Sagnir - 01.06.2001, Page 20

Sagnir - 01.06.2001, Page 20
afskipti þess af atvinnulífinu ættu að vera takmörkuð og heyra til undantekninga.’9 Formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, orðaði það svo í umræðum á Alþingi í febrúar 1982: Það er ljóst að formælendur opinberrar for- sjár hér á landi eins og annars staðar í heim- inum treysta yfirvöldum betur til að hafa vit fyrir fólkinu en fólkinu sjálfu að sjá hag sínum borgið.40 Sjálfstæðisflokkurinn vildi eins lítil afskipti ríkisins af efnahagslífinu og komist varð af með og taldi að markaðurinn væri best hæfur til að leysa efnahags- málin. Það var því ekki tilviljun að þegar Sjálfstæðis- flokkurinn komst að stjórnveli efnahagsmála, við- skiptaráðuneytinu, voru hendur látnar standa fram úr ermum og fyrir atbeina viðskiptaráðherra flokksins, og í samræmi við stefnu stjórnar og flokks, voru verðlagshöft að mestu afnumin á innan við tveimur árum og frelsi í gjaldeyrismálum aukið svo og frelsi í vaxtamálum innleitt á tiltölulega skömmum tíma. Oró og athafnir Fræg urðu ummæli Steingríms forsætisráðherra er vaxtafrelsinu var komið á, en hann taldi Þorstein Pálsson hafa platað Halldór Ásgrímsson til að sam- þykkja það. Hann var í fríi þegar um þetta var vélað og telur að þessar breytingar hafi orðið gegn vilja hans.41 Ekki aðhafðist Steingrímur þó neitt til að draga þessar breytingar til baka en það hefði honum átt að vera í lófa lagið því lögin um bankana, og vaxtafrelsið, voru ekki samþykkt fyrr en um ári seinna og ekki verður þess vart að hann hafi þá beitt sér gegn vaxtafrelsinu. Hann talaði hins vegar þannig á Alþingi að hann gat ekki talist heitur stuðnings- maður vaxtafrelsis.42 Stefna Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 1979 mótaðist ekki af frjálslyndum viðhorfum, þvert á móti. Til dæmis segir um peningamál að leita eigi eftir samkomulagi við bankana um að gera tveggja ára áætlun um útlán bankakerfisins þar sem heildar- útlán bankanna yrðu skilgreind og skipting útlána á atvinnugreinar og útlánaflokka. Markmiðið var að ná tökum á verðbólgunni og halda genginu sem stöð- ugustu með því að hafa áhrif á peningamagn í um- ferð. Ekki er minnst á frelsi í vaxtamálum eða öðrum þeim málum sem lúta að bankaviðskiptum og gjald- eyri. Um verðlagsmál segir hins vegar að flokkurinn sé hlynntur frjálslegri verðlagslöggjöf en varlega verði að fara í breytingar þar sem verðbólga undan- farinna ára hafi brenglað verðskyn neytenda. Það er reyndar ekki ljóst hvað framsóknarmenn eiga við með frjálslegri verðlagslöggjöf því þeir segja að hinu leytinu að auglýsa eigi hámarksverð á helstu nauð- synjavörur og að meira eigi að treysta á athuganir á innkaupum og samkeppnisháttum. Það virðist hins vegar ekki hafa verið ofarlega á forgangslista flokks- ins við stjórnarmyndunarviðræður í desember 1979 að leggja áherslu á aukið frelsi í atvinnulífinu eða í verðlagsmálum.43 Einnig má benda á að fyrir kosn- ingarnar 1983 vildi flokkurinn lögbinda hækkanir á verðlagi vöru og þjónustu44, enda var megináhersla flokksins fyrir þær kosningar hin svokallaða niður- talningarleið sem gerði ekki ráð fyrir miklu frjálsræði í efna- hagslífinu heldur beinlínis lagasetningu um lækkun, niðurtaln- ingu verðlags vöru og þjónustu til að lækka verðbólguna. En flokkurinn stóð að breytingum á lögum um verðlag og sam- keppni 1982, sem opnaði leiðina fyrir Verðlagsráð að ákveða án