Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 88
86
TAFLA VII
Nýgengi á ári eftir búsetu miðað við 100.000 íbúa 15 ára og eldri (tolur í svigum tjöldi einstaklinga. sem leitaði meöferðar).
Tímabil Allt landið Reykjavík/Nágr. Reykjavíkur Reykjanes/Aðrir landshlutar
1951-1955 156( 803) 361 (733) 23 ( 70)
1956-1960 182(1010) 316(816) 66(194)
1961-1965 115( 699) 225(554) 40(145)
1966-1970 102( 682) 189(505) 44(177)
1971-1975 112( 819) ' 166 ( 506) 110(107) 161( 62) 44(129)
1976-1980 272(2182) ' 386(1221) 250(303) 325(146) 156(496)
1) Fimmtán óstaðsettir á tímabilinu. 2) Sextán óstaðsettir á tímabilinu.
Tafla VII sýnir hvernig nýgengið hefur skipst
eftir búsetu á þessu 30 ára tímabili. Nýgengið fyrir
karla og konur samanlagt er 182 fyrir hverja
100.000 íbúa 15 ára og eldri á árunum 1956-1960,
en fellur síðan í 102 á árabilinu 1966-1970, og rís
aftur í 272 á árabilinu 1976-1980. Skiptingin eftir
íandshlutum er mjög ójöfn. Þegar hún er skoðuð,
kemur í ljós, að nýgengið er hæst í Reykjavík og
nágrenni á árabilunum 1951-1955, eða 361 fyrir
hverja 100.000 íbúa 15 ára og eldri, og fellur niður
í 166 í Reykjavík á árabilinu 1971-1975, en rís
aftur upp í 386 á síðasta fimm ára tímabilinu. í
öðrum landshlutum er nýgengið hins vegar lágt þar
til á síðasta fimm ára tímabilinu, að það hækkar
upp í 325 fyrir Reykjanes og 156 fyrir aðra lands-
hluta, en hafði áður verið hæst á árabilinu 1956-
1960, eða 66 miðað við hverja 100.000 íbúa 15 ára
og eldri utan Reykjavíkur og nágrennis. Síðustu
tvö fimm ára tímabilin er hægt að skoða nánar, og
kemur þá í ljós, að nýgengið er hæst í Reykjavík,
þar næst á Reykjanesi, og síðan í nágrannabyggð-
um Reykjavíkur, Seltjarnarnesi, Kópavogi,
Garðabæ og Hafnarfirði, en lægra í öðrum lands-
hlutum.
Mynd 2 sýnir hvernig meðalneyslan á mann
hefur smávaxið fram til ársins 1974, en tiltölulega
lítið úr því. Jafnframt er sýnt hvernig nýgengið
hefur breyst frá ári til árs og hvenær nýir meðferð-
armöguleikar opnuðust. Pað er augljóst, að tengsl-
in milli nýgengis og meðferðarmöguleika eru
miklu meira áberandi heldur en tengslin milli ný-
gengis og heildaráfengisneyslu. Nýgengið rís mjög
bratt frá 1951-1953 þrátt fyrir að áfengisneysla sé
tiltölulega stöðug á þeim árum, en fellur síðan
smám saman fram til 1963. Það breytist síðan lítið
fyrr en 1976, eftir að áfengissjúklingaskor Klepps-
spítalans hefur verið endurskipulögð um leið og
vistheimilið að Vífilsstöðum tók til starfa, en það
hafði verið í hönnun og byggingu frá því á árinu
1972. Verulega eykst þó nýgengið 1978, sem er
fyrsta heila árið sem sjúkrastöð SÁÁ starfar, og
nygengi
konur —
nygengi
nygengi nygengi
Mynd 2. Nýgengi drykkjusýki og áfengismisnotkunar mælt sem
fyrsta koma i meðferð á göngudeild eða dvalardeild. og meðal-
neysla áfengis sem hreins vínanda á mann, 15 ára og eldri, á ári
1951-1981. Áfengisvamadeild Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur hóf göngudeildarmeðterð í árslok 1952, gæsluvistarheim-
ilið í Gunnarsholti tók til starfa 1954, hjúkrunarstöð Bláa bands-
ins 1955, Kleppsspítali tók við rekstri hennar í árslok 1963.
Vistheimili Bláa bandsins i Víðinesi tók til starfa 1959. Meðferð-
ardeildir Kleppsspítala voru endurskipulagðar 1976 og eftirmeð-
ferðardeild á Vifilsstöðum tók til starfa það ár. Sjúkrastöð SÁÁ
tók til starfa 1977 og endurhæfingarheimili þeirra 1978 og 1980.