Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 102

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Blaðsíða 102
100 Högni Óskarsson HEIMILISLÆKNINGAR OG GEÐHEILBRIGÐISKERFIÐ INNGANGUR Gagnrýni á geðheilbrigðiskerfið hefur lengi verið mikil og óvægin. Hafa margir, bæði neyt- endur og þeir, sem vinna í kerfinu, bent á, að það sé hvergi nógu vel í stakk búið til að uppfylla þær kröfur, sem til þess eru gerðar. Vorið 1981 var samþykkt þingsályktunartillaga, þar sem heil- brigðisráðherra var falið að skipa nefnd til að endurskoða geðheilbrigðiskerfið og gera tillögur um úrbætur. Nefndin hefur nú starfað í rúmt ár. Einn liður í nefndarstörfum var að kanna hver reynsla heimil- islækna væri af geðheilbrigðiskerfinu og hvaða úr- bætur þeir teldu brýnastar. Hér á eftir fara niðurstöður þessarar könnunar ásamt umræðum. Fjallað er einnig um erlendar rannsóknir um svipuð efni og þau vandmál, sem hafa þarf í huga, þegar niðurstöður eru túlkaðar. EFNI OG AÐFERÐIR Spurningalisti var sendur til tveggja hópa heimil- islækna. Annars vegar voru starfandi læknar á heilsugæslustöðvum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, og hins vegar var leitað til lækna á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa almennar lækning- ar að aðalstarfi og reka eigin stofu. Upplýsingar um þessa hópa voru fengnar á skrifstofu landlæknis. Til höfuðborgarsvæðisins teljast læknar í Reykja- vík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði og Mos- fellssveit. Spurningalistinn var hannaður þannig, að fram kæmi reynsla heimilislækna af geðheilbrigðiskerf- inu í daglegu starfi þeirra. Var sérstök áhersla lögð á meðferð bráðra geðsjúkdóma. Voru læknar spurðir, hver væru helstu vandamálin í þessum þætti heilbrigðisþjónustunnar og hvaða endur- bætur þeir teldu brýnastar. Var beðið um for- gangsröðun þannig að mestu vandamálin og brýn- ustu endurbæturnar fengju töluna 1, þau næstu 2 o.s.frv. Að lokum voru læknarnir beðnir að áætla hve mörgum sjúklingum þeir vísuðu til geðheil- brigðiskerfisins á mánuði hverjum. Spurningalistar voru sendir til 111 lækna þ. 5. október 1982. Tíu dögum seinna var hringt til þeirra, sem enn höfðu ekki svarað og þeir hvattir til að senda inn svör sín. Kom í ljós, að 3 læknar voru ekki við störf á þessum tíma, og koma þeir því ekki fram í útreikningum hér á eftir. Er því stuðst við töluna 108. Fleiri læknar kunna að hafa verið fjar- verandi á þessum tíma, en ekki liggja fyrir upplýs- ingar um það. Niðurstöður eru byggðar á þeim svörum, sem borist höfðu fyrir 12. nóvember. í töflu I er greint frá skiptingu læknanna eftir búsetu, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu eða í dreifbýli, þar greinir einnig frá starfsaðstöðu, þ.e. á eigin stofu eða í heilsugæslustöð. Ennfremur eru þar upplýsingar um heimtur. NIÐURSTÖÐUR Með fyrstu spurningu listans var kannað hvort geðheilbrigðiskerfið fuilnægði lækni í daglegu starfi hans. Á mynd 1 má sjá niðurstöður. Athygli vekur, að hlutfall lækna, sem eru ánægðir með þjónustu geð- heilbrigðiskerfisins, er hæst utan höfuðborgar- svæðisins (35%). Er hlutfallið nokkuð lægra meðal stofulækna (24%), en er svo lægst hjá heilsugæslu- læknum á höfuðborgarsvæðinu (7%). I annarri spurningu voru læknar beðnir um að merkja við þá þætti í geðheilbrigðiskerfinu, sem þeir teldu til vandamála, og setja þá upp í forgangs- röð með því að tölusetja þessa þætti frá 1-7. En þættirnir voru 6 auk þess sem gert var ráð fyrir, að hver læknir gæti bætt við öðru, sem honum þætti vera vandamál. Einungis þeir þættir fengu vægi, sem viðkomandi taldi vera vandamál. í úrvinnslu var svörum umbreytt í 10-skala, þannig að mesta vandamálið fékk töluna 10. Heildarvægi hvers þáttar var síðan reiknað út þannig, að summu allra svara var deilt með fjölda þeirra, sem tóku þátt í könnuninni. Á mynd 2 má sjá heildarvægi einstakra þátta í spurningu 2. Eru svörin flokkuð niður eftir búsetu og starfsaðstöðu. Kemur hér skýrt fram, að ónóg bráðaþjónusta við geðsjúka er talin stærsta brota- lömin í geðheilbrigðiskerfinu. En fast á hæla hennar koma erfiðleikar við að leggja inn sjúkl- inga. Líklega eru þessir tveir þættir nátengdir í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.