Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 36

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 36
sálma, skrautrituðum og skýrt aðgreindum fyrir- sögnum, eða línubilum, svo sem tíðkast í prentuðum bókum. Upphafsstafirnir hafa því oftast það eina hlutverk að skreyta og virðast fáar reglur gilda um framsetningu þeirra. í mörgum handritum frá þessum tíma eru skreytingar upphafsstafa því æði handahófs- kenndar og viðvaningslegar en um leið eru þær á vissan hátt forvitnilegar, því þær vitna um það hvernig menn gáfu hugmyndafluginu lausan tauminn þegar þeir voru ekki bundnir af hefðum og reglum um form og uppsetningu, eða því takmarkaða svig- rúmi til skreytinga sem prentverkið bauð upp á. Persónulegur skreytistíll Þó að skortur á stíl og lærðum aðferðum einkenni handbragð margra þeirra sem skreyttu handrit sín á 18. öld er þó vissulega einnig að finna handrit frá þessum tíma sem bera vitni um að skrifarinn eða sá sem skreytti (sem oft virðist geta verið einn og sami maður) hefur lagt sig fram um að hafa samræmi og heildarsvip í skreytingunum. Sumir þeirra hafa senni- lega haft prentaðar bækur eða forskriftarbækur til hliðsjónar en einnig eru ófá dæmi um að menn fari sínar eigin leiðir og móti sér persónulegan skreytistíl; setji saman skreytiform með ákveðnum einkennum sem ganga í gegnum allt handritið og má jafnvel bera kennsl á í fleiri en einu handriti. Þannig er til dæmis um upphafsstafina í JS 13 8vo (sálmasafni frá um 1770), Lbs. 886 a 4to (sálmaupp- skriftum frá 1772) og ÍB 68 4to (uppskrift Snorra Eddu, kvæða o.fl. frá s.hl. 18. aldar) sem allir bera blaða- og blómaskreyti í nákvæmlega sama stíl (sjá myndir). Sameiginleg sérkenni má sjá í blómunum, sem yfirleitt hafa fimm krónublöð sem raðað er í hálfhring um kjarnann, og laufblöðunum sem alltaf eru dropa- eða snigillaga; einnig í litanotkuninni og því hvernig blöðunum og blómunum er komið fyrir á sveigðum eða uppkrulluðum flúrlínum. I tveimur handritanna, Lbs. 886 a 4to og ÍB 68 4to, eru að auki titilsíður með samskonar blómaflúrsveigum og sér- kennilegri hálfhringabryddingu sem einnig má sjá í skrautborðum milli sálma í Lbs. 886 a 4to. Næstum öruggt er að þessi handrit eru öll skreytt af sama manni. Þá er eðlilegt að spyrja hvort sami maður hafi í einhverjum tilvikum eða öllum einnig skrifað handritin. I JS 13 8vo virðist textinn skrifað- ur í kringum og eftir lögun upphafsstafanna og það bendir til þess að þeir hafi verið dregnir jafnóðum og skrifað var. Líklegt er því að þar hafi skrifarinn sjálf- ur dregið upphafsstafina. í hinum handritunum virð- ast aftur á móti hafa verið skildir eftir ferkantaðir reitir fyrir upphafsstafina, svo að þar gætu þeir allt eins hafa verið gerðir eftir á af öðrum en skrifaranum og þá hinum sama og skreytti og skrifaði JS 13 8vo. Einungis er tilgreindur skrifari að einu handritanna í Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins. Þar er séra Engilbert Jónsson sagður skrifari ÍB 68 4to en nefna má annað skreytt handrit sem talið er með hans hendi, ÍB 524 8vo.7 Það handrit ber upphafsstafi sem samsettir eru úr stílfærðum plöntuformum á ferkönt- uðum grunni. Þessir stafir eru mjög frábrugðnir þeim sem skreyta ÍB 68 4to og gætu staðið sem dæmi um annars konar sérstæðan og persónulegan skreytistíl. Ef til vill bendir þetta til þess að handrit Engilberts séu skreytt af öðrum en honum sjálfum og því alls óvíst að skreytingarnar sem einkenna ÍB 68 4to og hin tvö hand- ritin séu með hans hendi, hvað þá að þau tvö síðarnefndu séu einnig skrifuð af honum. Vert væri og forvitnilegt að kanna þennan hóp handrita betur með samanburði á rithöndum