Sagnir - 01.06.2001, Side 9

Sagnir - 01.06.2001, Side 9
Páll Björnsson er formaður Sagnfræðingafélags íslands. Hann stundar nú rannsóknir við Hugvísindastofnun Háskóla fslands. Svikmyndir? Um hetjusagnir og hversdagssögur í kvikmyndum í Laugarásbíói var að hefjast sýning á dýrustu evrópsku kvik- myndinni sem gerð hafði verið fram að þessu, myndinni Enemy at the Gates. Þetta var í byrjun maí 2001. Hún kostaði víst um 85 milljónir bandaríkjadala og fjallar um vatnaskil í síðari heimsstyrjöld, orrustuna um Stalíngrad veturinn 1942-43. Þessu ensk-þýsk-írska samvinnuverkefni var leikstýrt af Jean-Jacques Annaud. Af kvikmyndinni er það að segja að hún gaf allsendis ófullnægjandi mynd af örlagaríkum atburðum því að þeim var snúið upp í persónulegt drama, nánar tiltekið einvígi tveggja leyniskyttna, rússneska bóndasonarins Vassilis Zaitzevs og þýska aðalsmannsins Konigs. Rússinn er í hlutverki hetjunnar og það er hann sem hefur að lokum betur. Þannig er gefið í skyn að einvígi tvímenninganna hafi markað þáttaskil í orrustunni og jafnvel styrjöldinni. Ekki eru persónurnar tvær þó hreinn uppspuni vegna þess að báðar voru til og höfðu kannski dálítil áhrif á gang mála. Þó hljóta flestir að sjá í hendi sér að í átökum þar sem hundruð þúsunda hermanna koma við sögu, hergögnum af þyngstu og flóknustu gerð er beitt, framleiðslumáttur heilu iðngreinanna og samgöngukerfi víðáttumikilla landssvæða skiptir máli, svo ekki sé talað um ákvarðanir stjórnmálamanna og herforingja um strategíska og taktíska beitingu heraflans, þá verða þessir tveir karlar léttvægir. Hér er því um að ræða fremur hefðbundna kvikmynd sem höfðar til tilfinninga fólks, melódrama þar sem áhorfandinn er dreginn inn í spennandi atburðarás sem hlýtur farsælan endi með sigri söguhetjunnar yfir óvininum. Hvort slík hetjuvæðing sé alltaf alvond er ég ekki svo viss um en í þessu tilfelli leiðir hún til afskræmingar á sögunni; hún gerir þessa kvikmynd að sögu- legri svikmynd. Hefði ekki verið nær að gera hana án skírskot- unar til orrustunnar í Staiíngrad? Ættu sagnfræðingar að bregðast við þessu með því að berjast fyrir gerð heimildamynda vegna þess að þær gefi miklu sannari mynd af sögunni en leiknar myndir? í því sambandi verður að hafa í huga atriði sem margoft hefur verið bent á, að munurinn á leikinni mynd og heimildamynd sé alls ekki eins mikill og við viljum oft vera láta. „As much as the drama“, svo ég vitni í bandarískan kvikmynda- sagnfræðing, „the documentary presents a world that has been shaped by the filmmakerV Myndavélin er aldrei hlutlaus, það er alltaf einhver bak við hana. Vandinn sem framleiðendur heimildamynda standa frammi fyrir er því hinn sami og þeirra er kljást við fortíðina í gegnum hið ritaða orð: Bæði formin eru að einhverju leyti listform. Þeir hljóta að þurfa að takast á við gamal- kunnar aðferðafræðilegar spurningar um hvaða atburðir séu mikilvægir: Hverju á að sleppa? Á hvað viljum við leggja áherslu? í hvaða samhengi setjum við hlutina fram? Hvað getum við ekki vitað? Er t.d. stofnun lýðveldis á Þingvöllum á rigningarsömum júnídegi árið 1944 mikilvægari eða minnisverðari atburður heldur en kaffiuppáhelling eða gegningar einsetumanns í afskekktum firði að morgni sama dags? Ef við yfirfærum þetta sama vandamál yfir á leiknar kvikmyndir og höldum okkur við sama ártalið, þá mætti spyrja hvort lending Bandamanna í Normandí sé verðugra myndefni heldur en sena með venjulegu fólki sem gengur sömu fjöru í ró og friði áratug síðar. Eigum við m.ö.o. fremur að segja hetju- sögur en hversdagssögur, fremur að fjalla um leyniskyttur í Stalíngrad en óbreytta hermenn? Danilov (Joseph Fiennes) og Zaitsev (Jude Law) gefst stund milli stríða í hinni örlagaríku orrustu. Allmörgum vikum eftir þessa bíóferð hlunkaðist nýjasta tölublað hins heimsþekkta tímarits samtaka bandarískra sagnfræðinga, American Historical Review, inn um bréfalúguna hjá mér og þar var einmitt að finna sagnfræðilega greiningu á myndinni. Þar var fjallað um atriði sem komið höfðu upp í huga minn, en þó var farið talsvert dýpra í greininguna en 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.