Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 87
85
leita meðferðar í fyrsta sinn, hefur lítið breyst á
þessu árabili nema hvað hann var hæstur á ára-
bilinu 1971-1975, þegar nýgengið var lægst.
Meðalaldur kvennanna, þegar þær leita meðferð-
ar, er frá hálfu til þremur árum hærri en meðal-
aldur karlanna. Þegar litið er yfir allt tímabilið, er
meðalaldur karla, þegar þeir koma í meðferð, 37,2
ár, en meðalaldur kvenna 39,4 ár. Tafla IV sýnir
hins vegar hvernig meðalaldurinn hefur breyst á
síðustu átta árum, en þar kemur fram að hann
lækkar hjá körlum úr 40,0 árum í 36,4 ár, en þó
hefur breytingin verið lítil síðustu fimm árin. Hjá
konum hins vegar hefur meðalaldurinn lækkað úr
41,6 ári í 37,5 ár, en þar eru meiri sveiflur í meðal-
aldrinum vegna þess hversu konurnar, sem reiknað
er með, eru fáar á hverju ári.
Til þess að athuga enn frekar hvaða áhrif nýir
meðferðarmöguleikar hafa, er meðalaldur þeirra,
sem leitað hafa til hinna ýmsu stofnana í fyrsta
sinn, sýndur á töflu V og aldursdreifing á töflu VI.
A þeim töflum sést, að áfengisvarnadeild Heilsu-
verndarstöðvarinnar og sjúkrastöðvar SÁÁ hafa
sérstöðu að því leyti, að meðalaldur þeirra, sem þar
byrjuðu meðferð, var lægstur. Á hinn bóginn var
meðalaldur þeirra, sem fóru í fyrsta sinn í meðferð
á geðdeild Borgarspítalans eða til Bandaríkjanna
hæstur að frátöldum þeim sem fóru í Gunnarsholt
eða Víðines. Sé árabilið 1978-1981 sérstaklega
skoðað kemur í Ijós, að meðalaldur þeirra, sem
leita sjúkrastöðva SÁÁ, er lægstur, 35,3 ár fyrir
karla og 36,5 ár fyrir konur, en hins vegar hæstur
fyrir þá, sem fóru til Bandaríkjanna, 40,1 ár fyrir
karla og 41,1 ár fyrir konur, en ívið lægri fyrir karla
sem komu á dvalardeildir Kleppsspítala. Meðal-
aldur þeirra, sem leituðu göngudeildar Klepps-
spítalans fyrir áfengissjúklinga var 37,1 ár fyrir
karla og 38,1 ár fyrir konur. Sé aldursdreifingin
skoðuð nánar (tafla VI), kemur í ljós, að hundr-
aðshluti þeirra, sem eru undir tvítugu og leita
göngudeildar áfengissjúklinga Kleppsspítalans og
SÁÁ, er svipaður. Eins er svipaður hundraðshluti
þeirra, sem leita legudeildar Kleppsspítala og SÁÁ
á aldrinum 30-49 ára. Hins vegar er hundraðshluti
þeirra, sem leita Kleppsspítala, bæði legudeilda og
göngudeildar eftir fimmtugt, hærri en þeirra, sem
leita til sjúkrastöðva SÁÁ.
TAFLA IV
Meðalaldur þeirra, sem leituðu meðferðar vegna drykkjusýki í
fyrsta sinn á árunum 1974-1981, eftir kyni og hvenær sjúkling-
arnir komu.
Meðalaldur
Ártal Karlar Konur
1974 40,0 41,6
1975 38,8 41,7
1976 38,5 38,4
1977 37,0 39,7
1978 36,7 37,5
1979 36,8 38,5
1980 37,0 38,8
1981 36,4 37,5
TAFLA V
Meðalaldur þeirra, sem leituðu meðferðar vegna drykkjusýki á
árunum 1951-1981, eftir kyni og hvert þeir leituðu fyrst.
Meðalaldur
Stofnun Karlar Konur
Kleppsspítalinn (legudeildir) 38,3 40,7
Kleppsspítalinn
(^öngudeild áfengissjúklinga) 37,2 38,0
Áfengisvarnadeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 35,2 39,2
Bláa bandið 39,0 39,3
Gunnarshoit og Víðines 48,1 51,0
Geðdeild Borgarspítalans 42,3 43,5
Freeport og Hazelden 40,1 40,0
S.Á.Á 35,3 36,4
TAFLA VI
Aldursdreifing þeirra, sem leituðu meðferðar vegna drykkjusýki í fyrsta sinn á árunum 1978-1981, eftir kyni og hvert þeir leituðu fyrst.
- 19 ára 20-29 ára 30-49 ára 50 + ára
Stofnun Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls
Kleppsspítalinn (legudeildir) 1,2 3,3 1,8 25,3 19,6 23,8 50,6 50,8 50,6 22,9 26,2 23,8
Kleppsspítalinn (göngudeild áfengissjúklinga) 4,5 5,6 4,9 29,9 26,6 28,7 44,7 46,4 45,4 20,9 21,4 20,9
Gunnarsholt og Víðines - — — 17,4 12,5 16,1 26,0 50,0 32,3 56,4 37,5 51,6
Freeport og Hazelden - - - 18,5 6,9 15,9 63,0 72,4 65,0 18,6 20,6 19,0
S.Á.Á. 4,0 6,2 4,6 31,2 23,5 29,4 52,2 56,9 53,2 12,5 13,4 12,8
Samtals 3,6 5,3 4,0 29,4 23,2 27,8 50,7 53,5 51,5 16,3 18,0 16,7