Sagnir - 01.06.2001, Side 28

Sagnir - 01.06.2001, Side 28
tiltekna gyðinga og aðra óæskilega menn frá hátíð- inni. Þegar Winifred sagði listræn sjónarmið hátíðar- innar ganga fyrir öllu, og að nefndir menn væru hátíðinni mikilvægir, og hunsaði þar með beiðni Hitlers, beitti hann sér ekki frekar. Enginn úr röðum nasista tók fram fyrir hendur hans í málinu og freist- aði þess að knýja á um breytingar. Meðal þeirra sem unnu áfram óáreittir í Bayreuth var andnasistinn Heinz Tietjen, einn hæfasti leikmyndahönnuður og óperuleikstjóri 20. aldar og primus motor í listrænni starfsemi hátíðarinnar í Þriðja ríkinu.48 Fyrri heimsstyrjöldin setti hátíðina úr skorðum í miðjum klíðum 1914 og hún var ekki endurreist fyrr en 1924, og þá úr gjaldþroti. Flutningsréttur allra óperanna rann út 1913 og þar með lagðist af mikil- væg tekjulind fyrir fjölskylduna. Siegfried fór um- fangsmikla tónleikaför um Bandaríkin 1924 með háleit markmið um fjársöfnun fyrir endurreisnina, en rak sig þá á vegg sem hann hafði ekki gert sér grein fyrir áður. I stað þess að uppskera rausnarleg framlög bandarískra Wagneraðdáenda héldu flestir að sér höndum vegna pólitískrar stöðu fjölskyldunnar. Miklar sögur gengu af sambandi Winifredar og Hitlers. Hitler hafði skömmu áður mistekist að hrifsa til sín völdin í Bjórkjallarabyltingunni og nafn hans var þekkt. Siegfried varð stöðugt að svara fyrir tengsl fjölskyldunnar við hægriöfgaöflin í Þýskalandi. Hann var sjálfur frekar reikull í afstöðu sinni til nasista og tók ekki afgerandi afstöðu gegn þeim. Hann hreifst t.d. mjög af Erich Ludendorff. Hann var keisarasinni og harður andstæðingur Weimarlýðveldisins. Yfir Festspielhaus blakti aldrei fáni Weimarlýðveldisins heldur gamli keisarafáninn. Hann hafði samt ekki gert sér grein fyrir því fyrr en nú hversu illa honum hafði tekist að efla pólitískt hlutleysi hátíðarinnar. Allt frá heimkomunni til dauða síns 1930 reyndi Siegfried að draga upp mynd af hátíðinni sem póli- tískt hlutlausri, en með litlum árangri. Þjóðernissinn- aðir hægrimenn flykktust áfram til Bayreuth. Bæjar- blaðið, Bayreuther Blatter, sem jafnan var spyrt hátíðinni af almenningi, fylgdi Bayreuthklíkunni ákaft að málum og viðhafði æ nánari samvinnu við nasistaflokkinn. Það var á brattann að sækja fyrir Si- egfried og hann varð æfur þegar hann sá leikskrána fyrir hátíðina 1924, en gerð hennar hafði verið í ann- arra höndum. í stað skrifa um Wagner úði allt og grúði af pólitískum áróðri. í kjölfarið lét Siegfried hengja upp stórt og áberandi skilti í Festspielhaus þar sem gestir voru vinsamlegast beðnir að ræða ekki pólitísk málefni í húsinu né hrópa pólitísk slagorð eftir sýningar; „Hier gilt's der Kunst!