Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 24

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 24
Tengsl Hitlers við Wagnerættina voru náin og tengdu hana, hátíðina og verk Wagners dökkum tíma í sögu landsins. Það var erfitt og umdeilt að endurreisa hátíðina með þetta á bakinu. í bókaverslunum flóir yfir af bókum um Wagner og Hitler, Wagner og nasismann, Wagner og seinni heimsstyrjöldina, Wagner og gyðingahatur. Efnið er spennandi og söluvænlegt, og kann það að vera ríkur þáttur þess að margar bókanna eru flausturslega unnar og reyfarakenndar úr hófi fram. Því er gjarnan haldið fram að Wagner hafi verið stækur gyðinga- hatari, afkomendur hans sömuleiðis og hátíðin öðr- um þræði nasísk helgihátíð. Af þessu leiðir að hátíðin og Wagner vekja hugrenningatengsl við Hitler, nasis- mann og helförina, nokkuð sem fæstir vilja tengjast á nokkurn hátt. Flutningur á tónlist Wagners er t.d. bannaður í ísrael.9 Þessi Wagnerkomplex, ef svo má að orði komast, er hins vegar ekki hugarburður rit- höfunda eftirstríðsáranna. Strax eftir stríðið sáust greinileg merki þess að Þjóðverjar væru óvissir um í hvorn fótinn þeir ættu að stíga þegar Wagner bar á góma. Sjálfsmynd þeirra var löskuð eftir ósigurinn 1945 og nánast allir þættir þýskrar sjálfsvitundar og sjálfsmyndar voru teknir til endurskoðunar. Þjóð- verjar voru hræddir við að hlusta á Wagner skömmu eftir stríð. Það er merkileg staðreynd að árið 1946 var engin Wagnerópera sett upp í öllu Þýskalandi. Árið 1947 tóku örfá þýsk óperuhús Wagneróperur til sýninga, og þótti dirfska að flestra mati. Hringurinn, höfuðverk Wagners, hafði sérstöðu í huga almenn- ings, einkum vegna túlkunar nasista og hægrimanna á honum og var fyrst fluttur aftur í Þýskalandi 1950, og þá í litlu óperuhúsi í Coburg. Stóru húsin tóku Hringinn fyrst til sýninga 1951 þannig að Bayreuthhátíðin var í broddi fylkingar þegar hún færði hann upp á opnunarhátíðinni.10 Þessar einföldu staðreyndir segja meira en mörg orð.11 í þessari grein er fortíðarvandi Bayreuthhátíðar- innar og Wagnerfjölskyldunnar reifaður. Ósigurinn 1945 færði fjölskylduna, og Þjóðverja almennt, skyndilega í þá stöðu að þurfa að horfast í augu við fortíðina með öðrum hætti en þau höfðu vænst. Höf- uðspurning greinarinnar er í hverju fortíðarvandinn felst fremur en hvernig fjölskyldan og Þjóðverjar glíma við hann. Fyrst er vikið að Richard sjálfum og verkum hans með skírskotun til nasisma og and- semitisma. Því næst eru raktir þættir úr sögu hátíðar- innar og Wagnerfjölskyldunnar fram til 1944 og grafist fyrir um pólitíska stöðu hátíðarinnar, tengslin við Hitler og stöðu Bayreuth í Þriðja ríkinu. Að lokum er dregið saman í hverju fortíðarvandinn felst og hvers vegna erfiðlega gengur að glíma við hann. Þjóöernishyqgja og andsemitismi í verl<um Wagners Stjórnmálasaga og menningarsaga Þýskalands á 19. öld er samofnari en í fyrstu virðist. Þýskaland var sameinað eftir fransk-prússneska stríðið 1870-1871 og brátt eldaði það grátt silfur við nágrannaríkin á nýjan leik. Á öld rómantíkur og þjóðernishyggju tókst hið nýstofnaða Þýskaland á við það verðuga verkefni að hlaða undir þjóðarvitund sína og leita hins sanna þýska þjóðaranda.12 Síðbúin stofnun ríkis- ins, sem áður hafði einungis verið sameinað að nafn- inu til sem keisaralegt ríkjasamband, hafði þau áhrif á fornaldardýrkun þýskrar rómantíkur að síðbúin fornmennta- stefna reið í hlað. Menntamenn og listamenn leituðu þá