Sagnir - 01.06.2001, Page 10

Sagnir - 01.06.2001, Page 10
ég hefði getað. T.d. var bent á að leyniskytturnar væru eftirmyndir ímynda hinna þekktu fornu stríðs- manna Hektors og Akkillesar, persóna sem aðeins gátu unnið hvor á annarri.2 Það er nefnilega með þessar kvikmyndagreiningar eins og dóma um bækur, að þær eru einkar gagnlegar og það hafa bandarískir sagnfræðingar uppgötvað fyrir margt löngu. Það mun hafa verið í október 1989 sem American Historical Review braut blað í eigin sögu með því að hleypa af stokkunum kvikmyndasagnrýni. Síðan þá hefur hún verið fastur liður á síðum þessa rúmlega aldargamla rits. Raunar var þessi merka nýjung ekki eins merkileg og ætla má af mínum orðum vegna þess að nokkrum árum áður hófst fræðileg umfjöllun um kvikmyndir í veglegu fréttabréfi samtakanna, Perspectives, og einnig á ársþingum þeirra. Þá má benda á að þremur árum áður, eða árið 1986, hóf Journal of American History kvikmyndasagnrýni. Einnig má nefna að löngu áður var kvikmyndin farin að gegna mikilvægu hlutverki í sagnfræðikennslu bandarískra háskóla. Þegar ég hóf framhaldsnám í sagnfræði vestra árið 1989 var þegar farið að líta á það sem sjálfsagðan hlut að nota kvikmyndir við kennsluna. Nú er svo komið að heilu og hálfu kúrs- arnir snúast um kvikmyndir.3 Haustið 1996 komst kvikmyndasagnrýnin á síðum American Historical Review í enn fastari skorður en upp frá því hafa nokkrar myndir verið greindar í hverju hinna fjögurra tölublaða sem koma út árlega. Hvers vegna sú breyting varð nákvæmlega á þessum tíma, eiga áhugamenn um kvikmyndir örugglega auðvelt með að giska á: Árið áður hafði jú nýjasta kvikmynd Olivers Stones um Nixon Banda- ríkjaforseta valdið fjaðrafoki þar vestra, einkum meðal fræðimanna. Inn í þær umræður drógust einnig eldri myndir eftir leikstjórann, t.d. JFK frá árinu 1991. Sagnfræðingum vestanhafs var nóg boðið, sérstaklega þeim sem aðhylltust hefðbundnar aðferðir sagnfræðinnar, en kannski var það einmitt ásetningur Stones að ganga fram af mönnum. „What is history?“ spurði Stone, eins og svo margir hafa gert. Þetta var árið sem hann lauk við JFK og ekki stóð á digurbarkalegu svarinu: „Some people say it’s a bunch of gossip made up by soldiers who passed it around a campfire ... . They create, they make it bigger, they make it better ... . The nature of human beings is that they exaggerate."4 Það fór í taugarnar á mörgum fræðimanninum hversu frjálslega hann fór með staðreyndir eða öllu heldur að hann skyldi vísa til sögu- legra staðreynda en skálda svo atriði inn í þær að eigin geð- þótta. Það verður samt ekki annað sagt en að leikstjórinn frægi hafi áhuga á sögunni því að skömmu eftir gerð myndarinnar um Nixon lét hann hafa eftir sér: „I make films like JFK and Nixon to stimulate discussion of the past.“5 Ef það er markmið hans þá verður ekki annað sagt en að hann hafi náð því. Sé litið til nýlegra bandarískra kvikmynda, einkum Hollywood-mynda, verður Ijóst að Oliver Stone er fjarri því að vera eini leikstjórinn sem hefur áhuga á fortíðinni. Á það var t.d. nýlega bent, að flestar þær kvikmyndir sem bandaríska kvikmyndaakademían hefur útnefnt sem bestu myndina síðustu 15 árin, hafi einmitt verið myndir sem fjölluðu um fortíðina á einn eða annan hátt.6 Þetta atriði eitt og sér sýnir auðvitað nauðsyn þess að fjallað sé um kvikmyndir á sagnfræðilegan hátt. Sé horft til íslenskra fræðitímarita þá hafa þau enn ekki tekið upp skipulega kvikmyndasagnrýni en á því verður vænt- anlega breyting. Gerðar hafa verið athyglisverðar heimilda- myndir hérlendis hin síðari ár, svo ekki sé minnst á hinar fjöl- mörgu leiknu kvikmyndir. Svo margar eru heimildamyndirnar orðnar að jafnvel mætti fara að bera einhverjar saman, t.a.m. myndir um ísland og kalda stríðið, eða svo við tökum annað dæmi af handahófi, Reykjavíkurmyndir Hrafns Gunnlaugs- sonar.7 Leiknu myndirnar þyrfti ekki aðeins að greina sem heim- ild um þá sem að þeim stóðu, heldur mætti einnig velta fyrir sér hversu góðu ljósi þær varpi á tíðaranda og formgerð þjóð- félagsins. Á þessu fræðasviði hefur Eggert Þór Bernharðsson rutt brautina.8 Meðal þess sem sagnfræðingar hérlendis eiga örugglega eftir að gera meira af á næstum árum, er að greina áhrif kvikmynd- arinnar sem menningarmiðils, þ.e. sem afls er reynir að móta þjóðfélagsformið, gerðir okkar og háttalag. Hér er ég að hugsa um félagsmótunina í mjög víðri merkingu, þ.e. atriði eins og fjölskyldugerð, kynhlutverk eða kyngervismótun fólks, viðhorf til umhverfis og samborgara, náttúruauðlinda eða jafnvel stjórnarskrárinnar, svo eitthvað sé nefnt. Gleymum því ekki að jafnvel ómerkilegustu kvikmyndir, eins og t.d. ódýrir vestrar eða kúrekamyndir, hafa ákveðið hlutverk í félagsmótuninni. T.a.m. sýna þeir áhorfendum að „siðmenningin" geti staðið af sér árásir glæpa- og utangarðsmanna, þeir gera einstaklingshyggju hátt undir höfði og boða forræði hins hvíta karlmanns, auk þess að réttlæta beitingu ofbeldis, jafnvel utan laga og réttar.9 Nú má spyrja hvort ég hafi ekki verið of gagnrýninn þegar ég kom út af myndinni Enemy at the Gates. Er það ekki einmitt háttur sagnfræðinga að telja að dramatík einfaldi og skrum- skæli veruleikann? Síðar fór ég að velta fyrir mér hvaða áhrif hún myndi hafa á þá fjölmörgu unglinga sem greinilega höfðu mikinn áhuga á þessari mynd og e.t.v. hafa ekki vitað margt um Hinn raunverulegi Zaitsev, lengst t.v., miðlar þekkingu sinni til vopnabræðra úr 284. síberísku rifflaherdeildinni. Þegar leið á orrustuna tók Zaitsen að sér að þjálfa tilvonandi leyniskyttur. 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.