Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 63
61
Hins vegar virðist ein helsta úrlausnin vera að fjar-
lægja unglinginn úr umhverfinu, en tæplega fjórð-
ungi (22,4%) hafði verið komið í sveitardvöl.
Ýmsar aðrar stofnanir (endurhæfingarstofnun,
heilsuhæli) höfðu líka verið notaðar í svipuðum
tilgangi.
Ef við lítum á þann hluta hópsins, sem var lagður
inn á sjúkrahús eða dvaldi á unglingaheimilum,
dvaldi 50% skemur en 2 mánuði. Tæplega fjórð-
ungur dvaldi 3-5 mánuði og rúmlega fjórðungur
meira en 6 mánuði. Alls voru 40 unglingar lagðir
inn á geðdeildir á þessum tveimur árum.
Ef við víkjum aftur að þeim vanrækta hópi, sem
enga meðferð hefur fengið, og skoðum hann í
tengslum við það umhverfi, sem unglingurinn elst
upp í, kemur í ljós að minnst er aðhafst, ef ungling-
urinn er alinn upp á heimili þar sem ekki er um
önnur skráð vandamál að ræða. Petta má sjá á töflu
VII. Ef um þau er að ræða, aukast líkur á því að
unglingurinn verði fjarlægður og sendur í sveit eða
á stofnun. Sú meðferð, sem þessi unglingahópur
hefur fengið, er því greinilega mótuð af þeirri af-
stöðu að losna við unglinginn. Ef ekki er hægt að
koma honum á dvalarstofnanir, virðist dvöl á
heimili í fjarlægri sveit vera notuð sem úrræði.
Munurinn á aðstoð eftir því umhverfi, sem ung-
Iingurinn kemur úr, er marktækur.
UMRÆÐA
Eins og komið hefur fram voru helstu einkenni
unglinganna í rannsóknarhópnum kvíði, þung-
lyndi, skóla- og hegðunarvandamál, afbrot og
áfengisneysla. Þessi atriði gefa til kynna að um
dæmigerð unglingavandamál sé að ræða. Það sem
mælir gegn þeirri röksemd er, að stór hluti hópsins
hefur átt við langvarandi vandamál að etja. Borið
saman við niðurstöður úr könnun Sigurjóns
Björnssonar á börnum í Reykjavík er rannsóknar-
hópurinn frábrugðinn að því leyti, að hann hefur
miklu sjaldnar alist upp hjá kynforeldrum en
almennt gerist (1,2).
Þá hefur meira en helmingur unglinganna verið
alinn upp við afbrigðileg uppeldisskilyrði. Algeng-
asta vandamál foreldranna var áfengismisnotkun.
Til samanburðar má geta þess, að í könnun á
ungum áfengismisnotendum kom í ljós, að fleiri í
þeim hópi en í samanburðarhópi áttu feður, sem
misnotuðu áfengi (3). í sömu rannsókn kom það
einnig fram, að fleiri úr þeim hópi sem misnotaði
áfengi voru úr rofnum fjölskyldum en í saman-
burðarhópnum. Þeir unglingar, sem hér hefur
verið fjallað um, hafa því margir hverjir kynnst
foreldravandamálum og fæðst inn í umhverfi þar
TAFLA VI
IMeðferð
Fjöldi Hlutfall
Engin meðferð 34 27,2
Meðferð án innlagnar 17 13,6
Sveitadvöl, heimavistarskóli 28 22,4
Geðdeildir, innlagnir 41 32,8
Upptökuheimili, skólaheimili 20 16,0
Aðrar stofnanir 8 6,4
Annað TAFLA VII 4 3,2
Meðferð og uppeldisaðstæður
Eðlilegt Afbrigðilegt
umhverfi umhverfi Alls
Hlutfall Hlutfall Hlutfall
Engin meðferð 45,9 20,3 27,2
Meðferð í eigin umhverfi 13,5 13,0 13,6
Fjarlægður 40,5 66,7 59,2
Heildarfjöldi 37 69 106
Vantar upplýsingar 19
X2 = 8,3235 df = 2 p < .02
sem vandamál voru fyrir. Það hefði því verið hægt
að ná til þessa hóps í gegnum þá aðila í þjóðfélag-
inu sem væntanlega hafa aðstoðað foreldrana.
Unglingarnir hefðu í sumum tilvikum ekki þurft
neina sérstaka aðstoð sem slíkir, heldur sem hluti
af fjölskyldu. Þessum hópi hefði því mátt hjálpa
með raunhæfri aðstoð við foreldra, en þó án þess
að unglingurinn í fjölskyldunni gleymdist.
Sá hópur, sem hér hefur verið greint frá, er
trúlega í hópi þeirra unglinga, sem flest vandamál
og alvarlegust höfðu. Þetta er fámennur hópur og í
honum eru fleiri piltar en stúlkur. Af hverjum
1000 piltum á aldrinum 13-19 ára eru það 2,4 og
1,6 stúlka af hverjum 1000 á sama aldri sem árlega
þurfa á mikilli aðstoð að halda vegna geðrænna
vandamála. Þennan mun á piltum og stúlkum má
að einhverju leyti rekja til þess, að vandamál pilt-
anna voru oftar hömluleysi og umhverfiserfið-
leikar, en stúlkumar voru fleiri í hópi þeirra, sem
þjáðust af kvíða og þunglyndi. Það er því sennilegt,
að oftar sé kvartað undan vandamálum piltanna en
stúlknanna, þar sem þeir skapa meiri truflanir í
umhverfinu. Vandi stúlknanna á þessu sama
aldursskeiði kann að vera jafn mikill, en ekki jafn
sýnilegur. Slíkt verður ekki kannað nema með
faraldsfræðilegum rannsóknum á unglingum.
Þær niðurstöður úr forkönnun á unglingum með