Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 77
75 Gylfi Ásmundsson, Tómas Helgason SAMANBURÐUR Á PERSÓNULEIKA OG STREITUÞÁTTUM í STARFI TOGARA- SJÓMANNA OG VERKSMIÐJUSTARFSMANNA Úthafsveiðar eru með erfiðustu störfum og reyna mjög á andlegt og líkamlegt þrek þeirra, sem slíkt starf stunda. Því fylgja einnig langvinnar fjar- vistir frá heimili og fjölskyldulíf sjómanna verður með öðrum hætti en almennt gerist. Heilbrigði sjómanna og sjómannafjölskyldna er þýðingarmikil, bæði vegna einstaklinganna og þjóðarbúsins. Störf þeirra og Iífskjör hafa í för með sér ýmis vandamál og hættur. Ef sjómenn eiga að njóta sömu heilbrigðisþjónustu og aðrar stéttir, er nauðsynlegt að bæta aðstöðu þeirra og þjónustu við þá á ýmsan hátt. Til þess að svo megi verða er þörf á ýmsum rannsóknum á aðstæðum þeirra, bæði að því er varðar heilbrigði og félagslegar að- stæður, auk hinna efnahagslegu. Kanna þarf hvað spillir heilbrigði þeirra og styttir starfsævi og reyna að bæta úr. Einnig þarf að kanna vanda, sem sjó- mannsstarfið hefur í för með sér fyrir fjölskylduna. Ef takast mætti að finna tiltekna þætti í starfi eða starfsaðstöðu sjómanna á fiskiskipaflotanum, sem hafa óæskileg áhrif á heilsufar þeirra eða fjöl- skyldulíf og bæta mætti úr, gæti það orðið til að draga úr örum mannaskiptum á fiskiskipaflot- anum og til þess að gera sjómönnum kleift að stunda fiskveiðar lengur. Verði ekki úr bætt, er hins vegar nauðsynlegt að taka tillit til þessara atriða í sambandi við mótun á fullorðinsfræðslu sjómanna til undirbúnings því, að þeir geti tekið að sér önnur störf, ef þeir þurfa eða óska eftir að hætta sjómennsku. í manntalsskýrslum (1) kemur fram, að sjómenn eru hlutfallslega miklu yngri en aðrir þátttakendur í atvinnulífinu. Einnig er upplýst frá sumum út- gerðarfyrirtækjum, að þar eru mjög tíð manna- skipti, einkum á meðal háseta. Munurinn á aldurs- dreifingu meðal sjómanna og annarra starfandi manna gefur kannski til kynna hið mikla álag, sem sjómenn verða að þola. Yfir 60% sjómanna, sem fiskveiðar stunda, eru undir 35 ára aldri, en aðeins 40% af heildarmannaflanum er undir þeim aldri. Á hinn bóginn eru aðeins 5% sjómanna yfir 55 ára aldri á móti 19% heildarmannaflans. Þetta bendir til þess, að sjómannsstarf geri kröfur til þess, að menn séu ungir og hraustir og að þeir, sem eru farnir að reskjast og eru kannski ekki eins heilsu- hraustir, geti ekki unnið til sjós. Heilsufar sjómanna, sérstaklega þeirra sem út- hafsveiðar stunda, hefur mjög lítið verið kannað. Þó má minna á rannsókn, sem framkvæmd var í Englandi fyrir tæpum 20 árum og fjallaði um sjúk- dóma og dánartíðni togarasjómanna (2). Niður- staða þeirrar rannsóknar var, að úthafsveiðar væru hættulegasta starf, sem menn gætu valið sér. f þess- ari rannsókn kom fram, að dánartala sjómanna er miklu hærri en annarra og tíðni sumra sjúkdóma er meiri en almennt gerist. Niðurstöður rannsókna sjóslysanefndar (3), sem safnað hefur skýrslum um slysfarir á sjó hér á landi, styðja þessar niðurstöður. Ekki er ólíklegt að gera ráð fyrir, að vinna togara- sjómanna, sem er verulega frábrugðin vinnu annarra sjómanna og raunar landmanna líka, að því Ieyti að togarasjómennimir eru samtímis sæ- farar og verkamenn, stuðli að aukinni slysatíðni og auknu andlegu og líkamlegu álagi. Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar ríkisins frá 1973 (4) urðu u.þ.b. 4,5% af sjómönnum, sem fisk- veiðar stunda, fyrir slysum árlega. Á hinn bóginn voru nærri 20% af öllum vinnuslysum, sem skráð voru hjá Tryggingastofnuninni, slys á sjómönnum, þrátt fýrir að þeir væru ekki nema 8% mannaflans. Nærri 10% sjóslysanna reyndust banaslys. í nýrri skýrslu sjóslysanefndar um slysfarir á síðastliðnu ári (5) kemur enn í ljós, að slys meðal sjómanna eru miklu tíðari en meðal landmanna. Tildrög rannsókna okkar á heilsufari og fjöl- skyldulífi togarasjómanna má rekja til fyrirspurna, sem komu fram í Norðurlandaráði á árunum 1969 og 1974 um nauðsyn á rannsóknum á heilsufari sjómanna (6,7). Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á neilsufari og aðstæðum sjómanna í versl- unarflota hinna Norðurlandanna, en litlar upplýs- ingar hafa verið til um þá, sem verið hafa á togara- flotunum. Þess vegna hófumst við handa í samráði við sjómannasamtökin og Félag ísl. botnvörpu- skipaeigenda um athugun á heilsufari sjómanna og fjölskyldna þeirra. Áður en víðtæk rannsókn var hafin á þessu verk- efni var nauðsynlegt að framkvæma frumathugun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.