Sagnir - 01.06.2001, Page 29

Sagnir - 01.06.2001, Page 29
gáfu hátíðina hver af öðrum, Kirsten Flagstad, Kerstin Thor- burg, Lotte Lehmann, Elisabeth Schumann, Frida Leider og Herbert Janssen, svo einhverjir séu nefndir. Að Bayreuth hafi sjaldan eða aldrei náð slíkum hæðum í tónlistarflutningi eins og á fjórða áratugnum sýnir hversu margir góðir Wagnersöngvarar komu fram á þessum árum. Vandræði Winifredar voru helst í stjórnendamálum. Victor de Sabata var eini erlendi stjórnand- inn í hæsta gæðaflokki sem vildi stjórna í Bayreuth á þessum árum og flestir bestu stjórnendur Þýskalands héldu sig fjarri eftir að hafa misst stöður sínar annars staðar. Hitler tókst ekki að ráða fram úr vandanum með því að reyna að telja Toscanini hughvarf, en gekk betur þegar hann skrifaði sínum uppáhalds- stjórnanda, Wilhelm Furtwángler. Furtwángler hafði yfirgefið hátíðina 1931 eftir ágreining við Winifred en snéri nú aftur 1936. Hann var flokksbundinn nasisti og mjög haldið á lofti af Bayreuthklíkunni. Þegar rifist er um fortíð hátíðarinnar og hversu nasísk hún var í raun og veru er því gjarnan fleygt fram til varnar, að þrátt fyrir fjárhagsstuðning Þriðja ríkisins hafi hátíðin bæði haldið listrænu sjálfstæði sínu og öll stjórn hennar verið í höndum Wagnerfjölskyldunnar. Winifred var Festspielleiter og þar af leiðandi heyrðu öll mál hátíðarinnar beint undir hana, listræn og fjárhagsleg. Barry Millington heldur t.d. fast í þá skoðun að ekki beri að líta svo á að fjárhagsstuðningur ríkisins við hátíð- ina 1936-1939 hafi á nokkurn hátt svipt hana sjálfstæði gagn- vart nasistum.51 Hvernig sem heppilegast er að skilgreina stöðu hátíðarinnar fyrir síðari heimsstyrjöldina í þessu samhengi, þá þarf enginn að velkjast í vafa um stöðu hennar í stríðinu. Þegar stríðið skall á fáum dögum eftir lok hátíðarinnar 1939 bjóst Winifred til að leggja niður starfsemi hátíðarinnar. Hún gerði ekki ráð fyrir fjárframlögum á stríðstímum og taldi víst að flestir starfsmenn og listamenn yrðu kvaddir í herinn innan skamms. Síðast en ekki síst var til lítils að halda hátíð án áhorf- enda. Öllum að óvörum greip Hitler í taumana. Frá og með sumri 1940 hafði Winifred listræna stjórn með höndum sem fyrr en að öðru leyti heyrði stjórn hátíðarinnar beint undir Hitler.52 Hitler skipaði rekstri hátíðarinnar undir samtök á vegum nasistaflokksins, Kraft durch Freude, og gerði leiðtoga þeirra, Bodo Lafferentz, umsjónarmann hátíðarinnar í sínu um- boði. Lafferentz var ákafur stuðingsmaður Hitlers og Hitler fékk honum gjarnan ýmis gæluverkefni. Lafferentz var einnig heillaður af Wagner og hátíðinni, og 1943 mægðist hann Wahnfriedfjölskyldunni þegar hann kvæntist Verenu. Af hlýðni við Hitler reyndi Lafferentz aldrei að hafa áhrif á listræna stjórn hátíðarinnar. Hátíðarnar 1940-1944 gengu þá og nú undir nafninu Kriegsfestspiel. Miðar voru ekki seldir á almennum markaði heldur deilt af Hitler til valinna manna; gestirnir urðu „Gaste des Fúhrers“. Hátíðina sóttu einkum hermenn, bæði særðir og aðrir sem fengið höfðu að snúa til baka af vígstöðvunum um stundarsakir af einhverjum ástæðum. Hermenn úr Rússlands- stríðinu voru sérlega áberandi. Geta Þjóðverja til þess að halda glæsilega menningarviðburði sem þessa á stríðstíma skyldu sýna þrek og yfirburði og innblása hermönnunum baráttumóð og föðurlandsást. Stríðshátíðarnar voru þó allt annað en glæsilegar þótt Bayreuth væri skreytt nasistaborðum í bak og fyrir og leik- skráin væri uppfull af stóryrðum og hvatningarorðum í nafni Wagners og föðurlandsins. Hitler veitti fjölmörgum listamönn- um undanþágu frá herskyldu til þess að styrkja hátíðina, en það var ekki nóg. Söngvarar flúðu umvörpum og skortur á mannafla var tilfinnanlegri en nokkru sinni. Sem dæmi um skortinn má nefna að meðlimir úr Víkingsfylki SS mynduðu meirihluta Bayreuthkórsins. Annað var eftir þessu. Gestirnir voru sömu- leiðis ekki upp til hópa ákafir aðdáendur tónskáldsins og dottuðu fleiri þeirra en vanalega, enda óperur Wagners langar og krefjandi. „Gáste des Fíihrers“ á leið til Festspielhaus sumarið 1940. í ræðu og riti túlkuðu nasistar verk Wagners mál- stað sínum til stuðnings. Athyglisvert er, að ekkert bendir til þess að Hitler hafi ætlað að svipta hátíðina pólitískum búningi eftir ætlaðan sigur í heimsstyrj- öldinni. Þvert á móti hafði hann miklar framkvæmdir á teikniborðinu. Til eru nákvæmar teikningar af end- urbyggingu og viðbyggingu Festspielhaus sem aldrei urðu en bera stórhug Hitlers vitni. Á prjónunum var heljarmikil sigurhátíð í Bayreuth. Allt féll þetta um sjálft sig. Ekki síður athyglisverð er staða Winifredar Ákafir Wagnerunnendur á glæsilegri hátíð? Hermenn fá sér ferskt loft og rétta úr sér í hléi á sýningu í síðari heimsstyrjöldinni. í stríðinu. Rannsóknir á bréfum og skjölum hátíðar- innar og Hitlers sýna, að hún leitaði samþykkis Hitlers við nánast hverju sem var í listrænum efnum stríðshátíðanna, hverjir kæmu fram, hvaða óperur væru settar upp o.s.frv. Hátíðin var varla sjálfstæð nema að litlu leyti eftir 1940.53 Bandarískar hersveitir hertóku Bayreuth bardaga- laust 14. apríl 1945. Til allrar hamingju var engri sprengju varpað á Festspielhaus en því miður skemmdist Wahnfried verulega þegar fáeinum sprengjum var varpað á bæinn. Við tók óvissan. Wagner hafði hljómað í síðasta sinn í Festspielhaus - í bili. Hitler - Bayreuth - Winifred Árið 1975 var fimm tíma langt viðtal við Winifred, háaldraða, sýnt í sjónvarpi um allt Þýskaland. Þar rakti hún sögu Wahnfriedfjölskyldunnar og hátíðar- innar 1914-1975. Viðtalið vakti deilur og umtal 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.