Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 25
23
stefnt að aflétti einkennanna og bættri líðan sjúkl-
ingsins. Hins vegar er auðvelt að skoða þetta
mynstur að verki í dáleiðslu, þar sem innleiðslan í
transinn byggist að miklu leyti á þversögnum, mót-
staða sjúklingsins er nýtt í hans eigin þágu og hægt
er að framkalla terapeutiska breytingu á nokkrum
mínútum. Allar geðlækningaraðferðir hafa í raun-
inni dáleiðsluna að fyrirmynd um samskipti lækn-
anda og sjúklings (8).
Porgeröur hefur meðferð sína með því að
gangast inn á þau einkenni Egils að svelta sig til
bana og gefur þar með í skyn að hún ætli að láta
hann halda þeim einkennum áfram (paradox).
Hún gengur meira að segja sjálf inn í einkenni hans
og segist ætla að fara sömu leið og hann. Við þessa
yfirlýsingu verður Agli svo hverft, að hann sprettir
frá lokunni svo að Þorgerður kemst upp í hvílu-
gólfið og leggst þar í aðra rekkju við hliðina. Með
þessari athöfn kemst hún í beint og náið samband
við hann og þar með er ísinn brotinn til frekari
aðgerða. Því næst beitir hún Egil brögðum svo að
hann megi nærast, en næring er vitaskuld fyrsta
skilyrðið til að koma sveltandi sjúklingi úr bráðri
lífshættu. í bragði Þorgerðar felst jafnframt út-
smogin terapeutisk erting því að bragðið reitir Egil
til reiði, hann „beit skarð úr horninu allt er tennur
tóku“ og kastaði síðan. En slík reiðiviðbrögð eru
jafnan fyrstu merki um breytingu til batnaðar hjá
þunglyndissjúklingum (9).
Þegar Þorgerður hefur bjargað Agli úr bráðri
lífshættu og fengið hann til að bregðast við til-
finningalega, leggur hún fyrir hann raun með
því að hvetja hann til að yrkja kvæði og notfærir sér
þar með óbeint þá mótstöðu sem felst í athafnaleysi
hans og einangrun. Samtímis lætur hún hann halda
einkennum sínum með því að gefa í skyn að á eftir
muni þau bæði deyja „ef okkur sýnist" og býðst til
að rista kvæðið jafnóðum á keflið til að halda
honum þar með örugglega við efnið.
Egill maldar fyrst í móinn og ber við getuleysi að
hætti þunglyndissjúklinga, en þegar Þorgerður
skírskotar til siðferðisskyldu hans gagnvart
Böðvari, þá lætur hann til leiðast að „freista þess“
og yrkir þá Sonatorrek.
Sonatorrek er talið eitt merkilegasta kvæði í
bókmenntum norrænna þjóða á miðöldum, því að
þar er í fyrsta skipti gert að yrkisefni persónulegt
tilfinningalíf höfundarins sjálfs (6). Kvæðið er ein-
ungis varðveitt í pappírshandriti frá 17. öld og
samkvæmt sagnfestukenningunni íslensku á það
að hafa gengið í munnmælum í 300 ár áður en það
var upphaflega fært í letur á öndverðri 13. öld,
þegar Egils saga var sett á bók. „Lætur þó að líkum
að margt hafi brenglast, er kvæðið geymdist fyrst í
manna minni um þriggja alda skeið og síðan selflutt
í uppskriftum í fjórar aldir“ (10). Kvæðið er
samansett af 25 vísum, ortum undir kviðuhætti, og
lætur nærri að önnur hver þeirra hafi afbakast svo
mjög í meðförum að torvelt er að ráða í merkingu
heilla vísuorða, einkanlega heita og kenninga.
Fræðimenn hafa að vísu reynt að lagfæra textann,
hver eftir sinni hugkvæmni, en slíkur samsetningur
hlýtur að orka tvímælis, þar sem upprunalegi text-
inn verður auðvitað aldrei leiðréttur með tilgátum.
Þegar á hinn bóginn öllum torskildum orðum og
kenningum er sleppt og einungis látin standa þau
vísuorð sem nútímamenn fá skilið án frekari útlist-
ana, þá skilar kvæðið merkingu sinni engu að síður,
a.m.k. í stórum dráttum.
Kvæðið þjónar framar öllu sálfræðilegum til-
gangi og túlkar geðástand Egils á þeirri stundu sem
hann yrkir það í lokrekkjunni á Borg. En þar að
auki birtist í kvæðinu framvinda þeirra sálrænu
ferla sem einkenna sérhvert þunglyndiskast frá
upphafi til enda. Atburðarásin gerist að vísu á
skömmum tíma, samkvæmt kröfum skáldverksins,
og fer að því leyti í bága við sjálfan raunveruleik-
ann. Kvæði á borð við Sonatorrek verða heldur
ekki ort í einni svipan, allra síst undir fargi þung-
lyndis. En háttur tjáningarinnar og gangur ein-
kennanna samræmist hinni klinisku mynd þung-
lyndishviðunnar.
„Mjög erum tregt tungu at hræra“
Þessi upphafsorð kvæðisins lýsa í bókstaflegum
skilningi fargi þunglyndisástandsins og hinni lam-
andi tregðu í tali og hugsun, andlegri og líkam-
legri. Tregðunni er tileinkuð enn þyngri áhersla í
áframhaldinu þegar Egill endurtekur í tveim fyrstu
vísunum sömu hugsunina fimm sinnum með til-
breytingu í orðavali (11). Eftir að losnað hefur um
erfiðustu tregðuna tekur hann að rekja raunir sínar
(4. vísa) og festist þá þegar í þráhugsun um enda-
lok ættar sinnar, enda virðist togstreitan í sam-
bandi við þá tilhugsun eiga hvað mestan þátt í
sjúkleika Egils. í þessu samhengi leitar hugur Egils
til fortíðarinnar og dvelst við fráfall föður síns og
móður (5. vísa), en sú endurminning gerir sonar-
missinn enn sárari, því að skarðið í frændgarðinn
stendur þá „ófullt ok opit“ (6. vísa). Sárindin
magnast upp í kveinstafi um harðneskju Ránar og
eigið umkomuleysi (7. vísa), og þegar gremjan
hefir kraumað um stund sýður loks upp úr og
reiðin brýst út í allri sinni kynngi. Egill hefir í