Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 50
48
Eiríkur öm Arnarson
BIOFEEDBACK MEÐFERÐ Á KVÍÐA
ÚTDRÁTTUR
Biofeedback frá vöðvariti (EMG) frontalis
hefur mikið verið notað víða um heim til að fram-
kalla og kenna slökun. Þær raddir hafa þó heyrst að
slík þjálfun alhæfist ekki til annarra þverrákóttra
vöðva eða þeirrar starfsemi sem lýtur stjórnun
sjálfvirkra taugakerfisins (autonomic nervous
system).
Tilgangur þeirrar rannsóknar, sem hér verður
rakin, var að kanna hvort biofeedback frá frontalis
alhæfist til annarrar líkamsstarfsemi og bera saman
áhrif analogue heyrnar-biofeedbacks á vöðva-
virkni frontalis (EMG-hópur), biofeedback frá
hitastigi fingurgóma (hitahópur) og óháð
heyrnar-feedback (samanburðarhópur)11 á lífeðl-
islegar (physiological) spennumælingar á hópi
fólks sem greint hafði verið með kvíðanevrósu
(anxiety neurosis).
Þrjátíu manns, 15 konum og 15 körlum á aldrin-
um 20-58 ára, sem fullnægðu inntökuskilyrðum
var skipt af handahófi í þrjá hópa og tóku þátt í átta
30 mínútna meðferðarlotum (ein til aðlögunar og
sjö til þjálfunar). Fylgst var með eftirtöldum lífeðl-
islegum breytum (variables); vöðvavirkni í frontal-
is, buccinator og flexorum framhandleggs, hjart-
slætti, andardrætti og hitastigi fingra. Gögnin voru
rannsökuð með margliða dreifigreiningu með
endurteknum mælingum (ANOVA with repeated
measures) og Interrupted Time Series Analysis
with multiple interrupts.
í ljós kom alhæfing hjá EMG-hópnum til
buccinator, en ekki til flexora framhandleggs, og
einnig átti sér stað alhæfing til hjartsláttar, andar-
dráttar og hitastigs fingra. Samanburðarhópur
sýndi engin slík áhrif þjálfunar og í ljós kom að
hitahópurinn sýndi í meðallagi miklar breytingar.
INNGANGUR
EMG-biofeedback frá frontalis hefur mikið verið
notað til þess að þjálfa þá, sem spenntir eru, í því að
slaka á (1). Ýmsir hafa hins vegar látið í ljós efa-
1) Non-contingent auditory feedback. — Greinin er byggö á doktorsritgerð
höfundar. Höfundur var styrkþegi British Council hluta þess tíma sem rann-
sóknin stóö yfir.
semdir um að þessi þjálfun alhæfist til annarra
vöðva eða sjálfvirkra breyta (2).
Niðurstöður rannsókna Alexanders (3) og
Shedivy og Kleinman (4) bentu ekki til alhæfingar
til annarra vöðva. Alexander, White og Wallace
(5) komust aftur að sömu niðurstöðu og sýndu
einnig fram á að alhæfing breiddist ekki út til sjálf-
virkra breyta. Þess ber þó að gæta að rannsóknir
þessar voru framkvæmdar á háskólanemum og
aðferðafræðilega má margt að þeim finna, s.s.
stuttar og sundurslitnar þjálfunarlotur (training
sessions). Auk þess var tækjakostur ófullnægjandi.
Aðrar rannsóknir hafa leitt til svipaðra niður-
staðna (6, 7, 8, 9). í þeim rannsóknum fundust
engin merki um alhæfingu, en svipaða annmarka
má finna á þessum rannsóknum og hinum fýrri, s.s.
venjulegt fólk og stuttar sundurslitnar þjálfunar-
lotur. Ólíklegt er að slíkar aðstæður stuðli að slök-
un.
í öðrum rannsóknum (10, 11, 12, 13, 14) tóku
þátt einstakiingar, sem áttu ekki við geðræn vand-
kvæði að stríða, og niðurstöður þessara rannsókna
renna stoðum undir alhæfingu. Við rannsókn á
börnum með cerebral palsy fannst að samfara
EMG-biofeedbacki frá frontalis vöðvum dró
marktækt úr vöðvavirkni í framhandleggsvöðvum
(15). Rannsókn á fólki með svefntruflanir bentu til
alhæfingar frá frontalis til masseter vöðva, en ekki
til stemomastoid og extensor vöðva í framhand-
leggjum (16, 17). í rannsókn Davis (18) var sýnt
fram á að samfara EMG-feedbacki frá ennisvöðv-
um minnkaði marktækt vöðvavirkni í masseter og
extensorum famhandleggja, en svipaðar niður-
stöður fengust einnig þegar ekkert feedback var
gefið. Hér þarf að leggja á það áherslu að meðal
þeirra, sem ekki eiga við geðræn vandamál að
stríða, eru litlir möguleikar á að draga úr vöðva-
spennu því upphafsspennan er lág. Auðveldara
kann að vera að sýna fram á alhæfingu meðal
þeirra sem hafa hlotið geðsjúkdómsgreiningu. Af
þeim rannsóknum, sem að framan hafa verið
taldar, hafa aðeins tvær verið framkvæmdar á klín-
ískum hópum (15, 16). Báðar rannsóknanna