Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 65
63 Sigurjón Björnsson FORSPÁRGILDI GEÐHEILSUMATS HJÁ BÖRNUM OG UNGMENNUM UM GEÐHEILSU Á FULLORÐINSALDRI INNGANGUR Á árunum 1965-1966 var geðheilsa 1100 barna og unglinga í Reykjavík á aldrinum 5-15 ára metin. Eftirathugun er nú í gangi á þessu úrtaki eftir að einstaklingar hafa náð 24 ára aldri. Verður hér skýrt frá nokkrum niðurstöðum á samanburði frumathugunar og eftirathugunar varðandi geð- heilsu og nokkrar fylgibreytur. Athugun á forspárgildi geðheilsumats hjá börnum fyrir geðheilsu á fullorðinsaldri hefur ekki verið gerð áður hér á landi. Hins vegar er allmargar erlendar rannsóknir að finna, sem um það fjalla. Verður síðar að fáeinum þeirra vikið þar sem til- efni gefst til samanburðar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Frumathugun hefur áður verið lýst á prenti (2,3) og verður því látið nægja að skýra hér frá því, sem einkum varðar viðfangsefni þessarar greinar. Hið upphaflega úrtak var 550 drengir og 550 telpur á aldrinum 5-15 ára, 50 einstaklingar af hvoru kyni í árgangi. Var úrtakið þannig dregið að það teldist gefa rétta mynd af börnum í Reykjavík á þessum aldri. Bömin vom fædd á árabilinu 1950- 1960. Öll börnin voru greindarprófuð, lagt var fyrir þau Rorschachpróf og lagt mat á atferli þeirra. Þá var haft ítarlegt viðtal við foreldra barnanna (einkum mæður) og fengust úr því viðtali miklar upplýsingar um þroskaferil bamsins, félagslegar og uppeldislegar aðstæður þess og geðrænt ástand. Við mat á geðheilsu voru notaðir fimm óháðir matskvarðar. Sá matskvarði sem virst hefur gefa eðlilegastar niðurstöður var unninn upp úr viðtali við mæðurnar og var hann þannig gerður: Viðmælandinn hafði til hliðsjónar lista með u.þ.b. 50 tegundum einkenna um geðræna van- heilsu. Náði þessi skrá yfir allan þorra atferlis- truflana, einkenna um taugaveiklun, geðveiki og „psykosómatíska“ sjúkdóma. Var móðirin beðin að segja til um öll þau einkenni sálrænna truflana, sem barnið hafði eða hafði verið haldið. Framan- 1) Háskóli íslands, Félagsvísindadeild. greind skrá var e.k. minnisblað. Skráð var hvenær einkennið gerði fyrst vart við sig og hvenær það hvarf, ef það var horfið, þegar viðtalið fór fram. Viðmælandi lagði mat á sjúkleikastig hvers ein- kennis með því að viðhafa þrískipta flokkun (alvarleg-miðlungs-væg). Þegar allar skýrslur um viðtölin lágu fyrir, var skipt í þrjá hópa mismun- andi geðheilsu og var þá tekið tillit til sex atriða: a) fjölda einkenna hjá sama bami, b) tegund ein- kenna, c) sjúkleikastigs einkenna, d) varanleika einkenna, þ.e. hversu lengi þau höfðu varað og hvort þau voru horfin, e) hvemig einkenni röðuð- ust saman hjá sama barni (constellations of symptoms), f) aldur barnsins. Hinir þrír flokkar geðheilsumats, þ.e. hin endan- legu stig breytunnar, urðu svo þessi: 1) Góð geðheilsa. Barnið er talið vera í góðu sálrænu jafnvægi. 2) Miðlungi góð geðheilsa. Nokkur merki um minni háttar vandkvæði, en ekki meiri en svo, að þau eiga ekki að þurfa að há barninu. 3) Slæm geðheilsa. Barnið þarfnast sér- fræðilegrar aðstoðar. Eftir að frumathugun lauk hefur einkunnum allra barnanna frá tveimur skólastigum (barna- og unglingaprófi) verið safnað. Þá hefur og sakaskrá hópsins alls verið könnuð eftir að einstaklingar náðu 19 ára aldri. Liggja fyrir niðurstöður um Iögbrotatíðni. Eftirathugun hófst árið 1977. Var þá byrjað á viðtölum við þá sem náð höfðu 24 ára aldri og lögð fyrir þá tvö persónuleikapróf. Hefur nú verið rætt við 292 einstaklinga, 136 karla og 156 konur úr sex elstu árgöngunum. Gert er ráð fyrir að eftir- athugun ljúki eftir 3-4 ár. Enda þótt hlutfallstala þeirra sem nú hefur verið rætt við sé ekki hærri en 46,6%, og því ekki um rétt úrtak að ræða, má gera sér vonir um að heimtur verði að lokum góðar, ef dæma má af því að viðtöl hafa þegar verið höfð við 76% af elsta árganginum. í eftirathugunarviðtali hefur margháttaðra upp- Iýsinga verið aflað, s.s. um starf, menntun, hjú- skaparstöðu o.fl. Megináhersla hefur þó verið lögð á að meta geðheilsu eftir upplýsingum um aðlögun, starfsferil, lýsingu viðkomandi á líðan sinni, svo og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.