Sagnir - 01.06.1993, Page 8
Hápur manna saman kominn í miðborg Rcykjavíknr á 17. júní.
Er eining þeirra raunveruleg?
vinnuleysis og vonleysis skiptir spum-
ingin um þjóðerni æ meira máli þegar
skipta á gæðurn heimsins. Hið sama gildir
einnig i Þýskalandi og í löndum fýrrver-
andi Júgóslavíu, þar vaxa nú upp litlir
Þjóðveijar af t.d. tyrknesku eða
víetnömsku bergi brotnir senr margir
hverjir munu eiga samborgurum sínum
grátt að gjalda þegar fram líða stundir.
Þessi harmleikur nútímans er ekki
sist umhugsunarefni i ljósi þess að á
árunum eftir síðari heimsstyijöldina trúðu
menn þvi staðfásdega að þjóðemisátök
heyrðu nú sögunni til.2 Síðustu ár hafa af-
sannað það eftirminnilega, raunar virðist
oft frekar eins og ballið sé rétt að byija.
Það fer því ekki hjá því á tímum sent
þessum að menn verði æ uppteknari af að
skoða eðli þjóða og spyrji sjálfa sig spum-
ingarinnar: Hvað er þjóð?
„Þjóðin er sál,andlegt lögmál “
Slíkar spumingar em raunar ekki
alveg nýjar af nálinni. Arið 1882 flutti
franskur fræðimaður að nafni Emest
Renan fýrirlestur við Sorbonneháskóla i
París um nákvæmlega þessa spumingu,
fýrirlesturinn nefndist: „Hvað er þjóð?”
Ymsum kann að virðast sem hér sé spurt
um sjálfsagðan hlut. An efa telja margir
sig fýrirhafnarlítið geta talið upp nokkra
þætti sem gera þjóð að þjóð; innan sömu
þjóðar tali menn sameiginlegt tungumál,
séu af sama kynþætti, búi innan sömu
landamæra, hafi jafnvel sömu trú. En
Renan hafnar þessum þáttum öllurn og
segir að hvorki tungumál, kynþættir,
trúarbrögð né landamæri ráði í raun
nokkm unr hvemig þjóðir verði til og
þróist.3 Hvað varðar kynþætti þá era
hreinir kynþættir alls ekki til. Til dærnis
eru Frakkar m.a. af germönskum og
keltneskum uppruna og Þjóðveijar af
keltneskum og slavneskum.'1 Tungumál
era langt i frá að hafa nokkur úrshtaáhrif
á hvernig þjóð verður að þjóð; þjóðir Suð-
ur-Ameríku tala spænsku án þess að
mynda eina þjóð en innan svissnesku
þjóðarinnar era hins vegar töluð þijú eða
Qögur tungumál. Sama er að segja um
t.d. Belgíu og Finnland þótt Renan
nefni ekki þessi lönd, í Belgíu er töluð
franska og flæmska en ekki belgíska og í
Finnlandi finnska, sænska og samíska.
Þetta vita raunar margir fullvel en líta
samt áfranr á Finna og Belga sem þjóðir.
Menn játa mismunandi trú innan sömu
þjóðar og þótt það sem við köllum nátt-
úraleg landamæri skipti töluverðu máli
fýrir skiptingu þjóða er ekkert sem hent-
ar betur til að réttlæta ofbeldi en hug-
myndin um að tiltekin þjóð eigi rétt á að
ná til einhvers tiltekins fjalls eða ár.5
Þama er Renan búin að taka í burt
flest það sem í huga okkar rnyndar þjóð.
Og hann heldur áfram að vega að rót-
grónunt viðhorfum okkar, næst fýrir
ljánum er sú hugmynd nútímamannsins
að fólk af sama kynstofni sem tali sama
tungumál o.s.frv. skuli fýrir alla rnuni
rnynda fullvalda ríki. „Hvilík" villutrú
segir Renan, menn ragla saman í stór-
um stil hugtökunum „kynþáttur” og
„þjóð” og veita hópum sem tala sama
mál og eru af sama kynstofni sjálfstjórn-
arvald og réttindi sem fullvalda ríki!
Slikar ráðstafanir, þ.e. að setja sama-
senunerki á milli kynþáttar, tungumáls
og sjálfstjórnarvalds, era tiltölulega
nýlegt fýrirbæri í sögu mannkyns.
Mannlegt samfélag og stjómarfýrir-
komulag hefur alls ekki byggt á einsleit-
um hópum eins og nútímahugmyndin
urn þjóð gerir ráð fýrir segir Renan. Með-
al Araba var sanrfélagið samsett úr ætt-
bálkum, bandalög landa hafa verið
grundvöllur þess líkt og á timum rónt-
verska heimsveldisins og raunar era
Sviss og Bandaríkin rikjabandalög, það
var trúin sem hélt þjóð gyðinga saman
þótt hún væri dreifð um mörg lönd. Svo
ólík hafa samfelagsformin verið og að lita
framhjá þvi hve munurinn er mikill á
milh manna eða hópa sem búa innan
sama samfélags eða stjómarfýrirkomulags
býður upp á slænian misskilning. 6
Nú kann einhver að vera orðinn ragl-
aður i kolhnum. Hvað er þá eiginlega
þjóð? Jú, bíði menn hægir, tvennt er það
sem að mati Renan þarf til að þjóð sé
þjóð. Annars vegar er það sagan, „hinn
ríki sameiginlegi arfur minninganna”,
frækileg fortíð og dýrðarljónti auk sant-
eiginlegra þolrauna. Hins vegar þarf
viljann, viljann til að mynda samfélag og
halda áfram að rækta hinn sameiginlega
arf. Þjóðin er að mati Renan andlegt lög-
mál, sál sem samansett er úr þessum
tveimur þáttum7, og þó þarf einn hinn
þriðja þátt til að sálin virki; hann er sá að
kunna að gleyma því sem ekki kentur
heim og saman við þá einingarímynd
sent við viljum hafa af þjóðeminu okkar
þegar kemur að sagnfræðiritun.8 Þjóðir era
ekki eihfar, þær verða til og þær líða
undir lok'* en tilvera þeirra er komin
undir þvi sem Renan nefnir daglega
atkvæðagreiðslu þegnanna um það að vera
þjóð."’
Af þessu sjáum við að þeir þættir sem
sameiginlega mynda þjóð era huglœgir,
ekki hlutlægir. Það er ekkert eihft eða
hludægt við fýrirbærið þjóð, hún er ein-
ungis til vegna þess að meðhmir hennar
velja í þá átt. Það er val Frakka bæði að
vera Frakkar og að búa við ffanska sjálf-
stjóm, hið santa er að segja um Þjóðveija,
já og samkvæmt þessu gildir hið sama
unt Islendinga!
6 SAGNIR