dyrum og dyngjum að öllu fornþýsku sem mætti styrkja þjóðernis- vitund og stolt. Saman við fornmenntastefnuna þýsku ófst pan- germanisminn og leitarsvæðið varð því öllu víðlendara en ætla mætti. Skyndilega varð fornnorrænn menningararfur forngerm- anskur, fornþýskur.13 Listaverk og efnistök Wagners eru skilgetin afkvæmi þessara strauma í stjórnmálum og menningu. Fyrir fáum misserum birti Árni Björnsson afrakstur rannsókna sinna á þýsku fornmennta- stefnunni með sérstöku tilliti til Wagners. Wagner var ákafur þjóðernissinni og leit ekki á efnivið sinn sem alþjóðlegan forn- menntaarf heldur fornþýskan arf. Niðurstöður Árna styðja þá skoðun að verk Wagners beri að skoða í þessu ljósi.14 Barry Millington bendir ennfremur réttilega á að vegna hálfguðlegar stöðu Wagners, og óumdeilanlegs frumleika í listsköpun, sé mönnum of gjarnt að líta á hann sem frumherja á öllum mögu- legum sviðum. Sannleikurinn sé hins vegar sá að hann hafi ekki verið frumkvöðull í pólitískum skrifum sínum og skoðunum og verk hans endurspegli umfram allt skoðanir Þjóðverja á 19. öld, að því gefnu að þau endurspegli eitthvað. Mjög varasamt sé að rekja ýmsa þræði nasismans fremur til hans en annarra.15 Ef Wagner hefði ekki samið frægar óperur dytti fáum í hug að leita róta nasismans hjá honum. Snemma var verkum Wagners haldið á lofti sem einum af meistaraverkum mannsandans. í ljósi þess að þau eru þýsk þóttu þau jarteikn um yfirburði Þjóðverja í menningu og listum. Þá þótti mörgum verkin endurspegla pólitískar skoðanir Wagners. Án þess að hefja langa umræðu um mögulegar merkingar og túlkanir á verkum Wagners verður ekki séð að óperur hans séu þjóðernisleg áróðursverk. Þegar spurt er um þjóðernislegan áróður í verkum Wagners eru einungis tvær af þrettán óperum hans tækilegar til umræðu, Lohengrin og Meistarasöngvararnir. í fyrsta þætti Lohengrin heldur Hinrik konungur fuglari þrumu- ræðu yfir undirsátum sínum í Brabant vegna herkvaðningar sinnar gegn ungverskum innrásarlýð. Vörn Þjóðverja og ósigr- anleiki þeirra er hins vegar ekki umfjöllunarefni óperunnar. Eftir að Elsa hefur klúðrað ráðahagnum við Lohengrin og líður að lokum óperunnar heitir hann konungi sigri gegn Ungverjum í guðs umboði. Guðsfylgi Þjóðverja á orrustuvellinum gegn öðrum þjóðum mætti túlka sem þjóðernisáróður. Auðsærra virðist þó að guð styðji trúmenn sína gegn heiðnum barbörum en að hann taki afstöðu í deilum kristinna, og þar af leiðandi siðmenntaðra, þjóða. Enda kemur Lohengrin upphaflega til Brabant til þess að hindra áform Ortrudar, sem er heiðinn morðingi, en ekki til þess að leiða Þýskaland til sigurs gegn öðrum þjóðum. Og eftir allt saman eru varnir þjóðarinnar aukaatriði í óperunni en ást og tryggð í forgrunni.16 Þannig er mjög djúpt á þjóðernisáróðri í Lohengrin, og undarlega lítið af honum ef Wagner hugsaði hana sem áróðursstykki. í Meistarasöngvurunum er fjallað um gildi þýskrar listar og viðhorf til vaxtar og viðgangs hennar. Meðal niðurstaðna er að þýsk list sé öllum öðrum æðri og eilíf. Sachs segir við Walter, þegar sá síðarnefndi hafnar því að vera gerður Meistarasöngv- ari, að viðhald gamalla gilda og hefða sé lykillinn að sjálfsvit- und þjóðarinnar: Drum sag ich Euch: ehrt Eure deutschen Meister! Dann bannt Ihr gute Geister; und gebt Ihr ihrem Wirken Gunst, zerging in Dunst das heil'ge röm'sche Reich, und bliebe gleich die heil'ge deutsche Kunst!17 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.