Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 79

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 79
77 og við rannsóknir á stórum hópum fólks. Auk þess að segja til um ákveðin sjúkdómseinkenni, bendir ákveðinn fjöldi svara í vissum hlutum listans til þess, að viðkomandi einstaklingur eigi við tauga- veiklun að stríða. Persónuleikapróf Cattells (12), Sixteen Person- ality Factors (16PF), var notað sem annar mæli- kvarði á geðrænt ástand þátttakendanna. Notuð var C-gerð prófsins, íslensk gerð (13), en í henni eru 105 spurningar og gefnir 3 svarkostir við hverri. Prófið metur 16 þætti, sem eiga að mæla varanleg einkenni á persónuleika auk einkenna um andlegt álag og geðrænt jafnvægi, sem hafa áhrif á starfhæfni einstaklingsins til lengri tíma. Streituspurningarnar svonefndu voru 64 sam- bærilegar fyrir báða hópana, sumar þó lítillega mis- munandi orðaðar eftir því hvort þær áttu við sjó- menn eða landmenn. Auk þess voru á lista sjó- mannanna tvær spurningar, sem ekki vörðuðu landmenn. í vali á spurningum var reynt að taka mið af vinnuaðstæðum beggja hópanna, þótt ekki fari hjá því, að aðstæðum tilraunahópsins, sjó- mannanna, sé meiri gaumur gefinn. Spurningarnar fjalla annars vegar um starfið sjálft og viðhorf til þess, en hins vegar um ýmsa þá þætti í einkalífi, fjölskyldumálum og félagsmálum, sem ætla má að starfið hafi áhrif á. TAFLA I Meðalaldur togaramanna og verksmiðjustarfsmanna, annars vegar áhafnar eins togara í forathugun (27 menn) og starfsmanna einnar verksmiðju (140 menn), og hins vegar hópanna, sem rannsóknin tók til Togari ár Verksmiðja ár Forathugun 32,2 48,3 Rannsókn 33,8 34,1 TAFLA 11 Skipting í yfirmenn og undirmenn (%) Togari Verksmiðja Yfirmenn 32 31 Undirmenn 68 69 Samtals 100 100 Fjöldi 116 81 TAFLA III Fjöldi þeirra sem svöruðu spurningalistum. Sjómenn Landmenn Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall CMI 115 99 81 100 16PF 87 75 75 93 Streitusp. 92 79 68 84 Fjöldi alls 116 100 81 100 Við athugun á svörum við streituspurningunum er einkum tvennt áhugavert. Annars vegar sú lýs- ing, sem þar kemur fram á vinnuaðstæðum og áhrifum þeirra hjá hvorum hópi um sig, en hins vegar hvaða spurningar tengjast á einhvern hátt vanlíðan eða streitu þeirra, sem svara. Hvað fyrra atriðið varðar eru skoðaðar þær spurningar, sem meira en helmingur annars hvors hópsins svarar játandi, eins og fram kemur í fyrri hluta í töflum 5 og 6. Tengsl vinnuaðstæðna við mælikvarðana á vanlíðan eða streitu eru ákveðin með því að finna meðaltöl fyrir þátt C í 16PF-prófinu eða meðal- fjölda já-a við CMI fyrir annars vegar þá, sem svara streituspurningunni játandi, og hins vegar fyrir þá, sem svara henni neitandi eða láta henni ósvarað. Hvort mismunurinn milli meðaltalnanna er töl- fræðilega marktækur er síðan prófað með Student's t-test og er miðað við 5% marktækni- mörk. Gefið er til kynna hvaða spurningar tengjast öðrum hvorum eða báðum streitumælikvörð- unum, bæði spurningar úr hópi þeirra, sem meiri hluti þátttakenda í hvorum hópi svarar játandi og eins nokkrar spurningar, sem færri svara játandi og tengjast því streitu fyrir minnihluta mannanna. NIÐURSTÖÐCR Munurinn á persónuleika sjómanna og land- manna, eins og hann mælist með 16PF-prófinu, reyndist ekki ýkja mikill. Marktækur munur var aðeins á tveimur þáttum. Annars vegar mældust sjómenn nokkru spenntari og streitufyllri (Q4) og hins vegar reyndust þeir félagslega næmari og til- litssamari (N). Munur á meðaltölum í báðum þessum þáttum reyndist marktækur við 5% mörkin. Þegar CMI er borið saman við 16PF, má sjá, að niðurstöðurnar fylgjast að (tafla IV). Einkum ber CMI vel saman við þá þætti í 16PF, sem mæla geðrænt ójafnvægi, þætti C, O og Q4. Þannig má ætla að þeir mæli það sama og CMI að einhverju marki. C-þátturinn hefur langsterkust tengsl við CMI (r=-n0.27, P<0,001). Þessi þáttur mælir tillfinningalegt jafnvægi og persónuþroska. Þeir, sem fá lága einkunn í þessum þætti, hafa almennt meiri einkenni um taugveiklun en hinir, sem háa einkunn fá. Það er athyglisvert, að C-þátturinn hefur öllu minni fylgni (r= =0.27) við þann hluta CMI spurningalistans, sem mælir eingöngu geðræn ein- kenni (hluti M-R), þótt sú fylgni sé fyllilega mark- tæk (p<0.001). Sýnir það væntanlega hve líkam- legt ástand er veigamikill þáttur í geðrænu jafn- vægi, enda telja margir að breytingar í líkamsstarf- semi sé eini marktæki mælikvarðinn á streitu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 17. fylgirit (01.12.1983)
https://timarit.is/issue/364862

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. fylgirit (01.12.1983)

Aðgerðir: