Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 86
84
Ath. Myndir 1 og 2 á bls. 84 og 86 hafa víxlast,
þ.e. aðeins myndirnar sjálfar, en ekki mynda-
textarnir.
NYGENGI/100 000 IBUA AFENGISLITRAR A IBUA
15ARA OG ELDRI 15ARA0G ELDRI
Mynd 1. Breytingar á nýgengi (fyrstu komum í meðferð) eftir
aldri og kyni 1951-1981.
aldurshópum eöa íbúafjöldann á tilteknum svæð-
um á landinu. Nýgengið er þannig reiknað sem
fjöldi nýrra sjúklinga á 100.000 íbúa fimmtán ára
og eldri.
NIÐURSTÖÐUR
Ljóst er þegar af yfirlitstöflunni yfir hópinn, sem
leitað hefur meðferðar, að nýgengið hefur sveiflast
mikið og orðið hæst þegar opnast hafa nýir með-
ferðarmöguleikar, annars vegar á tímabilinu 1953-
1957, og hins vegar eftir 1976. Á töflu II er sýnt
hvernig nýgengið hefur sveiflast á fimm ára tíma-
bilum frá 1951-1980, annars vegar fyrir karla og
hins vegar fyrir konur. Á þessari töflu sést, að
nýgengið nær hámarki á tímabilinu 1976-1980,
bæði hjá körlum og konum, og hefur meira en
tvöfaldast frá næsta fimm ára tímabili á undan. Af
þessari sömu töflu sést einnig, að nýgengið hjá
körlum hefur áður náð hámarki á árabilinu 1956-
1960, en lækkað smám saman fram til 1971-1975.
Hins vegar hefur nýgengið hjá konum nokkuð
staðið í stað frá 1956-1970, en tvöfaldast þá á
árabilinu 1971-1975, og tvöfaldast síðan aftur til
árabilsins 1976-1980. Á sjötta áratugnum er hægt
að líta sérstaklega á fimm ára tímabilið 1953-1957,
en þá hófu starfsemi sína áfengisvarnadeild
Heilsuverndarstöðvarinnar og hjúkrunarstöð Bláa
bandsins. Á því tímabili var nýgengið 391 á ári af
100.000 körlum, eða næstum jafnhátt og á síðasta
fimm ára bilinu, sem sýnt er á töflu II. Sé hins vegar
litið á fjölda nýrra sjúklinga á árabilinu 1978-
TAFLA II
Nýgengi drykkjusýki á ári miðað við 100.000 íbúa 15 ára og eldri.
Heildarfjöidi sem lcitaði meðferðar á hverju tímabili innan sviga.
Tímabil Karlar Konur Samtals
1951-1955
1956-1960
1961-1965
1966-1970
1971-1975
1976-1980
298 ( 762)
330 ( 914)
201 ( 611)
171 ( 574)
158 ( 582)
391 (1570)
16 ( 41)
35 ( 96)
29 ( 88)
33 (108)
65 (237)
153 (612)
156 ( 803)
182 (1010)
115 ( 699)
102 ( 682)
112 ( 819)
272 (2182)
1981, hefur hann vaxið það mikið, að gera má ráð
fyrir að nýgengið sé enn á uppleið. Fyrir utan
sveiflurnar í nýgenginu, sem koma fram á töflunni,
er mjög áberandi breytingin sem verður á hlut
kvenna, en nýgengið meðal þeirra hefur nífaldast á
þessum 30 árum. Einnig hefur hlutfallið á milli
nýgengis meðal karla og kvenna breyst mjög veru-
lega, frá því að vera um ein kona á móti hverjum
nítján körlum upp í að vera ein kona á móti þremur
körlum.
Á mynd 1 sést hvernig nýgengið breytist með
hækkandi aldri og framboði meðferðar á rann-
sóknartímabilinu. Nýgengið hækkar ört með
hækkandi aldri fram yfir þrítugt á fýrstu tveim
fimm ára bilunum, og lækkar síðan nærri því jafn-
ört eftir 30-34 ára aldur á fyrri hluta sjötta áratug-
arins og eftir 40-44 ára aldur á seinni hluta þessa
áratugar. Á fyrri hluta þess áratugar var áherslan á
göngudeildarþjónustu og Antabus meðferð, en á
seinni hluta áratugarins á innlagnir og meðferð
eftir hugmyndafræði AA-samtakanna. Á sjöunda
áratugnum og fyrri hluta þess áttunda, þegar með •
ferðin er meira með hefðbundnu geðlækningasniði
og hlutfallslega margir byrja meðferð á geðdeild,
nálgast nýgengið hámark á milli tvítugs og þrítugs,
en lækkar ekki verulega fyrr en um og undir
fimmtugt. Á seinni helming áttunda áratugarins
leggja geðdeildir vaxandi áherslu á göngudeildar-
meðferð og stuttar innlagnir með hópmeðferð og
fræðslu, jafnframt því sem sjúkrastöðvar SÁÁ taka
til starfa, en þar er lögð áhersla á innlagnir á sjúkra-
stöðvar, fræðslu og hugmyndir AA-samtakanna.
Á þessu tímabili hækkar nýgengið ört fram til 35-
39 ára og lækkar síðan jafnt fram til sjötugs. Hjá
konum hækkar nýgengið heldur hægar og nær há-
marki milli 40-44 ára aldurs á áttunda áratugnum.
Á töflu III má sjá, að meðalaldur þeirra, sem
TAFLA III
Meðalaldur þeirra, sem leituðu meðferðar vegna drykkjusýki í
fyrsta sinn á árunum 1951-1981 eftir kyni og hvenær sjúkling-
arnir komu.
Meðalaldur
Tímabil Karlar Konur
1951-1955 35,8 36,6
1956-1960 37,1 40,9
1961-1965 37,5 39,4
1966-1970 37,6 40,3
1971-1975 39,0 42,1
1976-1980 37,0 38,3
1981 36,4 37,5
1951-1981 37,2 39,4