Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 97
95
drykkju, hefur fjölgað mjög mikið og sífellt fleiri
þeirra sem leggjast inn, hafa verið í meðferð áður.
Arið 1981 er aðeins einn af hverjum fjórum, sem
innlagðir eru, að koma þangað í fyrsta sinn á
þessum átta árum, hinir hafa verið innlagðir áður.
Tafla V sýnir hvernig þeir einstaklingar, sem
leggjast inn í fyrsta skipti, dreifast eftir stofnunum.
Sú breyting hefur orðið á tímabilinu, að þeir sem
eru að byrja meðferð, fara á stofnanir SÁÁ en ekki
Kleppsspítala eins og í byrjun tímabilsins. Nýjar
stofnanir hafa haft áhrif á hinar sem fyrir voru og
má rekja til þeirra aukningu í fyrstu innlögn.
Samanburður sjúkrastofnana. Hér verður reynt
að bera saman einstakar stofnanir með tilliti til
kyns, aldurs og búsetu þeirra einstaklinga, sem
leita á hverja stofnun fyrir sig. Einstaklingamir eru
taldir í fyrsta sinn sem þeir koma á hverja stofnun
og má sjá fjölda þeirra af töflu VI.
Pegar stofnanir eru bomar saman, eru stofnanir
SÁÁ skoðaðar sem ein heild. Þá eru einstaklingar í
meðferð á Freeport og Hazelden flokkaðir saman.
Allar stofnanirnar hafa haft bæði karla og konur
í meðferð eins og sést á töflu VI. Gunnarsholt er sú
stofnun, sem nær eingöngu hefur haft karla, en á
tímabilinu er hlutfall karla þar 98,5%. Engin
stofnun er nein sérstök kvennastofnun. Hæst er
hlutfall kvenna á Kleppsspítala og á stofnunum
SÁÁ, um 21%. Hlutfallslega færri konur hafa
farið á erlendar stofnanir. Hins vegar eru 15%
vistmanna í Víðinesi konur, en sú stofnun er lang-
dvalarstofnun. Þrátt fyrir það, að konur séu í
miklum minnihluta á öllum stofnunum, er hlutfall
þeirra hærra en búast má við frá fyrri rannsóknum
á áfengissýki (19).
Hér hefur einstaklingunum verið skipt í þrjá
aldurshópa eins og sést á töflu VII. Flesta hinna
yngstu, bæði karla og konur, er að finna á stofnun-
um SÁA. Flestir þeirra sem fóru á Freeport og
Hazelden eru á miðjun aldri. Aldursskipting er
svipuð á Kleppsspítala og í Gunnarsholti. Víðines
hefur elsta fólkið, karla og konur. Meðalaldur
karla er lægstur á stofnunum SÁÁ 38,7 ár og
meðalaldur kvenna er einnig lægstur þar 38,9 ár
(tafla VIII).
TAFLA VIII
Einstaklingar á hverrí stofnun 1974-1981.
Medalaldur
Meðalaldur Fjöldi
kk kvk kk kvk
Kleppsspítali 42,1 41,2 1533 399
Gunnarsholt 40,8 42,0 192 3
Víðines 53,2 49,0 210 37
Freeport/Hazelden 40,5 39,2 464 89
S.Á.Á 38,7 38,9 2027 539
TAFLA VI
Fjöldi og hlutfall einstaklinga, skipting eftir stofnunum og kyni.
kk kvk Fjöldi á hverri stofnun Þar af fyrstu innlagnir
Kleppsspítali 79,3 20,7 1932 1602
Gunnarsholt 98,5 1,5 195
Víðines 85,0 15,0 247 „ 191
Freeport/Hazelden 83,7 16,3 567 275
S.Á.Á. 79,0 21,0 2566 1881
Alls 5507 3949
1556 einstaklingar (28,3%) hafa veriö á fleiri en einni stofnun. 1) Fjórtán einstakiingar komu á báöar
stofnanirnar. Hér eru þeir taldir á þeim báöum, en á öörum töflum aðeins einu sinni.
TAFLA VII
Hlutfall einstaklinga, skipting eftir stofnunum, kyni og aldrí.
Karlar Konur
<29 30-49 50> Fjöldi <29 30-49 50> Fjöldi
Kleppsspítali 17,3 54,4 28,3 1533 19,6 55,7 24,9 399
Gunnarsholt 18,3 54,2 27,6 192 — 100 — 3
Víöines 3,4 34,3 62,4 210 10,8 51,3 37,8 37
Freeport/Hazelden 14,6 66,6 18,8 464 20,3 62,9 16,8 89
S.Á.Á 24,2 55,7 20,2 2027 23,0 58,2 18,8 539