Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 102
100
Högni Óskarsson
HEIMILISLÆKNINGAR OG
GEÐHEILBRIGÐISKERFIÐ
INNGANGUR
Gagnrýni á geðheilbrigðiskerfið hefur lengi
verið mikil og óvægin. Hafa margir, bæði neyt-
endur og þeir, sem vinna í kerfinu, bent á, að það sé
hvergi nógu vel í stakk búið til að uppfylla þær
kröfur, sem til þess eru gerðar. Vorið 1981 var
samþykkt þingsályktunartillaga, þar sem heil-
brigðisráðherra var falið að skipa nefnd til að
endurskoða geðheilbrigðiskerfið og gera tillögur
um úrbætur.
Nefndin hefur nú starfað í rúmt ár. Einn liður í
nefndarstörfum var að kanna hver reynsla heimil-
islækna væri af geðheilbrigðiskerfinu og hvaða úr-
bætur þeir teldu brýnastar.
Hér á eftir fara niðurstöður þessarar könnunar
ásamt umræðum. Fjallað er einnig um erlendar
rannsóknir um svipuð efni og þau vandmál, sem
hafa þarf í huga, þegar niðurstöður eru túlkaðar.
EFNI OG AÐFERÐIR
Spurningalisti var sendur til tveggja hópa heimil-
islækna. Annars vegar voru starfandi læknar á
heilsugæslustöðvum, bæði á höfuðborgarsvæðinu
og utan þess, og hins vegar var leitað til lækna á
höfuðborgarsvæðinu, sem hafa almennar lækning-
ar að aðalstarfi og reka eigin stofu. Upplýsingar um
þessa hópa voru fengnar á skrifstofu landlæknis.
Til höfuðborgarsvæðisins teljast læknar í Reykja-
vík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði og Mos-
fellssveit.
Spurningalistinn var hannaður þannig, að fram
kæmi reynsla heimilislækna af geðheilbrigðiskerf-
inu í daglegu starfi þeirra. Var sérstök áhersla lögð
á meðferð bráðra geðsjúkdóma. Voru læknar
spurðir, hver væru helstu vandamálin í þessum
þætti heilbrigðisþjónustunnar og hvaða endur-
bætur þeir teldu brýnastar. Var beðið um for-
gangsröðun þannig að mestu vandamálin og brýn-
ustu endurbæturnar fengju töluna 1, þau næstu 2
o.s.frv. Að lokum voru læknarnir beðnir að áætla
hve mörgum sjúklingum þeir vísuðu til geðheil-
brigðiskerfisins á mánuði hverjum.
Spurningalistar voru sendir til 111 lækna þ. 5.
október 1982. Tíu dögum seinna var hringt til
þeirra, sem enn höfðu ekki svarað og þeir hvattir til
að senda inn svör sín. Kom í ljós, að 3 læknar voru
ekki við störf á þessum tíma, og koma þeir því ekki
fram í útreikningum hér á eftir. Er því stuðst við
töluna 108. Fleiri læknar kunna að hafa verið fjar-
verandi á þessum tíma, en ekki liggja fyrir upplýs-
ingar um það. Niðurstöður eru byggðar á þeim
svörum, sem borist höfðu fyrir 12. nóvember.
í töflu I er greint frá skiptingu læknanna eftir
búsetu, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu eða í dreifbýli,
þar greinir einnig frá starfsaðstöðu, þ.e. á eigin
stofu eða í heilsugæslustöð. Ennfremur eru þar
upplýsingar um heimtur.
NIÐURSTÖÐUR
Með fyrstu spurningu listans var kannað hvort
geðheilbrigðiskerfið fuilnægði lækni í daglegu
starfi hans.
Á mynd 1 má sjá niðurstöður. Athygli vekur, að
hlutfall lækna, sem eru ánægðir með þjónustu geð-
heilbrigðiskerfisins, er hæst utan höfuðborgar-
svæðisins (35%). Er hlutfallið nokkuð lægra meðal
stofulækna (24%), en er svo lægst hjá heilsugæslu-
læknum á höfuðborgarsvæðinu (7%).
I annarri spurningu voru læknar beðnir um að
merkja við þá þætti í geðheilbrigðiskerfinu, sem
þeir teldu til vandamála, og setja þá upp í forgangs-
röð með því að tölusetja þessa þætti frá 1-7. En
þættirnir voru 6 auk þess sem gert var ráð fyrir, að
hver læknir gæti bætt við öðru, sem honum þætti
vera vandamál. Einungis þeir þættir fengu vægi,
sem viðkomandi taldi vera vandamál. í úrvinnslu
var svörum umbreytt í 10-skala, þannig að mesta
vandamálið fékk töluna 10. Heildarvægi hvers
þáttar var síðan reiknað út þannig, að summu allra
svara var deilt með fjölda þeirra, sem tóku þátt í
könnuninni.
Á mynd 2 má sjá heildarvægi einstakra þátta í
spurningu 2. Eru svörin flokkuð niður eftir búsetu
og starfsaðstöðu. Kemur hér skýrt fram, að ónóg
bráðaþjónusta við geðsjúka er talin stærsta brota-
lömin í geðheilbrigðiskerfinu. En fast á hæla
hennar koma erfiðleikar við að leggja inn sjúkl-
inga. Líklega eru þessir tveir þættir nátengdir í