Sagnir - 01.06.2001, Page 31

Sagnir - 01.06.2001, Page 31
sjálfur aldrei séð neitt athugavert við þessa fullyrðingu, raunar verið henni sammála. En eftir því sem ég rannsaka sögu hátíð- arinnar og tengsl hennar og Hitlers frekar þykir mér fullyrð- ingin allmikil einföldun. Sé horft á málið frá sjónarhóli Wagner- fjölskyldunnar, einkum Winifredar, var Hitler hreint ekki slæm- ur aðdáandi. Hitler kom hátíðinni til bjargar þegar nauð hennar var mikil og endalok hennar virtust blasa við. Stuðningur nas- ista við hátíðina er engum öðrum en Hitler sjálfum að þakka. Dekur hans við hátíðina og mest allt tilstandið með Wagner í leiðtogatíð hans mæltist misjafnlega fyrir meðal forystumanna flokksins og hann þurfti oft að beita sér til þess að hafa sitt fram í þeim málum. Vilji Hitlers í Bayreuthmálum var gjarnan gegn vilja flokksforystunnar en gekk fram að lokum. Það var Hitler að þakka að Bayreuth hélt listrænu sjálfstæði sínu lengst af, það var Hitler að þakka að nasistar „hreinsuðu ekki til“ í lista- mannahópi Bayreuth, það var að persónulegri skipun Hitlers að listamenn og fjölskyldumeðlimir, t.d. Wieland, voru undan- þegnir herskyldu og gátu unnið óskipt að málefnum hátíðar- innar. Hitler reyndist fjölskyldunni ætíð stoð og stytta. Þegar Wolfgang og Wieland voru reknir fyrir óhlýðni úr Hitlersæsk- Hitler ráðgerði að byggja við Festspielhaus að stríði loknu og halda þar umfangs- mikla sigurhátíð. Myndin sýnir teikningu arkítektsins Rudolf Emil Mewes af hug- mynd Hitlers. Framkvæmdir voru við það að hefjast þegar stríðið braust út. unni var mildilega tekið á málinu fyrir atbeina Hitlers."' Getur ekki verið, að fjölskyldunni sé erfitt að skera á allar tilfinningar sem hún hafði til þessa trausta vinar? Getur ekki verið, að Wolf- gang muni enn í dag að Hitler gerði meira fyrir Wagnerhátíðina en flestir aðrir? Vissulega er stór hluti fortíðarvandans fólgin í tengslum Hitlers og Wagnerfjölskyldunnar. Nasistar misnotuðu verk Wagners og stríðshátíðarnar tengja nafn Bayreuth og Wagners órjúfanlega við atburði sem þáverandi stjórnendur hátíðarinnar, og síst af öllu Richard sjálfur, áttu aðild að. Sam- tímis er örðugt að finna þann mann sem hefur stutt hátíðina af slíkri rausn sem Hitler, nema ef vera skyldi Lúðvík Bæjaralands- konungur sem gerði stofnun hátíðarinnar mögulega. Það eru sannarlega tvær hliðar á sambandi Hitlers við hátíðina og Wahnfriedfjölskylduna. Líklega var Hitler allt í senn besti og versti áðdáandi Wagners. Venjulega gerir fólk sér ekki grein fyrir góðu hliðinni, og síst af öllu, að það var sú hlið sem miklu fremur snéri að Wagnerfjölskyldunni en sú slæma. Herítage of Fire árið 1944. í henni segir hún loft allt lævi blandið í Wahnfried og að hún vilji ekki taka þátt í þeim nasisma sem þar veður uppi. Bókin var ári síðar þýdd á þýsku undir heitinu Nacht uber Bayreuth og var gríðarlega vinsæl eftir stríð. Bók Friedelindar þykir traust heimild því að hún er mjög gagnrýnin og skarpskyggn í umfjöllun sinni.67 Á eftir Friedelindi hefur Gottfried Wagner farið mikinn í útlistun á nasískri fortíð fjölskyldunnar. Þrátt fyrir ýmsar góðar athugasemdir er mjög erfitt að taka hann trúanlegan vegna þess tilfinningahita sem ein- kennir öll skrif hans. Áður var getið túlkunar hans á verkum Wagners; annað er eftir því. í augum Gott- frieds er ætt hans öll, allt frá Richard sjálfum til Wolfgangs, ákafir nasistar og andsemitistar sem bera mikla ábyrgð á framgangi Hitlers, nasismanum og þeim grimmdarverkum sem framin voru í nafni hans.6S Hér er seilst um hurð til lokunnar. Vegna þessa ber ekki minna á varnarritum í ættinni. Dæmi um slíkt er sjálfsævisaga Wolfgangs, Lebens-Akte, frá 1994 þar sem hann snýst gegn ásökunum um nasíska fortíð sína og hátíðarinnar.69 Eftir Wieland liggur ekki mikið á prenti um þessi efni þar sem honum gafst ekki tækifæri til að gera sér varnarrit áður en hann féll frá 1966. Hann leit fortíðina svipuðum augum og Wolfgang, kannaðist vel við vinfengið við Hitler, að hann hafi verið vinur, stoð og stytta, en ekki að Wagnerfjölskyldan hafi nokkurn skapaðan hlut á samviskunni.70 Af þessu þarf engan að undra að erfitt er að sjá hvað er satt og logið í sögu fjöl- skyldunnar og Wagnerhátíðarinnar. Glíman við fortíðina er aldrei auðveld. Kannski sést best í tilviki Wagnerhátíðarinnar hvernig að- skildir slæmir þættir í fortíðinni geta magnað hvern annan upp og runnið saman í stærri vanda. Hátíð Richards var ópólitísk og nasistar fjarri. Á hinn bóginn var Richard andsemitískur. Síðan snérist dæmið við, andsemitisminn hvarf en hátíðin varð pólitískari. Útkoman úr þessu er verri en þættirnir aðskildir: tengsl hátíðarinnar og fjölskyldunnar við Hitler og nasista hafa bæði gert andsemitisma Wagners í menningar- og þjóðernismálum að kyn- þáttahyggju og stimplað alla ættina frá upphafi til enda með henni. Winifred og synir hennar þurftu, og Wolfgang þarf enn, að sverja af sér gyðingahatrið sem þau hafa aldrei gerst sek um. Og enn í dag þarf að sverja nasistabrennimarkið af Wagner sjálfum og verkum hans. Vandamálin eru eitt fúafen og ólíklegt að almenningur kæri sig um að ana út í það og átta sig. Til þess þarf fólk einfaldlega að kynna sér sögu Wagnerættarinnar og Wagnerhátíðarinnar betur en almenningur hefur hug á. En við verðum þó að vona að á endanum megi koma safaríkustu kjaftasögunum og alvarlegustu rangfærslunum fyrir kattarnef. Fúafen fortíðarvandans Aðspurður um túlkun sína á Hringnum svaraði söngvarinn Dietrich Fischer-Dieskau, að fyrst og fremst væri sagan harm- saga fjölskyldunnar. Það má með sanni segja að saga Wagner- fjölskyldunnar sé Niflungahringur út af fyrir sig. Hatrammar ættardeilur hafa orðið um forystu hátíðarinnar66 og fjölskyldu- meðlimir sjá fortíðina ekki sömu augum. Illindin hafa leitt til þess, að hver sakar annan um óheilindi og nasisma. Friedelind gekk fyrst á dyr í seinni heimsstyrjöldinni og skrifaði bókina 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.