Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 110

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 110
108 krefst mannafla og ef hann er tekinn af þeim mannafla, sem nú starfar í geðheilbrigðiskerfinu, hlýtur það að hafa í för með sér minni meðferð og endurhæfingu geðsjúklinga. Geðvernd hefur einnig í för með sér kostnað, og ef hann er greiddur af því fé, sem nú rennur til heilbrigðiskerfisins, hlýtur það að leiða til minni þjónustu við geð- sjúklinga. Af því sem sagt hefur verið hér að framan má ráða, að ekki er rétt að hefja notkun aðferðar til að fyrirbyggja geðsjúkdóm, fyrr en afleiðingar hennar hafa verið kannaðar og reynt hefur verið að ganga úr skugga um, að þær séu ekki óæskilegar og jafn- vel verri en sjúkdómurinn. Afleiðingar fyrir- byggjandi aðferða gætu verið svo slæmar og gætu brotið svo í bága við siðaskoðanir, stjórnmála- skoðanir eða hagsmuni manna, að þeir kjósi heldur að sætta sig við hina háu tíðni geðsjúkdóma en að una þessum afleiðingum. NIÐURSTÖÐUR Enn eru aðeins þekktar fáar gagnlegar aðferðir til geðverndar (2,6). Þekking okkar á orsökum geðsjúkdóma er heldur lítil og ekki miklar líkur á að fleiri aðferðir finnist fyrr en hún hefur aukist verulega. Enn um sinn mun meðferð og endurhæfing koma að meira gagni en geðvernd við að draga úr algengi geðsjúkdóma. Geðheilbrigðisstarfsmenn hljóta því að leggja mesta áherslu á meðferð og endurhæfingu, þar til tekist hefur að finna fleiri aðferðir til geðverndar. Þeir geta með engu móti leyft sér að eyða miklum tíma og miklu fé í gagns- litlar tilraunir til geðverndar, því það hlýtur að draga úr meðferð og endurhæfingu. Geðheilbrigðisstarfsmenn geta helst gegnt því hlutverki í geðvernd að: 1. Nota aðferðir til geðvemdar, sem rannsóknir hafa sýnt fram á árangur af. 2. Upplýsa aðra um árangursríkar aðferðir og leiðbeina þeim um notkun þeirra. 3. Leita eftir nýjum aðferðum til geðverndar með hliðsjón af þeirri þekkingu sem nú er til um orsakir geðsjúkdóma. 4. Stunda grundvallarrannsóknir á geðsjúk- dómum til að finna forsendur fyrir nýjum aðferðum. Ekki er ráð að taka mannafla til geðverndar- starfsemi af þeim mannafla, sem nú vinnur að með- ferð og endurhæfingu, heldur verður að manna þessa starfsemi sérstaklega. Það er heldur ekki ráð að taka fé til geðverndar af því fé, sem nú er veitt til geðheilbrigðiskerfisins. HEIMILDIR 1. Spiro, H.R. Prevention in Psychiatry: Primary, secondary, and Tertiary. Comprehensive Textbook of Psychiatry. Third edition. Williams & Wilkins. Baltimore 1980. 2. Adler, D.A., Levinson, D.J. & Astrachan, B.M. The Concept of Prevention in Psychiatry. A Reexamin- ation. Arch. Gen. Psychiatry 1978; 35; 786-9. 3. Dohrenwend, B.P. Mental Illness in the United States. Praeger. New York 1980. 4. Helgason, T. Epidemiology of Mental Disorders in Iceland. Munksgaard. Copenhagen 1964. 5. Caplan, G. Principles of Preventive Psychiatry. Basic Books. New York 1964. 6. Lamb, H.R. & Zusman, J. Primary Prevention in Perspective. Am. J. Psychiatry 1977; 136; 12-17. 7. Kessler, M. & Albee, G.W. Primary Prevention. Am. Rev. Psychol. 1975; 26; 557-91. 8. Davis, J.A. Education for Positive Mental Health: A Review of Existing Research and Recommen- dation for Future Studies. Aldine Publishing Co. Chicago 1965.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.