Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 92
90
Hildigunnur Ólafsdóttir, Tómas Helgason, Kristinn Tómasson1'
AUKNING INNLAGNA Á SJÚKRAHÚS VEGNA
ÁFENGIS- OG VÍMUEFNANEYSLU Á ÁRUNUM
1974 TIL 1981
Á örfáum árum hefur meðferðarstofnunum fyrir
áfengissjúklinga fjölgað og vistunarrými fyrir þá
aukist mjög mikið hér á landi. Skyndileg aukning á
fjölda fólks í meðferð þarf ekki að stafa af því að
misnotendum hafi fjölgað allt í einu. Einmitt vegna
þess hve miklar breytingar verða á stofnanarými,
er vafasamt að hægt sé að nota breytingar á inn-
lögnum til að meta tíðni áfengissýki hér á íslandi.
Pað getur verið um það að ræða, að allt í einu fáist
lausn á vandamálum, sem ekki hefur verið tekist á
við áður, en hafa beðið óleyst. Hitt er líka til í
dæminu, að slíkar stofnanir leysi önnur vanda-
mál en þau, sem þeim er ætlað að leysa, ef mikið
framboð er á þjónustu. Eins er líklegt að við
slíkar aðstæður sé farið í meðferð með tiltölulega
lítil vandamál (1).
Tilgangur þeirrar rannsóknar, sem hér verður
fjallað um, er að kanna áhrif og nýtingu hins stór-
aukna sjúkrarýmis fyrir drykkjusjúklinga og mis-
notendur áfengis- og vímuefna. Reynt verður að
gera grein fyrir þessari þróun og tengja hana
öðrum þáttum áfengismála. Fjallað verður um þá
félagslegu breytingu, sem á sér stað þegar aðsókn
að stofnanarými eykst og breytist á skömmum
tíma.
ÁFENGISMÁLASTEFNA
íslensk áfengismálastefna hefur verið fólgin í því
að halda áfengisneyslu í skefjum. Samkvæmt
lögum er markmiðið að koma í veg fyrir misnotkun
áfengis. Þetta hefur verið gert með því að hafa
mjög stranga löggjöf um sölu og meðferð áfengis
hér á landi. Þær hömlur, sem settar hafa verið, eru
þessar helstar: Ríkið hefur einokun á innflutningi
og framleiðslu áfengis. Takmarkaður fjöldi útsölu-
staða og vínveitingaleyfa setja neyslunni ákveðnar
skorður. Verð er hátt og má ekki selja áfengi þeim
sem eru undir ákveðnum aldri. Opnunartími
áfengisútsala er takmarkaður og áfengisauglýs-
ingar bannaðar. Á undanförnum árum hafa orðið
litlar breytingar á þessum reglum. Helstu breyt-
ingar eru þær, að opnunartími vínveitingahúsa
hefur lengst og þeim fjölgað verulega.
HEILDARNEYSLA OG NEYSLUVENJIJR
ÁFENGIS
í flestum löndum heims hefur áfengisneysla
aukist verulega á síðustu áratugum. Frá árinu 1951
til ársins 1981 jókst heildameysla áfengis á íslandi
úr 1,4 1 af hreinu áfengi á íbúa í 3,2 1. Þrátt fyrir
þessa aukningu neyta íslendingar minnst áfengis
allra Evrópuþjóða. Áfengisneysla jókst mest hér á
landi á árunum frá 1960 til 1974. Á því tímabili,
sem hér verður fjallað um, árin 1974-1981, hefur
heildarneysla áfengis hérlendis verið nokkuð
stöðug. Frá 1974-1978 var hún um 3,0 1 og á
árunum 1979 til 1981 3,2 1 eins og sést á mynd 1.
Neysla á áfengistegundum hefur breyst á undan-
förnum árum. Allt frá því að Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins fór að selja sterkt áfengi að bann-
árunum loknum, hefur hlutfall þess verið um og
yfir 90% af heildarsölu áfengis. Sala á sterku
áfengi jókst til ársins 1974, en hefur farið minnk-
andi síðan. Á sama tíma hefur heildarsala á léttum
vínum aukist. Breytingar á viðhorfum til neyslu
þeirra og verðlagning hefur haft áhrif á þessa
þróun.
Mestallt áfengi í landinu er selt í útsölum ÁTVR
og því er stærstur hluti þess væntanlega dmkkinn í
heimahúsum. Árið 1970 voru 11,8% af áfengis-
sölu ÁTVR til veitingastaða, sem þá var 21. Þetta
hlutfall hækkaði í 13,4% árið 1980, en þá hafði
vínveitingastöðum fjölgað í 37. Þar af voru 22 í
Reykjavík.
Kannanir á áfengisneyslu íslendinga 20 ára og
eldri sýna, að um 90% karla og 75% kvenna neyta
áfengis (2,3). Mikill munur er á áfengisneytendum
og bindindismönnum eftir aldri. Því eldra sem fólk
er, því fleiri neyta ekki áfengis. Þetta á einkum við
um konurnar. Kannanir á áfengisneyslu unglinga
gefa líka til kynna, að áfengisneytendum í þeirra
hópi hafi fjölgað á síðasta áratug (4,5,6). Áfengis-
neytendum hefur því fjölgað mjög á síðustu árum,
einkum meðal kvenna og ungs fólks og áfengis-
neysla orðið almennari.
m-
1) Tölvudeild ríkisspítalanna