en hér verður látið nægja að nefna þau einungis sem dæmi um handrit sem skoða má og tengja saman á nýjan hátt út frá sameigin- legum einkennum í skreytingum. Fleiri dæmi mætti nefna um handrit frá þessum tíma sem hafa verið skreytt af mönnum sem fundu sér sinn eigin sérstæða stíl er ber lítinn svip af skreytingum prentaðra bóka. Önnur dæmi sýna hvernig menn settu saman stafaform sem þeir sóttu í prentaðar bækur og lífleg og oft frumleg skrautform eftir eigin höfði. Þannig birtist sköpunargleði einstaklingsins á margan hátt í handritum frá 17. og 18. öld þrátt fyrir að áhrif prentaðra bóka séu sterk og stundum yfirgnæfandi. Nióurlag Langur vegur er frá þeirri faglegu formfestu sem einkennir skreytingar miðaldahandrita til frjálslegra tilrauna 18. aldar manna til að lífga uppá handrit sín. Hvað listræn gæði og glæsileika varðar er sjaldnast hægt að jafna hinum yngri hand- ritum saman við hin eldri. Skreytingar í 18. aldar handritum eru forvitnilegar á annan hátt en lýsingar miðaldahandrita. I þessari stuttu grein hafa verið dregin fram í máli og myndum nokkur dæmi um upphafsstafi sem sýna hvernig prent- aðar bækur voru beint og óbeint nýttar sem fyrirmyndir í hand- ritaskreytingum frá þessum tíma. Þessi dæmi leiða einnig í ljós að stæling á prentuðum fyrirmyndum hefur sjaldnast veitt mönnum nægilega útrás fyrir sköpunarþörfina og að alþýðleg listsköpun brýst fram í ýmsum myndum í handritum frá þessum tíma. Aðrar ekki síður athyglisverðar tegundir handritaskreyt- inga virðast vitna um það sama, t.d. titilsíðuskreytingar, bóka- hnútar og myndir, en þær eru rannsóknarefni út af fyrir sig. Tilvísanaskrá: 1 Halldór Hermannsson, Icelandic Illuminated Manuscripts of the Middle Ages. Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi VII. Kaupmannahöfn, 1935, bls. 13 og 26. - Björn Th. Björnsson, íslenzk myndlist á 19. og 20. öld. Drög að sögulegu yfirliti I. Reykjavík, 1964, bls. 7. - Björn Th. Björnsson, „Myndlist á síðmiðöldum“. Saga íslands V. Ritstjóri Sigurður Líndal. Reykjavík, 1990, bls. 336-337. - Norberg, Rune, „Illuminering (illu- mination)“. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder VII. Reykjavík, 1962, d. 358. 2 Matthías Þórðarson, „Islandsk folkekunst, navnlig i 17. og 18. aarhundrede“, Nordisk Kultur XXVII. Kunst. Ritstjóri Haakon Shetelig. Stokkhólmi, 1931, bls. 454. 3 Þessa athugun gerði ég við undirbúning BA-ritgerðar minnar: „Skreytilist og sköpun- argleði í kvæðahandritum frá 17. og 18. öld“, BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands 2000, Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni. 4 Matthías Þórðarson, „Islandsk folkekunst, navnlig i 17. og 18. aarhundrede“. Nordisk Kultur XXVII. Kunst. Ritstjóri Haakon Shetelig. Stokkhólmi, 1931, bls. 454. - Björn Th. Björnsson, „Myndlist á síðmiðöldum“. Saga íslands V. Ritstjóri Sigurður Líndal. Reykja- vík, 1990, bls. 348-349. - Halldór Hermannsson, llluminated Manuscripts of the Jóns- bók. Islandica XXVIII. Ithaca, 1942, bls. 20. 5 Gray, Nicolete, A History of Lettering. Creative Experiment and Letter Identity. Ox- ford, 1986, bls. 139-140. 6 Steingrímur Jónsson, „Prentaðar bækur“. íslensk þjóðmenning VI. Ritstjóri Frosti Jó- hannsson. Reykjavík, 1989, bls. 97. Halldór Hermannsson, Bibliograpbical Notes. Is- landica XXIX. Ithaca, 1942, bls. 1-3. 7 Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins II. Páll Eggert ólason tók saman. Reykjavík, 1927, bls. 749. - Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins III. Páll Eggert ólason tók saman. Reykjavík, 1935-1937, bls. 115-116. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.