Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 85

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 85
83 ferðarframboðið of lítið, verður nýgengið of lágt metið, en sé sjúkdómurinn illa skilgreindur og meðferðarframboðið mikið, er hugsanlegt að ný- gengið verði ofmetið. Ef tilgáta Ledermanns (15) og annarra um tengslin milli drykkjusýki, afleið- inga hennar og meðalnotkunar á mann í þjóðfélag- inu er rétt, að búast má við að nýgengi, eins og það er mælt í fjölda þeirra sem leita meðferðar, fari vaxandi með vaxandi meðalneyslu, en staðni, ef meðalneyslan staðnar. Á síðustu 30 árum hafa orðið talsverðar sveiflur í framboði á meðferð fýrir drykkjusjúka, en áfeng- isneysla farið hægt vaxandi, um 130% frá 1951- 1974, en vaxið mjög lítið úr því. Tilgangur þeirrar athugunar, sem hér verður stuttlega skýrt frá, er að skoða breytingar á ný- gengi, drykkjusýki og tengsl þess við meðalneyslu á mann og framboð á meðferð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Þau gögn, sem stuðst er við, eru annars vegar upplýsingar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins um heildarsölu áfengis á ári hverju, og hins vegar upplýsingar frá þeim aðilum, sem hafa haft drykkjusjúka til meðferðar á árunum 1951-1981. Drykkjusýki er ekki skilgreind nánar en að við- komandi hafi leitað meðferðar vegna vanda, sem talinn var tengjast áfengisnotkun. Þannig má ljóst vera, að óvíst er hve margir af þeim, sem um ræðir, mundu falla undir hinar þrengri skilgreiningar Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á drykkjusýki í læknisfræðilegum skilningi eða áfengisfíkn. Ekki hefur sá hópur, sem leitað hefur aðstoðar vegna misnotkunar á öðrum vímugjöfum jafnframt eða eingöngu, verið greindur sérstaklega frá. En miðað við tölur frá Kleppsspítalanum þar sem þessir síðarnefndu einstaklingar vafalaust hafa komið helst, er hér um hóp að ræða, sem ekki hefur áhrif á heildarmyndina. Lögin um meðferð ölvaðra manna og drykkju- sjúkra tóku fyrst gildi á árinu 1949, en komu ekki að neinu leyti til framkvæmda fyrr en í mjög litlum mæli á árinu 1952, er aðstaða Kleppsspítalans var lítið eitt aukin til þess að mæta þörfum drykkju- sjúkra. í árslok 1952 tók áfengisvarnadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur til starfa og starfaði eingöngu sem göngudeild, þar sem mest var byggt á antabus-meðferð, sem þá var nýkomin fram. Á árinu 1954 barst AA-hreyfingin til landsins og það sama ár tók gæsluvistarhælið í Gunnarsholti til starfa. Á árinu 1955 tók hjúkrunarstöð Bláa bandsins til starfa og starfaði til ársins 1963. Jafn- framt kom Bláa bandið á fót vistheimilinu í Víði- nesi, sem það starfrækir enn. Á árabilinu 1963 til 1977 er Kleppsspítalinn eina sjúkrahúsið sem tekur að nokkru marki við drykkjusjúkum til sjúkrameðferðar. Kleppsspítal- inn rak einnig göngudeildarstarfsemi fyrir áfengis- sjúka frá 1963, fyrst í stað eingöngu til eftirmeð- ferðar fyrir þá, sem dvalið höfðu á spítalanum, en frá 1971 einnig fýrir þá, sem ekki höfðu dvalið á sjúkrahúsinu áður. Á árinu 1976 var meðferð áfengissjúkra á Kleppsspítalanum endurskipulögð og jafnframt var á hans vegum opnað vistheimilið að Vífilsstöðum. Þá hófust einnig Ameríkuferðir drykkjusjúkra að marki, sem síðan leiddu til stofn- unar sjúkrastöðvar Samtaka áhugamanna um áfengisvandamálið á árinu 1977. Á þessu 31 ári hafa 6.847 einstaklingar leitað meðferðar vegna drykkjusýki, fjórum sinnum fleiri karlar en konur. Hópurinn, sem leitað hefur að- stoðar á þessum 30 árum, skiptist aðallega á milli fjögurra stofnana, Kleppsspítala, en þangað hafa 2.326 byrjað á að leita sér meðferðar á þessu 31 ári. Á áfengisvamardeild Heilsuvernarstöðvar- innar byrjuðu 1.448 í meðferð, þar af helmingur- inn á fyrstu fimm árunum sem deildin starfaði. Á þeim átta árum, sem hjúkrunarstöð Bláa bandsins starfaði, byrjuðu 811 manns meðferð þar, en á rúmum fjórum árum, sem sjúkrastöðvar SÁÁ hafa starfað, hafa 1.298 einstaklingar byrjað meðferð þar. Til þess að athuga breytingar, sem orðið hafa á nýgenginu, er fjöldi þeirra, sem leitað hafa sér meðferðar í fyrsta sinn á ári hverju, borinn saman við íbúafjölda á því ári sem náð hefur fimmtán ára aldri, og hins vegar við íbúafjöldann í einstökum TAFLA I Fjöldi fólks, sem leitað hefur meðferðar í fyrsta sinn vegna dry kkjusý ki á árabilinu 1951-1981, eftir því hvert það leitaði fyrst. Starfs- Stofnun tímabil Karlar Konur ! Samtals Kleppsspítali 1951-1981 964 268 1232 Göngudeild áfengissjúkl. KJeppsspítala 1971-1981 763 331 1094 Bláa bandið 1955-1963 728 83 811 Gunnarsholt og Viöines 1954-1981 48 12 60 Geðdeild Borgarspítala 1968-1981 96 70 166 Áfengisvarnad. Heilsuverndarst. Rvk. 1952-1977 1335 113 1448 Freeport og Hazelden 1974-1981 150 40 190 S.Á.Á 1977-1981 991 307 1298 Aðrir 1951-1974 416 132 548 Samtals 1951-1981 5491 1356 6847
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.