Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 15
13
að íbúarnir skiptist jafnt milli kynja og er það
nokkurn veginn rétt. Samkvæmt aðalmanntalinu
1950 (11) skiptast íbúamir þannig milli kynja,
72.262 karlar og 71.699 konur. Munurinn á fjölda
kvenna og karla með schizophrenia og psychosis
manio-depressiva er það mikill hér í þessari tain-
ingu, þó að hann sé rétt í þeim mörkum, sem búast
megi við, að tölumar þyrftu ekki að vera nema lítið
eitt hærri í sömu hlutföllum til að munurinn hefði
tölfræðilegt gildi. Alcoholistar eru 125, þar af 111
karlar, 6 í sjúkrahúsum, en sjúkrarúm vantar fyrir
27. Síðan koma ýmsir vefrænir taugasjúkdómar,
97 alls. I þeim flokkum, sem þá eru eftir em færri,
allt niður í 11 (psychoses symptomaticae). Af
þeim, sem eru taldir með vefræna taugasjúkdóma,
eru 10 með vasculer truflanir í taugakerfi, 7 með
paralysis agitans, 16 með sclerosis disseminata,
allir aðrir færri, þar á meðal 1 karl með Hunt-
ingtons chorea. Við 97 með vefræna taugasjúk-
dóma má bæta 55 með vefræna geðsjúkdóma, alls
152, sem yrði sambærilegt við 156 hjá Jóhanni
Sæmundssyni (4). Af 36, sem hér eru taldir með
psychopathia, er 21 deyfilyfjaneytandi, 10 karlar
og 11 konur, 14 eru Reykvíkingar. Morfín nota 13,
amfetamín 4 og ótilgreint 4.
Sjúklingarnir eru á öllum aldri frá 4-96 ára. í
lægstu aldursflokkunum eru karlar fjölmennari, 68
piltar á móti 37 stúlkum. Er mismunurinn um
þrisvar sinnum S.E. á því sem búast má við, ef
skipting er jöfn milli kynja. Um tvítugt verða konur
fjölmennari og eru áfram úr því 785 konur á móti
607 körlum eða tæplega 5 sinnum S.E. á því sem
búast má við, ef skipting væri jöfn milli kynja.
A 4. mynd sést aldursdreifing íbúanna (12) og
sjúklinganna skipt eftir kyni í 5 ára aldursflokk-
um. Meðalaldur kvensjúklinganna talningardag-
inn er 45,3 ± 1,2 ár (S.D. 17,7 ár), median 43.3
ár. Meðalaldur karlsjúklinganna er 42,1 ± 1,4 ár
(S.D. 17,8 ár), median 40,9 ár. Mismunurinn á
meðalaldri kvenna og karla er 3,5 x S.E. (S.E. =
0,92).
Ef reiknaður er út sjúklingafjöldinn miðað við
1000 íbúa í 10 ára aldursflokkum frá 5-14 ára upp í
85-94 ára, kemur í ljós, að sjúklingafjöldinn
breytist mjög lítið á aldrinum 35-84 ára. Hér er því
ekki hægt að segja, að hlutfallslega séu fleiri geð-
4. MYND.
ibuafj. i hundruðum.
sjúkl. fjöldi.