Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 71
69 mat á starfinu (2,4). Ennfremur var mikil áhersla lögð á að kanna áhrif fjarvista á fjölskyldurnar og fjölskyldulífið. Einmitt hvað þetta varðaði mátti vænta talsverðs munar á hópunum tveimur, tog- aramönnum og Iandmönnum. Reiknað var með, að vinnutími og starfstilhögun togaramanna hefði neikvæð áhrif á fjölskyldulíf og samskipti mannanna og eiginkvennanna. Búist var við, að annað samskiptamynstur tíðkaðist meðal fjölskyldna togaramanna en landmanna. Talið var, að togaramenn væru haldnir meiri streitu (4) en landmenn og vildu fremur skipta um starf. Líklegt þótti, að meðal togaramanna væru atvinnusjúk- dómar tíðir, eða a.m.k. væru þeir með öðrum hætti en tíðkast meðal landmanna. Loks þótti líklegt að afla mætti gagnlegra upplýsinga um til hvaða að- gerða mætti grípa til þess að koma í veg fyrir eða draga úr neikvæðum þáttum sjómennskunnar. Hér verður einkum fjallað um uppruna manna úr báðum hópunum, tengsl við störf ættmenna, starfsval og viðhorf til starfsins. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Rannsóknin hófst með því, að gerð var for- könnun (pilot study) í togara í desember 1975 og í verksmiðju í mars 1976 (1). Á grundvelli þessarar forkönnunar voru gerðar nokkrar breytingar á spurningalistum og fyrirkomulagi efnisbreytingar. Miklu fremur var ýmislegt lagað sem aflaga fór, og breytt uppsetningu og röðun spurninga. Svo óverulegur var munurinn, að þær upplýsingar, sem fram komu í forkönnuninni, hafa verið teknar með í heildarúrvinnslu gagna. Gagnasöfnun hófst svo að nýju í október 1976 og lauk ári síðar, í október 1977. Öll rannsóknin tók því 22 mánuði, en meirihluta gagna var safnað á einu ári. Rannsóknin náði til áhafna 5 stórra togara, og til viðmiðunar var tekinn hópur manna á fjórum vinnustöðum í landi. Áhöfn hvers togara er 24-27 menn. Reynt var að hafa viðmiðunarhópinn eins líkan togaramönnunum og unnt var hvað snerti aldur, menntun, stöðu og ábyrgð. Rætt var við alla í áhöfn togaranna, nema hvað sleppa varð örfáum, sem af mismunandi ástæðum gátu ekki tekið þátt í rannsókninni. Hins vegar var valið úr hópi land- manna, og þá reynt að fá sömu aldursdreifingu og venjulegast var á togurunum. Aðferðin var sú, að rannsakendur fóru um borð í togarana skömmu áður en þeir lögðu frá landi. Var siglt nokkurn spöl á haf út, og þar fór fram athugun á Iíkamlegu, andlegu og félagslegu ástandi mannanna. Var borðsalur skipsins miðstöð rannsóknarinnar, en athuganir og viðtöl fóru fram í einrúmi í svefn- klefum skipverja. Sálfræðileg próf fóru yfirleitt fram í borðsalnum. Togararnir voru valdir með það fyrir augum, að þeir væru bæði frá höfuð- borgarsvæðinu og bæjum úti á landi, og væru bæði í einkaeign og opinberri eigu. Skipin voru valin í samráði við fulltrúa samtaka sjómanna. Stjórn út- gerðarinnar veitti leyfi til rannsóknarinnar, að sjálfsögðu í samráði við skipstjóra. Annars vissi áhöfnin ekki að þessi rannsókn stæði til fyrr en lagt var úr höfn. Rannsóknin fór fram nokkuð samtímis á togurunum og í verksmiðjunum. Allir úr áhöfninni voru rannsakaðir á sama hátt, en ekki af sömu mönnum. Ekkert benti til þess, að þess gætti í gagnasöfnuninni, enda um fastmótuð viðfangsefni að ræða. Menn skiptu með sér verk- um og var reynt að láta allt ganga hratt og snurðu- Iaust fýrir sig. Læknarnir tóku heilsufarssögu og framkvæmdu hina líkamlegu skoðun, sálfræðing- urinn lagði fyrir menn próf sín og félagsfræðing- arnir lögðu fyrir menn spurningar. Pær spurningar leiddu oft til umræðna um ýmislegt annað, og varð úr samtal, sem gaf góða innsýn í störf og hugarheim manna. I nokkrum tilvikum var erfitt að ákvarða endanlegt svar viðkomandi við tilteknum spurn- ingum, einkum þegar sá, sem spurður var, nefndi fleiri en einn möguleika. Viðtölin og rannsóknirnar tóku nálægt fjórum klukkustundum í hvert sinn, og var rætt við 15-27 menn hverju sinni. Mismunandi var hve Iangan tíma hvert viðtal stóð, en vegna starfstilhögunar var hver og einn allan tímann að ganga í gegnum einhvern þátt rannsóknarinnar. Ekki var neinn teljandi munur að ræða við þessa tvo hópa. Togaramennirnir voru kannski örlítið opnari og fúsari að ræða vítt og breitt um hlutina. Rannsóknin á landmönnunum fór fram á vinnu- stað. Borðsalurinn var miðstöð, en athuganir og viðtöl fóru fram afsíðis. Engir nema stjórnendur og trúnaðarmenn, þar sem til þeirra náðist, vissu um hvað til stóð fyrr en rannsóknarmenn birtust. TAFLA I Aldursdreifing togaramanna og landmanna Togaramenn Landmenn 14-17 ára 3 2,7% 3 3,8% 18-20 ára 13 11,8% 11 13,9% 21-29 ára 34 30,9% 22 27,8% 30-39 ára 29 26,4% 15 19,0% 40-62 ára 31 28,2% 28 35,4% Alls 110 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.