind nánar en að við-
komandi hafi leitað meðferðar vegna vanda, sem
talinn var tengjast áfengisnotkun. Þannig má ljóst
vera, að óvíst er hve margir af þeim, sem um ræðir,
mundu falla undir hinar þrengri skilgreiningar Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á drykkjusýki í
læknisfræðilegum skilningi eða áfengisfíkn. Ekki
hefur sá hópur, sem leitað hefur aðstoðar vegna
misnotkunar á öðrum vímugjöfum jafnframt eða
eingöngu, verið greindur sérstaklega frá. En miðað
við tölur frá Kleppsspítalanum þar sem þessir
síðarnefndu einstaklingar vafalaust hafa komið
helst, er hér um hóp að ræða, sem ekki hefur áhrif á
heildarmyndina.
Lögin um meðferð ölvaðra manna og drykkju-
sjúkra tóku fyrst gildi á árinu 1949, en komu ekki
að neinu leyti til framkvæmda fyrr en í mjög litlum
mæli á árinu 1952, er aðstaða Kleppsspítalans var
lítið eitt aukin til þess að mæta þörfum drykkju-
sjúkra. í árslok 1952 tók áfengisvarnadeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur til starfa og starfaði
eingöngu sem göngudeild, þar sem mest var byggt
á antabus-meðferð, sem þá var nýkomin fram. Á
árinu 1954 barst AA-hreyfingin til landsins og það
sama ár tók gæsluvistarhælið í Gunnarsholti til
starfa. Á árinu 1955 tók hjúkrunarstöð Bláa
bandsins til starfa og starfaði til ársins 1963. Jafn-
framt kom Bláa bandið á fót vistheimilinu í Víði-
nesi, sem það starfrækir enn.
Á árabilinu 1963 til 1977 er Kleppsspítalinn
eina sjúkrahúsið sem tekur að nokkru marki við
drykkjusjúkum til sjúkrameðferðar. Kleppsspítal-
inn rak einnig göngudeildarstarfsemi fyrir áfengis-
sjúka frá 1963, fyrst í stað eingöngu til eftirmeð-
ferðar fyrir þá, sem dvalið höfðu á spítalanum, en
frá 1971 einnig fýrir þá, sem ekki höfðu dvalið á
sjúkrahúsinu áður. Á árinu 1976 var meðferð
áfengissjúkra á Kleppsspítalanum endurskipulögð
og jafnframt var á hans vegum opnað vistheimilið
að Vífilsstöðum. Þá hófust einnig Ameríkuferðir
drykkjusjúkra að marki, sem síðan leiddu til stofn-
unar sjúkrastöðvar Samtaka áhugamanna um
áfengisvandamálið á árinu 1977.
Á þessu 31 ári hafa 6.847 einstaklingar leitað
meðferðar vegna drykkjusýki, fjórum sinnum fleiri
karlar en konur. Hópurinn, sem leitað hefur að-
stoðar á þessum 30 árum, skiptist aðallega á milli
fjögurra stofnana, Kleppsspítala, en þangað hafa
2.326 byrjað á að leita sér meðferðar á þessu 31
ári. Á áfengisvamardeild Heilsuvernarstöðvar-
innar byrjuðu 1.448 í meðferð, þar af helmingur-
inn á fyrstu fimm árunum sem deildin starfaði. Á
þeim átta árum, sem hjúkrunarstöð Bláa bandsins
starfaði, byrjuðu 811 manns meðferð þar, en á
rúmum fjórum árum, sem sjúkrastöðvar SÁÁ hafa
starfað, hafa 1.298 einstaklingar byrjað meðferð
þar.
Til þess að athuga breytingar, sem orðið hafa á
nýgenginu, er fjöldi þeirra, sem leitað hafa sér
meðferðar í fyrsta sinn á ári hverju, borinn saman
við íbúafjölda á því ári sem náð hefur fimmtán ára
aldri, og hins vegar við íbúafjöldann í einstökum
TAFLA I
Fjöldi fólks, sem leitað hefur meðferðar í fyrsta sinn vegna
dry kkjusý ki á árabilinu 1951-1981, eftir því hvert það leitaði fyrst.
Starfs-
Stofnun tímabil Karlar Konur ! Samtals
Kleppsspítali 1951-1981 964 268 1232
Göngudeild áfengissjúkl. KJeppsspítala 1971-1981 763 331 1094
Bláa bandið 1955-1963 728 83 811
Gunnarsholt og Viöines 1954-1981 48 12 60
Geðdeild Borgarspítala 1968-1981 96 70 166
Áfengisvarnad. Heilsuverndarst. Rvk. 1952-1977 1335 113 1448
Freeport og Hazelden 1974-1981 150 40 190
S.Á.Á 1977-1981 991 307 1298
Aðrir 1951-1974 416 132 548
Samtals 1951-1981 5491 1356 6847