Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 21
19
Jakob Jónasson
AFTUR í ALDIR
Hugleiðingar um lýsingar á geðrænum sjúkleika í miðaldabókmenntum
Á þúsund ára tímabili miðalda, frá um 500
til um 1500 e.Kr., voru öll fræði lækna hneppt í
kenningakerfi Galenosar, sem grundvallaðist á
sambræðslu úr forngrískri heimspeki og vessa-
kenningu Hippókratesar (1). Upphaf hvers konar
sjúkdóma var rakið til röskunar á eðlilegu jafnvægi
höfuðvessanna fjögurra, blóðs, slíms, svarts og guls
galls (1). Geðtruflanir voru einnig felldar inn í þetta
kerfi og yfirleitt heimfærðar undir eitt og sama
heitið — melancholia (melas gr.svartur, chole gr.
gall), þar sem offramleiðsla á svörtu galli var talin
aðalorsökin.
Langlífi hinna galensku fræða í rösk 1400 ár átti
sér rætur í „dómgreindarlausum bókstafsþræl-
dómi“ þessara alda (2), en áhrifa þeirra á
lækningar gætti þó ávallt lítt meðal almennings.
Iðkendur læknislistar takmörkuðust við fámenna
stétt í þjónustu höfðingja og var sá atvinnuvegur þó
engan veginn girnilegur, því að læknendur áttu á
hættu að verða drekkt í poka ef meðferðin mis-
tókst (1). Allmargar lækningabækur voru ritaðar á
þessum öldum, einkanlega eftir stofnun lækna-
skólanna um miðbik tímabilsins, en fróðleikur
þeirra einskorðaðist við forsendur Galenosar og
kom því að litlu haldi. Alþýða manna bjargaði sér
sjálf við hindurvitni sín og skottulækningar eða
leitaði á náðir klaustranna þegar mikið lá við.
Engar öruggar heimildir eru fyrir hendi um við-
horf almennings til geðtruflana á þessu tímabili eða
hugmyndir hans um orsakir og eðli slíkra fyrir-
bæra. Miðaldakirkjan er jafnan bendluð við kenn-
inguna um djöfulæðið, en mikilvægi hennar hefur
að líkindum verið stórum ýkt og afbakað í tímans
rás. Leikmenn hafa þó ekki verið eins skyni
skroppnir í þessum efnum og ætla mætti af hind-
urvitnaskrám og trúarsetningum. Rannsóknir á
frönskum fagurbókmenntum miðalda hafa leitt í
ljós, að hugmyndir höfundanna um geðtruflanir
taka skoðunum læknisfróðra samtíðarmanna fram
um skilning og raunsæi. Wright (3) vitnar í lýsingar
á sturlun í frönskum ljóð- og riddarasögum frá 12.,
13. og 14. öld og getur m.a. sérstaklega sögunnar
um Ivent, einn af riddurum hringborðsins hjá
Artúsi konungi. íventssaga Artúskappa (fr. Ivain)
er ljóðsaga frá síðari hluta 12. aldar og var hún
þýdd á tslensku úr frönsku í Noregi á dögum
Hákonar gamla.
ÍVENTSSAGA
Ivent er að líkindum fyrsta söguhetjan í
frönskum bókmenntum sem slegin er geðtruflun
(3), og eiga þau umbrot sér stað er hann fær þá
orðsendingu frá sinni frú, að hún segi honum upp,
þar eð hann hafi ekki komið heim frá burtreiðum á
umsömdum tíma, heldur látið hana bíða í þrjú
misseri. í íventssögu er atburðarásinni lýst á eftir-
farandi hátt (stytt):
„Herra ívent þagnaði og vissi ekki hverju
hann skyldi svara, því að bæði hvarf honum
orð og viska. Hann angraðist af harmi og
vildi nú þangað fara, sem engi maður þekkti
hann. Hataði hann þá ekki jafnmjög sjálfan
sig, og féll þá á hann svo mikið æði, að hann
vildi hefna á sjálfum sér, því að hann hefir
nú týnt allri sinni huggun. Hann fór þá
einsaman, því að hann vildi ekki huggast
af þeirra orðum. Hann hljóp úr land-
tjaldinu til skógar. Týndi hann þá mjög
svo öllu vitinu og reif af sér klæðin.
Og er hann hafði lengi hlaupið, þá mætti
hann einum sveini, er fór með boga og
örvar fimm. Hann tók af sveininum bogann
og örvarnar og hljóp á skóginn og skaut
sér dýr og át hrátt kjöt þeirra.
Og er hann hafði lengið hlaupið, hitti
hann hús eins heremita. Og er einsetu-
maðurinn sá hann, þá vissi hann, að hann
hafði ekki fullt vit sitt. Hann gaf honum
brauð og vatn, því að hann hræddist
hann og vísaði honum á brott og bað
þess guð, að hann kæmi þar aldrei oftar
Ivent át brauðið, þó að það væri illa
bakað, því að það var blautt og sáðugt.
Aldrei át hann verra brauð. Og þegar
hann var mettur, hljóp hann aftur í
mörkina.