atbeina ríkisstjórnarinnar hvaða vörur væru felldar undan ákvörðunum ráðsins um hámarksálagningu eða hámarksverð. Enda kemur það fram í ræðum forystumanna flokksins á Alþingi að þeir eru hlynntir frelsi í verðlagsmálum og telja heppilegast að hinn frjálsi markaður ákvarði verð vöru og þjón- ustu en ekki stofnanir á vegum ríkisins.45 Flokkurinn leiddi að sönnu þá ríkisstjórn sem bylti verðlagningarkerfinu, vaxta- og gjaldeyrismálunum. Steingrímur Hermannsson hefur lýst því í ævisögu sinni að hann hafi hallast nokkuð að frjálslyndum viðhorfum í efnahags- málum og m.a. haft sér til fulltingis í efnahagsmálum, er hann varð forsætisráðherra 1983, Friðjón Þórðarson, yfirlýstan sjálf- stæðismann. Auk þess hafði hann tekið þátt í starfsemi Samtaka frjálslyndra flokka og þar hafa svipuð sjónarmið eflaust verið uppi og fylgt var við umbreytingu þessara málaflokka á íslandi.46 Því væri ekki sanngjarnt annað en að telja Framsókn- arflokkinn hlynntan þessum hugmyndum um minni afskipti rík- isins af atvinnulífinu en hins vegar er ljóst að aðgerðir í þá átt eru engar forgangsaðgerðir flokksins. Eina undantekningin má telja að sé afstaða Steingríms Hermannssonar til vaxtafrelsisins og verður ekki séð að aðrir forystumenn flokksins hafi tekið undir sjónarmið hans í þeim málurn. Blandaó hagkerfi Á 43. flokksþingi Alþýðuflokksins 1986 er ályktað um efna- hagsmál og lögð áhersla á að blandað hagkerfi henti þjóðinni best, það er að atvinnu- vegirnir verði reknir í formi einkareksturs, samvinnu- reksturs og opinbers reksturs, en þróa beri atvinnulýð- ræði innan allra rekstursforma.47 Almennt er stefnuskrá flokksins á þessum tíma sem og á áttunda áratugnum það sem kalla má vinstrisinnuð. Flokkurinn leggur áherslu á áætlunarbúskap til þess að hagnýta þekkingu, atvinnutæki og fjármagn á sem hagkvæmastan hátt og varar við samsöfnun fjármálavalds og auðs í höndum fárra því það sé andstætt lýðræði og jafnrétti. En þess er krafist að aðskilja beri pólitískt og peningalegt vald þar sem annað leiði til spillingar. Til þess að tryggja sem lægst vöruverð vill Alþýðuflokkurinn beita öflugu verðlagseftirliti og velja milli frjálsrar verðmynd- unar, hámarksálagningar, hámarksverðs og þjóðnýtingar, allt eftir því sem virkast reynist í hverri verslunargrein. Jafnframt væri æskilegt að efla sjálfstæða innflutningsverslun utan Reykjavíkur.48 Það má því ljóst vera að í stefnuskrá sinni lítur flokkurinn ekki á það sem sitt helsta baráttumál að auka frelsi í viðskiptalífinu en þó bregður svo við í bæklingi sem Alþýðu- flokkurinn gaf út árið 1995 að flokkurinn eignar sér það aukna frjálsræði í gjaldeyrismálum og erlendri lántöku fyrirtækja sem varð á níunda áratugnum.49 Hafa ber þá í huga að stefnuskrár flokkanna og framkvæmd stefnunnar þurfa ekki alltaf að fara saman. Alþýðuflokkurinn átti rætur í verkalýðshreyfingunni og líklegt er að á flokksþingum og í stofnunum flokksins hafi sjón- armið hennar ráðið allmiklu um niðurstöðu stefnumörkunar- innar. Flokkurinn átti ekki aðild að ríkisstjórn á níunda ára- tugnum fyrr en haustið 1988 en af ræðum þingmanna hans og þeirri afstöðu sem lesin verður útúr greinargerðum verður ekki annað séð en að þingmenn flokksins hafi verið gagnrýnir á op- inbera forsjá og hafi treyst markaðnum til að verðleggja vörur og þjónustu. Þá virðast þeir jafnframt hafa viljað auka sam- 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.