Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 84

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 84
82 Tómas Helgason, Hildigunnur Ólafsdóttir, Kristinn Tómasson" NÝGENGI DRYKKJUSÝKI OG ÁFENGISMISNOTKUNAR Þó aö nú sé nokkuð liðið á aðra öld síðan Magnús Huss (1) skrifaði fyrstur manna um alco- holismus chronicus sem sjúkdóm, vefst enn fyrir mönnum að skilgreina nákvæmlega hvað sé drykkjusýki. Er því eðlilegt að erfiðlega gangi að svara því nákvæmlega, hver sé tíðni þessa kvilla og rannsóknir hafa sýnt, að algengi hans væri mjög breytilegt, allt frá 0,6% í einni rannsókn frá Bret- landi (2) upp í 20% í Króatíu (3). Auk óljósrar eða mismunandi skilgreiningar á hugtakinu drykkju- sýki, hafa aðferðimar til að meta tíðni hennar verið mjög mismunandi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (4,5,6,7) flokkaði ofdrykkju áður (4,5) í þrjá flokka, sem kalla mætti tækifærisofdrykkju, vanaofdrykkju og drykkjufíkn (addiction). Seinni tveir flokkamir voru taldir drykkjusýki í læknisfræðilegum skilningi. Fyrri tveir flokkarnir koma fram sem einkenni um aðra geðkvilla og voru jafnan undanfari þriðja flokks- ins. I síðustu útgáfu alþjóðasjúkdómaskrárinnar er hins vegar fjallað um áfengisfíkn og áfengismis- notkun (7). Áfengisfíknin (dependence) er skil- greind sem geðrænt ástand og venjulega einnig líkamlegt, sem leiðir af áfengisneyslu og einkennist af hegðun og öðrum viðbrögðum, sem fela í sér þörf fyrir að halda áfram drykkju til þess að ná geðrænum áhrifum áfengis og stundum til að forð- ast fráhvarfseinkenni; aukið þol getur verið til staðar, en þarf ekki að vera það. Misnotkun tekur hins vegar til neyslu, sem hefur óheppilegar afleið- ingar í för með sér, heilbrigðis- og félagslegar, án þess að um sé að ræða fíkn. Þegar greina skal hvort um er að ræða drykkjusýki, verður að taka tillit til fjöldamargra einkenna annarra, en mikillar drykkju, þó að ljóst megi vera að henni fylgi miklu oftar drykkjusýki. Tíðni áfengissýki er hægt að mæla eins og tíðni annarra kvilla, þ.e.a.s. 1) algengi, sem er fjöldi þeirra sem hefur kvillann á ákveðnum degi meðal tiltekins hóps manna; 2) nýgengi, fjöldi þeirra sem fær kvillann á ákveðnu tímabili í tilteknum hópi; og loks 3) sem sjúkdómslíkur, þ.e. líkur einstak- 1) Tölvudeild ríkisspítalanna lings á ákveðnum aldri til þess að fá sjúkdóminn fyrir einhvern tiltekinn aldur, ef hann lifir svo lengi. Mismunandi aðferðum er beitt við rann- sóknir á tíðni sjúkdóma eftir því hvers konar tíðni ætlunin er að rannsaka. Tíðni drykkjusýki er mjög erfitt að finna með beinum rannsóknum, vegna þess hverju óljóst drykkjusýkishugtakið er og vegna þess hversu lengi drykkjusjúkir einstakl- ingar geta falið einkenni sín fyrir umhverfinu. Þess vegna hefur iðulega verið stuðst við óbeinar að- ferðir til þess að skoða algengi drykkjusýkinnar, æviferilsrannsóknir til þess að áætla sjúkdómslíkur og könnun á fjölda þeirra sem leita meðferðar á ári hverju til þess að rannsaka nýgengi. Ábyggilegustu áætlanimar, sem hægt er að fá um tíðnina, eru vafalaust þær sem fengnar eru með æviferilsrann- sóknum, sem framkvæmdar eru af ákveðnum aðilum, sem allir nota sömu skilgreiningar (8, 9, 10). Óbeinar aðferðir, sem byggja á fjölda dauós- falla vegna skorpulifrar og meðalneyslu áfengis á íbúa, hafa sums staðar gefið nokkuð svipaðar nið- urstöður varðandi algengi, en slíkar óbeinar áætl- anir gefa of lágar tölur, þar sem meðalneysla er lág, en drykkjuvenjur þannig, að mikið er drukkið hverju sinni og sóst eftir snöggri vímu. Algengi er hægt að rannsaka beint með spurningalistum eða viðtölum við fólk þar sem spurt er um neyslu- venjur, og ákveðin einkenni, sem gefa til kynna, að viðkomandi einstaklingur sé haldinn drykkjusýki. í slíkum rannsóknum er hægt að skilgreina mis- notkun og drykkjusýki annað hvort með því að viðkomandi einstaklingur hafi tiltekinn fjölda ein- kenna, eða hann hafi tiltekna samsetningu af ein- kennum (11, 12). í einstöku tilvikum er hægt að endurtaka slíkar kannanir með nokkru millibili og áætla nýgengi út frá þeim breytingum, sem finnast milli slíkra kannana (13). Hin hefðbundna aðferð til að skoða nýgengi er að skrá fjölda nýrra sjúklinga, sem leita sér með- ferðar á ákveðnu tímabili. Ef framboð á meðferð er nægjanlegt til að mæta eftirspum og sjúkdómur- inn vel skilgreindur, á slík rannsókn að gefa ný- gengið rétt til kynna, sbr. rannsókn Ólafs Gríms- sonar á delirium tremens á íslandi (14). Sé með-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.