Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 118

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 118
116 ans fyrstu innlagnir á móti 20,5% árið 1980, en fjöldi fyrstu innlagna hefur næstum þrefaldast á þessu tímabili (6). Skipting innlagna eftir sjúk- dómsgreiningum hefur breyst þannig, að áfengis- sjúklingum, taugaveikluðum og persónuleikagöll- uðum sjúklingum hefur fjölgað á kostnað sturlaðra (Tafla III). Eins og annars staðar hefur fjöldi sjúkl- inga, sem eru á spítalanum á hverjum tíma vegna geðklofa, minnkað hlutfallslega, en fjöldi þeirra, sem dveljast þar vegna annarra alvarlegri geðsjúk- dóma (sturlana) og áfengissýki, aukist (Tafla II). Rétt er að fara nokkrum orðum um fjárhagslega hlið valkostanna vegna langtíma sjúklinga. Sumum er unnt að halda utan sjúkrahúss á örorkubótum og með greiðslu lyfjakostnaðar, ef þeir hafa nauðsyn- lega aðstoð frá vinum og ættingjum, geðlæknum og félagsmálastarfsliði. Örorkubætur með tekjutrygg- ingu og heimilisuppbót voru rúmar 108 krónur á dag árið 1981. Kostnaður vegna sjúklinga, sem dvelja á ódýrustu heimilunum, var 177 krónur á dag, og í heimahjúkrun 169 krónur. Öðru máli gegnir um þá, sem ekki geta séð sér farborða með þeim takmarkaða stuðningi, sem þeir fá, þegar þeir búa einir og eru ekki taldir geta haft hag af því að dvelja á áfangastöðum, en hafa verið útskrifaðir af hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási, þar sem þeir fá fæði, húsnæði og nokkra aðhlynningu, en sjá annars að miklu leyti um sig sjálfir. Uppihalds- kostnaður þar var tæplega 200 krónur á dag. Hjúkrunarheimilin, sem spítalinn rekur, kosta næstum því eins mikið og dvöl á tveimur lang- dvalardeildum aðalspítalans. Hlutfallið milli starfsliðs og sjúklinga þar er u.þ.b. fjórum sinnum stærra en á áfangastöðunum. Mikill hluti sjúkling- anna á þessum heimilum og deildum eru bæði and- lega og líkamlega fatlaðir og þurfa meira eða minna á stöðugu eftirliti og hjúkrun að halda og hjálp við líkamlegar þarfir. Raunverulega mætti flytja suma þessara sjúklinga á almenna hjúkrunar- deild eða sjúkrahús, en rými er þar einnig tak- markað og þess vegna eru þeir áfram í umsjá geð- deildanna, þrátt fyrir mikinn skort á rými þar. Þegar meta skal áhrif breytinganna og valkost- anna fyrir einstaklinginn, er aðeins dæmt af líkum að trúlega séu jákvæðu hliðarnar fleiri en þær nei- kvæðu. Kerfisbundnar rannsóknir með mæli- kvarða á einkennafjölda eða á félagslegri aðlögun hafa ekki verið gerðar. Samanburð höfum við heldur engan. En Ijóst er, að valkostirnir eru mögulegir. Vafalaust má bæta þá á margan hátt, en hver er besta úrlausnin? Á núverandi þekkingarstigi er ekki nein ein lausn best. Lausnirnar verður að sníða eftir þörfum sjúklinganna, eftir því hvaða sjúkdómar hrjá þá og eftir persónugerð þeirra. Allar verða þær að miða að því að bæta heilsu sjúklinganna og auka mögu- leika þeirra á að njóta lífsins á svipaðan hátt og heilbrigðir gera. Víðast hefur verið stefnt að því að minnka sérstök geðsjúkrahús og tengja geðdeildir öðrum sjúkrahúsdeildum. Jafnframt hefur verið reynt að stytta sjálfa sjúkrahúsdvölina, jafnvel svo að sumum hafi fundist of mikið. Minnkun geð- sjúkrahúsanna hefur kallað á annað vistunar- og þjónustuform, því að sjúklingarnir hafa ekki horfið. Víðast hefur reynslan orðið svipuð og hér, því að heildaralgengi sjúkdómanna hefur ekki breyst. Vegna þeirra framfara sem orðið hafa í geð- læknisfræðinni á síðustu 20-30 árum hefur hlutur einstakra sjúkdóma breyst. Jafnframt hefur orðið unnt að gera þeim, sem ekki tekst að lækna fljót- lega, kleift að búa við miklu betri aðstæður utan sjúkrahúsa. Fram til þessa hafa ríkisspítalarnir út- vegað þessa aðstöðu að mestu. En eðlilegast er að sveitarfélögin byggi hana upp og reki með svip- uðum hætti og fyrir aðra, sem þurfa á samhjálpinni að halda. Sé það ekki gert jafnt og sjúkrahúsrúm- um fækkar, er hætt við að margur öryrkinn verði verr á vegi staddur eftir en áður. Þegar þetta er ritað hefur Reykjavíkurborg þegar um nokkurt skeið mætt þessari þörf, þó í litlum mæli sé. Geð- verndarfélag íslands er að hefja byggingu áfanga- staðar með tilstuðlan Kiwanisklúbbanna, og unnið er að því að fá sveitarfélög utan Reykjavíkur til að taka að sér rekstur eins áfangastaðar. En betur má ef duga skal. Þær framfarir og breytingar, sem orðið hafa í geðlækningum hér á undanfömum áratugum, hafa skapað möguleika til að mæta meðferðarþörf ýmissa sjúklinga, sem ekki komust að áður. Samt er enn mikilli þörf ófullnægt. Til þess að mæta henni þarf enn að auka göngudeildarstarfsemina og bæta aðstöðu sjúkradeildanna til meðferðar. Síðast en ekki síst er rétt að minnast á nauðsyn þess að vinna að rannsóknum, sem geta gert lækninga- aðferðirnar virkari og komið í veg fyrir sjúkdóma og örorku. SUMMARY Changes in the organization of psychiatríc hospitals in Iceland and possibilities for altemative care. During the last 30 years the care and treatment of psychiatric patients has changed radically. In 1953 the prevalence of psychiatric patients in mental hospitals was 1.87 pr. 1000 while this has gone down to 0.69 pr. 1000 in 1981. The change has been implemented by developing various alternative forms of psychiatric care.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.