Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 92

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 92
90 Hildigunnur Ólafsdóttir, Tómas Helgason, Kristinn Tómasson1' AUKNING INNLAGNA Á SJÚKRAHÚS VEGNA ÁFENGIS- OG VÍMUEFNANEYSLU Á ÁRUNUM 1974 TIL 1981 Á örfáum árum hefur meðferðarstofnunum fyrir áfengissjúklinga fjölgað og vistunarrými fyrir þá aukist mjög mikið hér á landi. Skyndileg aukning á fjölda fólks í meðferð þarf ekki að stafa af því að misnotendum hafi fjölgað allt í einu. Einmitt vegna þess hve miklar breytingar verða á stofnanarými, er vafasamt að hægt sé að nota breytingar á inn- lögnum til að meta tíðni áfengissýki hér á íslandi. Pað getur verið um það að ræða, að allt í einu fáist lausn á vandamálum, sem ekki hefur verið tekist á við áður, en hafa beðið óleyst. Hitt er líka til í dæminu, að slíkar stofnanir leysi önnur vanda- mál en þau, sem þeim er ætlað að leysa, ef mikið framboð er á þjónustu. Eins er líklegt að við slíkar aðstæður sé farið í meðferð með tiltölulega lítil vandamál (1). Tilgangur þeirrar rannsóknar, sem hér verður fjallað um, er að kanna áhrif og nýtingu hins stór- aukna sjúkrarýmis fyrir drykkjusjúklinga og mis- notendur áfengis- og vímuefna. Reynt verður að gera grein fyrir þessari þróun og tengja hana öðrum þáttum áfengismála. Fjallað verður um þá félagslegu breytingu, sem á sér stað þegar aðsókn að stofnanarými eykst og breytist á skömmum tíma. ÁFENGISMÁLASTEFNA íslensk áfengismálastefna hefur verið fólgin í því að halda áfengisneyslu í skefjum. Samkvæmt lögum er markmiðið að koma í veg fyrir misnotkun áfengis. Þetta hefur verið gert með því að hafa mjög stranga löggjöf um sölu og meðferð áfengis hér á landi. Þær hömlur, sem settar hafa verið, eru þessar helstar: Ríkið hefur einokun á innflutningi og framleiðslu áfengis. Takmarkaður fjöldi útsölu- staða og vínveitingaleyfa setja neyslunni ákveðnar skorður. Verð er hátt og má ekki selja áfengi þeim sem eru undir ákveðnum aldri. Opnunartími áfengisútsala er takmarkaður og áfengisauglýs- ingar bannaðar. Á undanförnum árum hafa orðið litlar breytingar á þessum reglum. Helstu breyt- ingar eru þær, að opnunartími vínveitingahúsa hefur lengst og þeim fjölgað verulega. HEILDARNEYSLA OG NEYSLUVENJIJR ÁFENGIS í flestum löndum heims hefur áfengisneysla aukist verulega á síðustu áratugum. Frá árinu 1951 til ársins 1981 jókst heildameysla áfengis á íslandi úr 1,4 1 af hreinu áfengi á íbúa í 3,2 1. Þrátt fyrir þessa aukningu neyta íslendingar minnst áfengis allra Evrópuþjóða. Áfengisneysla jókst mest hér á landi á árunum frá 1960 til 1974. Á því tímabili, sem hér verður fjallað um, árin 1974-1981, hefur heildarneysla áfengis hérlendis verið nokkuð stöðug. Frá 1974-1978 var hún um 3,0 1 og á árunum 1979 til 1981 3,2 1 eins og sést á mynd 1. Neysla á áfengistegundum hefur breyst á undan- förnum árum. Allt frá því að Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins fór að selja sterkt áfengi að bann- árunum loknum, hefur hlutfall þess verið um og yfir 90% af heildarsölu áfengis. Sala á sterku áfengi jókst til ársins 1974, en hefur farið minnk- andi síðan. Á sama tíma hefur heildarsala á léttum vínum aukist. Breytingar á viðhorfum til neyslu þeirra og verðlagning hefur haft áhrif á þessa þróun. Mestallt áfengi í landinu er selt í útsölum ÁTVR og því er stærstur hluti þess væntanlega dmkkinn í heimahúsum. Árið 1970 voru 11,8% af áfengis- sölu ÁTVR til veitingastaða, sem þá var 21. Þetta hlutfall hækkaði í 13,4% árið 1980, en þá hafði vínveitingastöðum fjölgað í 37. Þar af voru 22 í Reykjavík. Kannanir á áfengisneyslu íslendinga 20 ára og eldri sýna, að um 90% karla og 75% kvenna neyta áfengis (2,3). Mikill munur er á áfengisneytendum og bindindismönnum eftir aldri. Því eldra sem fólk er, því fleiri neyta ekki áfengis. Þetta á einkum við um konurnar. Kannanir á áfengisneyslu unglinga gefa líka til kynna, að áfengisneytendum í þeirra hópi hafi fjölgað á síðasta áratug (4,5,6). Áfengis- neytendum hefur því fjölgað mjög á síðustu árum, einkum meðal kvenna og ungs fólks og áfengis- neysla orðið almennari. m- 1) Tölvudeild ríkisspítalanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.