Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 68
66 hinir fyrri. Þar er fyrst og fremst um aö ræöa sam- band þeirra einkenna sálræns sjúkleika, sem fundust hjá börnunum, við geðheilsu þeirra síðar. Þetta samband er einkum gagnlegt að skoða, vegna þess að það sýnir okkur e.t.v. betur en margt annað, hvers konar einkenni eru líklegust til þess að þróast í varanlega vanheilsu, og þá um leið hvaða einkenni ber helst að hafa í huga og leita lækninga við þegar í bernsku. Um er að ræða níu einkenni, þegar bæði kyn varðar, auk líkamlegra sjúkdóma hjá börnum. Rétt er þó að láta sér nægja að staldra við þau sjö, sem marktæka fylgni sýna við 1% skekkjulíkur. Það eru höfuðverkur, kækir, fælni, samskiptaerfiðleikar, óhlýðni, árásaratferli og námserfiðleikar, en þetta síðastnefnda einkenni fellur auðvitað mjög í sama farveg og einkenni næsta flokks hér á undan. Athyglisvert er að mis- munandi einkenni eru marktæk við 1% skekkju- mörk hjá drengjum og telpum. Hjá drengjum eru það kækir og námserfiðleikar, en hjá telpunum höfuðverkur, samskiptaerfiðleikar og árásaratferli. Eins og áður hefur verið skýrt frá var eftirat- hugun hinna 292 einstaklinga að hluta til fólgin í persónulegu viðtali. Auk þess geðheilsumats, sem á viðtalinu var byggt, voru unnar úr því allmargar breytur, sem e.t.v. geta sýnt hvers konar aðstæðum og ástandi góð/slæm geðheilsa er oftar en hitt sam- fara. Fylgni sex þessara breyta við geðheilsu er sýnd á töflu III. Þar er einnig sýnd fylgni lögbrota skv. sakaskrá við geðheilsu. En upplýsinga um lög- brot var aflað með öðrum hætti eins og áður greinir. Allar þessar breytur fýlgjast marktækt að við geðheilsu, með einni undantekningu þó. Afengismisnotkun hjá konum fylgist ekki að við geðheilsu þeirra. Líklegasta skýringin er, hversu fáar konur í þessum hópi misnota áfengi að eigin sögn. UMRÆÐA Svo virðist sem eftirathugunarhópurinn gefi nokkuð rétta mynd af heildarúrtakinu og því sé leyfilegt að taka mark á niðurstöðum. Tvær megin niðurstöður blasa þar við augum. Hin fyrri er sú, að marktæk samsvörun er með upphafsathugun og eftirathugun hvað geðheilsu varðar og hefur geð- heilsa í bernsku samkvæmt því talsvert forspárgildi um geðheilsu á fullorðinsaldri. Verður þetta að teljast allgóður stuðningur við þá skoðun margra, að mikilvægt sé að ráða bót á geðrænum vanda, þegar einstaklingurinn er í bernsku. Þá er þetta ennfremur stuðningur við það þróunarsálfræðilega sjónarmið, að rætur geðkvilla liggi alloft í bernsku einstaklingsins. TAFLA III Marktækir fylgnistuðlar (feitletrað p *(l.() 1. aðrar tölur p' 0.0? I Fylgni nokkurra breyta úr eftirathugun vid gedheil.su á fullorðinsaldrí. N: 292 (Karlar: 136, konur: 156). Geðheilsa fullorðinna Breytur Karlar Konur Alls Lögbrot .28 .18 .24 Starf -.34 -.23 Menntun -.16 -.34 -.24 Hjúskaparstétt .26 .18 .21 Hjúskaparaðlögun .41 .31 .33 Viðhorf til eigin uppeldis .29 .15 .19 Áfengismisnotkun .27 .20 TAFLA IV Samanburður á „félagslegri aðlögun“ 222 Stokkhólmsdrengja eftir 21 árs aldur við „symptom-belastning“ í bemsku. „Félagsleg aðlögun“ 21 árs „Symptom-belastning'* í bernsku Ej sjálvförsörjande 10.7% Sociala katastroffall och problembarn 25.7% Nágon brist 15.4% Máttliga symptom Látta symptom 30.4% 22.0% Sjálvförsörjande 73.8% Symptomfria 22.0% Önnur niðurstaða er sú, að geðheilsa breytist miklu oftar til hins betra frá bemsku til fullorðins- ára fremur en hið gagnstæða. Er það vissulega mjög svo ánægjuleg niðurstaða. Skoðun á töflu 1 og þeim upplýsingum, sem henni fylgja, sýnir enn- fremur að mjög er það sjaldgæft, að þeir sem hafa haft góða geðheilsu sem börn hrapi langt niður sem fullorðnir, en hins vegar er næsta algengt, að böm- um með slæma geðheilsu batni til muna, er þau fullorðnast. Eðlilegt er að skilja þetta svo, að hafi uppeldi barns tekist farsællega og góður grunnur verið lagður að persónuþroska og geðrænu jafn- vægi, þurfi einstaklingur að verða fyrir verulegum áföllum á unglingsárum og fyrstu árunum þar á eftir til þess að geðheilsa hans raskist til muna. Sá ávinningur sem honum hefur hlotnast í bemsku verður ekki auðveldlega frá honum tekinn. Og á hinn bóginn má einnig segja, að enda þótt geð- heilsa kunni að vera slæm í bemsku er síður en svo fólginn í því endanlegur dómur. Þær aðstæður, sem barnið lifir við síðar, ráða miklu um það, hvort vandkvæðin verða varanleg eða ekki. Þetta styður sjónarmið þeirra, sem leggja áherslu á hversu mikilvægt er að gefa gaum að aðstæðum barna á unglingsárum, því að þá standi yfir lokaátakið um mótun persónuleika. Af niðurstöðum að dæma virðist mega ætla, að möguleikar unglinga hér á landi til að öðlast góðan þroska, séu að öllum líkindum betri en oft hefur verið látið í veðri vaka. Enda þótt allmargar rannsóknir hafi verið gerðar erlendis, sem taka til eftirathugunar á geð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.