Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 62
60 NIÐURSTÖÐUR í hópnum voru fleiri piltar en stúlkur eins og við mátti búast (1). Piltarnir voru 77 eða 62%, en stúlkurnar 48 eða 38%. Aldursdreifingin er mjög lík hjá báðum hópunum eins og sést á töflu II. Ef við athugum uppeldisaðstæður þessara ung- linga, kemur í ljós, að aðeins 37,6% hafa alist upp hjá báðum kynforeldrum og 24% hafa alist upp hjá hvorugu foreldri (tafla III). Pað eru 55,2% sem hafa alist upp við aðstæður þar sem vandamál hafa verið til staðar, þ.e. geð- rænir sjúkdómar, áfengis- og lyfjamisnotkun, af- brotaferill, veikindi, tíð búsetuskipti, hár aldur foreldra og sambúðarerfiðleikar. Hin erfiðu uppeldisskilyrði stórs hluta hópsins benda til þess, að ekki sé nærri alltaf um gelgju- skeiðsvandamál að ræða. Enda kemur í ljós, að 32,8% hafa alla tíð átt við vandamál að etja. AIIs er kvartað um 346 einkenni hjá þessum 125 einstak- lingum (yfirlit yfir þau má sjá á töflu IV). Þannig eiga flestir í hópnum við margs konar vandamál að stríða. Algengustu kvörtunarefni eru skólavanda- mál, og þar er bæði átt við agavandamál og náms- örðugleika, kvíði og þunglyndi. Hegðunarvanda- mál á heimili, afbrot og áfengisneysla eru líka til staðar hjá meira en fimmtungi hópsins. Órói, líkamleg einkenni og ýmis önnur einkenni eru sjaldgæfari. Ef einkenni hópsins í heild eru skoðuð sést, að þau eru mjög margvísleg og ólík. Á töflu V er yfirlit yfir aðalvandamál unglingsins og kyn. Pau einkenni, sem kvartað er um, eru fyrst og fremst hömluleysi, sem kemur í ljós í árekstrum við umhverfið. Þar er einkum um að ræða náms- og skólavandamál og sambúðarerfiðleika við for- eldra. Um fjórðungur hópsins hefur að baki þátt- töku í afbrotum og álíka stór hópur, sem skarast við afbrotahópinn, er talinn eiga í vandræðum vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu. í þessum hópi eru tæp- lega tveir þriðju piltanna (62,5%) og tæplega helmingur stúlknanna (45,3%). Kvíði og þung- lyndi einkennir annan hóp og þar eru stúlkurnar hlutfallslega helmingi fleiri en piltarnir, eða 32,1%, en aðeins 16,7% piltanna. Nokkrir ung- lingar eru skráðir með ranghugmyndir, Iíkamleg einkenni og seinþroska. í hópnum eru 6 unglingar, sem hafa gert tilraunir til sjálfsvígs. Unglingarnir hafa fengið mismikla meðferð af þeim ástæðum að sumir eru valdir í úrtakið vegna þess að þeir eru í meðferð á stofnun. Fram að þeim tíma er til innlagnar kemur er breytilegt hversu mikla aðstoð utan stofnana unglingarnir hafa fengið. Á töflu VI er að finna yfirlit yfir meðferð hópsins. Það eru 27,2%, sem hafa enga meðferð TAFLA III Uppalendur Fjöldi Hlutfall Báöir kynforeldrar 47 37,6 Annað kynforeldri og stjúpi, stjúpa 8 6,4 Annað kynforeldri 35 28,0 Hvorugt kynforeldra 30 24,0 Vantar upplýsingar 5 4,0 Alls 125 100,0% TAFLA IV Einkenni Fjöldi Hlutfall Skólavandamál 52 41,6 Kvíði, þunglyndi 52 41,6 Hegðunarerfiðleikar heima 38 30,4 Afbrot 33 26,4 Áfengisneysla 26 20,8 Órói 21 16,8 Líkamleg einkenni 17 13,6 Skaperfiðleikar 17 13,6 Hömluleysi 16 12,8 Útivist, flakk 11 8,8 Fíkniefnaneysla 10 8,0 Undarleg hegðun 9 7,2 Ranghugmyndir 6 4,8 Seinþroski 6 4,8 Sjálfsvígstilraunir 6 4,8 Kækir 4 3,2 Annað 22 17,6 Heildarfjöldi einkenna 346 TAFLA V Aðaleinkenni og kyn Piltar Stúlkur Alls Hlutfall Hlutfall Hlutfall Hömluleysi 62,5 45,3 55,2 Kvíði, þunglyndi 16,7 32,1 23,2 Ranghugmyndir 8,3 7,5 8,0 Taugaveiklun með líkam- legum einkennum 8,3 9,4 8,8 Seinþroski 2,8 5,7 4,0 Annað 1,4 — 0,8 Heildarfjöldi 72 53 125 hlotið. Hefur verið skráð að þeir eiga við vandamál að stríða, en engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að leysa eða draga úr þeim. Mjög lítill hluti hóps- ins, 13,6%, hafði fengið meðferð í formi viðtala eða fjölskyldumeðferð utan stofnana. Það þjón- ustuform virðist lítið vera notað fyrir unglinga. Enginn hafði verið í hópmeðferð utan stofnana, henni hefur ekki heldur verið beitt við þennan hóp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 17. fylgirit (01.12.1983)
https://timarit.is/issue/364862

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. fylgirit (01.12.1983)

Aðgerðir: