Sagnir - 01.06.1993, Side 107

Sagnir - 01.06.1993, Side 107
Leysinginn Frederick Douglass komst til meiri metorða enjlestir svertingjar Harriet Beecher Stowe, höfundur kofa Tómasarfrænda William Lloyd Carrison mannréttindafrömuður Dred Scott höfðaði mál í von um að það mœtti treysta málstað afnámssinna en beið lægri hlut. Upphaf þrælahalds Fyrstu svertingjarnir komu til bresku nýlendnanna í Ameríku árið 1619. Heimildir segja ekki margt um við hvaða aðstæður þeir bjuggu, en líklegt má telja, að þeir hafi sætt sömu kjörum og hvítt vinnufólk, sem einnig gekk kaupum og sölum, en kynþáttur var þó alltaf til- greindur. Fljótlega virðist komast á sú skipan, að svertingjar séu seldir til lífstíðar ásamt mögulegum afkomendum, en hvítir voru aðeins seldir til ákveðins tíma. Þrælakerfið virðist hafá verið orðið fhll- mótað upp úr 1680' og tíðkaðist þá i öllum nýlendunum. I ffelsisstríðinu tóku margir negrar þátt í baráttunni við herra- þjóðina í von um að fa frelsi að launum, fýrir sjálfa sig, eða alla þræla. Það gekk ekki eftir nema í stöku tilvikum.2 Snemma bar þó á því, að mönnum mislíkaði, að folki væri haldið ánauðugu og létu menntamenn, listamenn og kvekar- ar sérstaklega til sín heyra um þau mál. John Woolman kvekari, sem var uppi frá 1720-1772, skrifaði meðal annars eftirfarandi til að mótmæla og það er greinilegt, að hann gerir sér ljósa grein fýrir mannlegu eðli óháð litarhætti: Með því að klína á menn hinu smánarlega heiti ÞRÆLAR, með því að klæða þá í flíkur sem fara þeim illa og láta þá þræla við óhreinleg verk er hætt við að við forum smám saman að trúa því að þeir séu folk sem frá nátt- úrunnar hendi sé okkur óæðra...3 Norður- og Suðurríkin Upp úr 1780 var farið að losa um þræla- hald i Norðurríkjum Bandaríkjanna, mishratt eftir ríkjum, og á fýrri hluta 19. aldar voru svertingjar orðnir fijálsir þar og í flestum Mið-og Suður-Ameríku- löndum.'1 Norður- og Suðurríki Bandaríkjanna voru að mörgu leyti ólik. Norðurríkin vom í óða önn að iðnvæðast, en Suðurríkin voru landbúnaðarríki. A 19. öld var aðal- munurinn sá, að Suðurríkjamenn héldu þræla, en hinir ekki og olli þetta mikilli togstreitu.5 Arið 1793 voru sett lög, sem leyfðu, að strokuþrælar væru sóttir yfir til þeirra ríkja, sem ekki heimiluðu þrælahald. Norðanmenn neimðu oft að taka þátt í að framselja strokuþrælana, enda var and- staðan við þrælahald miklu meiri í Norð- urríkjunum, en í suðrinu. Árið 1819 var þrælahald leyft í 11 ríkjum af 22 í ríkjabandalaginu. Samþykkt var að draga línu milli Norður- og Suðurríkjanna og skyldi þrælahald bannað að eilífu norðan hennar (Louisiana Purchase). Þegar sótt var um undanþágu fýrir Missouri, til að ganga í bandalagið sunnan línunnar, urðu miklar deilur. Að lokum var það þó samþykkt með því, að Maine fékk einnig inngöngu norðan línunnar. Þannig var jafnvægi haldið milli ríkjanna, sem héldu þræla og þeirra, sem ekki gerðu það. Þetta vom mestu siðferðilegu átök um þrælahald, sem höfðu átt sér stað ffam að þeim tíma.6 Um þetta sagði Arthur Livermore, þing- maður frá Norðurríkjunum: Nú gefst tækifæri - ef til vill ekki til að afmá þá synd sem hvílir svo þungt á sál okkar allra, en að nrinnsta kosti til að koma í veg fýrir vöxt hennar.7 Baráttan við hið illa og leit að réttlætingu Upp úr 1820 fóm að spretta upp félög og hreyfingar, sem börðust fýrir afnárni þrælahalds. Einna þekktastur og ákafast- ur leiðtoga afnámssinna (abolitionists), var William Lloyd Garrison. Einlægur boðskapur hans birtist i tímaritinu The Liberator, sem byijaði að koma út 1831: Það er rangt að halda þræla, því að það brýtur í bága við kenningar Krists um að allir menn séu skapaðir í Guðs mynd, og séu þar af leiðandi bræður. Félagið, sem Garrison stofnaði 1832, Anti Slavery Society, hafði mikil áhrif í deilunum um afnám þrælahalds. Garrison var heitur í trúnni og góður áróðursmaður, en þótti ekki að sama skapi góður stjómandi. Félagið klofnaði 1840, bæði vegna ágrein- ings urn aðferðir og vegna afstöðu til kvenna í baráttunni. Þótt Garrison þætti sjálfsagt, að konur fengju að berjast fýrir frelsun þræla til jafns við karla, var ekki svo með alla. Garrison var einn örfarra, sem barðist fýrir almennum mannrétt- indum og ætlaði svertingjum meira en frelsi úr ánauð. Hann ætlaði þeim einnig borgaraleg og pólitísk réttindi. Eftir klofninginn vom það fýrst og fremst stjómvöld og staðbundnir smáhópar, sem gagnrýndu þrælahald.8 Suðurríkjamenn vörðu þrælahald ineð SAGNIR 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.