“ Eins og áður er getið var þessu ekki hlýtt. Tilraun Siegfrieds til varnar pólitísku sjálfstæði Bayreuthhátíðarinnar er þeim mun áhugaverðari þar sem viðhorf hans til Hitlers virðist hafa sveiflast til og frá. Það var ekki að ósekju sem Bandaríkjamenn, og reyndar aðrir einnig, sökuðu Siegfried um náin tengsl við nasista. Þegar Hitler sat í fangelsi lýsti Sieg- fried yfir stuðningi sínum við hann í opnu bréfi í Bayreuther Blatter, og víðar. Erfitt var fyrir Siegfried að telja fólki trú um, að stuðningurinn við Hitler væri algerlega utan við málefni hátíðarinnar og ein- ungis á grunni persónulegrar vinsemdar en ekki póli- tískum grunni, enda ekki trúlegt.49 Þegar Winifred tók við hátíðinni var hún á barmi gjaldþrots vegna fjárhagslegra ógangna Weimarlýð- veldisins. Ef ekki hefði komið til fjárstuðningur ríkisins 1933, fyrir atbeina Hitlers, hefði hátíðin líklega lagst af á fjórða ára- tugnum. Frá og með 1936 var árlegt framlag ríkisins aðaltekju- lind hátíðarinnar og myndaði rektrargrundvöll hennar; hún var fjárhagslega háð ríkinu.50 Strax 1933 var Bayreuth endurvígð Þriðja ríkinu. I fyrsta sinn frá því að Festspielhaus var vígt í upphafi hófst hátíðin sumarið 1933 á flutningi níundu sinfóníu Beethovens, að þessu sinni undir stjórn Richards Strauss. Meistarasöngvararnir voru fyrstir á dagskrá og í fyrra hléi var bein útvarpsútsending frá Festspielhaus um allt Þýskaland. Joseph Göbbels hélt magnaða útvarpsræðu um Wagner og óperur hans sem hornsteina sjálfs- myndar Þjóðverja. Á sama tíma birtist Hitler einkennisklæddur með útrétta hægri hönd í svalarglugga Festspielhaus og hátíðar- gestir fögnuðu með viðeigandi hætti. Winifred lét sér vel líka. Með hverju sumri jókst nasistabragur hátíðarinnar, svo mjög að mörgum þótti Hitler nánast skyggja á Wagner. „Hirðóperuhús Hitlers14, sagði Thomas Mann. Aðalgatan sem gengið er eftir frá bænum sjálfum í Bayreuth til „grænu hæðarinnar“, eins og Festspielhaushæðin er nefnd í daglegu tali, var endurskírð Adolf-Hitler-Strafle. Á frumsýningum hvers sumars stóðu SS sveitir undir vopnum heiðursvörð í löngum röðum við Festspi- Frá hátíðinni 1934. Hitler heilsar út um glugga á „Lúðvíksviðbyggingunni“ á Festspielhaus og gestir gera róm að. Viðbyggingin er veglegur sérinngangur sem byggður var við húsið 1882 í því skyni að lokka Lúðvík Bæjaralandskonung á frumsýningu Parsifal sama ár, en hann lét ekki sjá sig. Það er því sérleg kaldhæðni í myndinni. elhaus. Andrúmsloftið var eftir þessu. Hitler ávarpaði gesti í leikskrá hátíðarinnar og bað þá um að virða ósk hátíðarhaldara um að ræða ekki pólitísk mál í húsinu. Þetta er undarlegt yfir- varp og má spyrja hverju sætti. Winifred virðist ekki hafa gert neitt til þess að hindra að hátíðin yrði rammpólitísk nasistahá- tíð. Líklega hefur Hitler sjálfur viljað leyfa sýningunum að njóta sín og Wagner að eiga athygli manna óskipta þegar inn í must- eri menningarinnar var stigið. Hátíðin var aftur á móti ekkert ópólitískari fyrir vikið. Það er ótrúlegt hversu gæðamiklar sýningar hátíðarinnar voru á dögum Þriðja ríkisins sé litið til þess fólksflótta sem varð meðal listamannanna. Winifred fékk af Hitler að nasistar höfðu ekki áhrif á hverjir kæmu fram í Bayreuth, gyðingar eða aðrir. Hátíðin var pólitískt ósjálfstæð en listrænt sjálfstæð. Fleiri gyð- ingar yfirgáfu hátíðina að eigin frumkvæði en þeir sem sátu eftir. En það voru ekki bara gyðingar, og aðrir þeir sem nasistar litu niður á, sem flúðu. Norrænir og þýskir stórsöngvarar yfir- 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.