Sagnir - 01.06.1993, Síða 22

Sagnir - 01.06.1993, Síða 22
Þvottahús vinnukonunnar, sjálf íslenska náttúran vatn kom í húsin og sum heimili fengu konur út í bæ til að þvo þvotta fyrir sig. Þegar svo var þurftu vinnukonumar að ganga frá þvottinum. Oll vinna í sam- bandi við þvotta var á þessum tima erfið. I stað þess að skutla þvottinum inn í vél og ýta svo á einn takka eins og nú er, þá tók oftast heilan dag að þvo þvotta. Það þurfti að bera vatn, nudda, þurrka, stífa og strauja allt eftir kúnstarinnar og Kvennafræðarans reglum.40 Vinnukonustarfið i Reykjavík var formlegra en úti í sveit. 1 sveitinni bjuggu stúlkurnar í sama húsi og sváfu oftast í sama herbergi og húsbændur þeirra og þar af leiðandi var meira litið á þær sem hluta af fjölskyldunni. I Reykjavík aftur á móti var vinnukonan fjarlægari. Húsbændurnir sváfu í sínum eigin herbergjum og vinnukonurnar í sínum. Sumar stúlkur voru þéraðar af húsbændum sínum. Einnig voru stúlk- umar sumstaðar látnar borða sér og þess vom jafnvel dæmi að þær voru látnar borða afganga eftir að húsbændumir höfðu mettað sig.41 Mér þykir þó líklegt að með- ferð sem þessi hafi heyrt til undantekn- inga. Ráðning vinnukonu þýddi ekki einungis það að erfiðustu verkunum væri létt af húsmóðurinni heldur var líka um það að ræða að húsbóndinn gat sýnt með- borgurum sínum fram á það að hann væri góð fýrirvinna. Með því að ráða stúlku í 20 SAGNIR vist þá öðlaðist fjölskyldan ákveðinn sess í samfélaginu.42 Það var litið ffekar niður á vinnukonur í Reykjavik, þær voru bara fatækar stúlkur sem gott var að nota til að þjóna sér. Eg réðist til Jóns kaupmanns í Vaðnesi og konu hans ... kaupið var 25 krónur yfir veturinn[1909]. Eg get sagt það strax, að það var miklu verra að vera vinnukona í þá daga hjá „höfðingja” í Reykjavík en fatækum bóndahjónum í sveit. Maður var lægra settur í vinnukonustöðu i Reykjavík en í sömu stöðu í sveit, og uppistöðumar og þrældómurinn var sannarlega ekki minni. Þeir notuðu sér það þá, Reyk- vikingamir, að taka sér fakunnandi sveitastelpur i vist, sem þráðu að sjá sig um í heiminum. Þegar ég fór frá kaupmannshjónunum um vorið, réðu þau tvær vinnukonur til þess að sinna þeim störfum, sem ég hafði ein haft á hendi um veturinn.43 Vinnukonur í Reykjavík höfðu flest- ar frí á fimmtudögum eftir klukkan tvö.44 Sá frítími var sumstaðar talinn eftir og í sumuni tilvikum var það jafnvel svo að vinnukonumar hafi á frídegi sínum þurft að koma heim um kvöldmatarleytið til að elda. Algengt var að vinnukonur i Reykjavík fæm i kaupavinnu út um sveitir landsins á sumrin til að „þéna”. Um sumarið fór ég í kaupavinnu. Þegar ég kom til bæjarins um haustið, hafði ég mikla löngun til þess að læra eithvað .... Eg átti nokkrar krónur, sem ég taldi að mundu nægja mér fýr- ir herbergi og fæði yfir veturinn.45 Einnig var algengt að vinnukonur færu í síld á sumrin og voru þess dæmi að árskaupið í vistinni væri unnið upp á tveimur vikum í sildinni.4" Á fýrsta og öðmm áratugi þessarar aldar varð meira um það í Reykjavík að vinnukonur réðu sig í vist en byggju ekki hjá húsbændum sínum, heldur leigðu sér herbergi úti í bæ. Eftir seinni heimstyrjöld var orðið erfitt að fa vinnu- konur en vinnukonustarfið var þó ekki alveg liðið undir lok. Laufey Jakobsdóttir segir frá því í lífsbók sinni að hún hafi vel tekið eftir því hve illa vinnukonur voru settar rétt- indalega séð. Hún var eins og svo marg- ar aðrar konur vinnukona hluta af ævi sinni og var meðal annars viðriðin stofnun „ vinnukonufélags”: Við boðuðum tíl fúndar í Iðnó, þar sem fjöldi starfandi vinnukvenna mætti til skrafs og ráðagerða. A þessurn fúndi settum við upp leikrit þar sem óspart grín var gert að húsbændum. ... Fundimir vom í fýrstu vel sóttir en auk þess að gera okkur eitthvað til gamans ræddum við felagsleg réttindamál okkar. En þegar fram liðu stundir fór fundarsóknin þverrandi og ég komst að þvi að stelpumar vildu ekki láta sjá sig á slíkum fundum af ótta við atvinnurekendur sina. ... Þetta átti ég erfitt með að skilja þar sem tilgangur okkar var að veita hver annarri stuðning en alls ekki reyna að klekkja á vinnuveitendum okkar. En þetta var misskilið eins og svo nrargt annað. Það þótti bara við hæfi að út- jaska vinnukonum á þessum ámm.47 Draumastarfið, eða hvað ? Þegar yfir heildina er litið þá segja flestallar konumar sem einhvem tíma á ævi sinni vom í vist, að þær hafi búið að því sem þær lærðu alla sína ævi. Vistin var á vissan hátt skóli fatæku stúlknanna, undirbúningur fýrir hjónabandið. Oftast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.