Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 44

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 44
Mynd 1. Siglingartil íslands 1800-1820 Heimild: Hagskinna, bls. 566. Gras eða grænmeti? Nú reyndi á hyggjuvit íslendinga, hvort þeir gætu nýtt sér bjargræðisvegina sem náttúran hafði ávísað þeim, líkt og Trampe stiftamtmaður komst að orðum.2lí Gyða Thorlacius, sem kemur víða við sögu í þessari grein vegna einstakrar útsjónarsemi hennar á raunastundu, dó t.d. ekki ráðalaus. Hún hafði, ásamt eiginmanni sínum Þórði Thorlacius, fljótlega tekið upp þá nýlundu eftir að hún fluttist til Suður- Múlasýslu að rækta matjurtir þar sem henni var „ljóst, hve garðræktin var mikils varðandi í landi, sem náttúran hefur úthlutað matvælum af svo skornum skammti.“ Uppskeran vakti fögnuð meðal sveitunga hennar en „grasið fannst þeim ómissandi."27 Enda var almennt talið að grasið væri forsenda lifsviðurværis íslendinga. Samkvæmt nýja „Hreppstjóra instrúx" var það skylda hreppstjóra að“ eyða hjátrú og hleypidómum heimskíngja gegn svo mikilvægu bjargræðismeðali, og sjálfur ætti hann [að] kosta kappi um, að vera öðrum hér í góð fyrir- mynd.“28 Gyða lagði sitt af mörkum og hvatti ná- granna sína til garðyrkju, enda sá hún að með upp- skerunni mætti bæta hollustu og fjölbreytni fæðunn- ar sem var á boðstólnum á íslenskum heimilum.25 Matjurtargarður í Reykjavík frá því um 1820. Garðyrkja hafði ekki átt upp á pallborðið meðal íslendinga. Einhverjir kálgarðar höfðu verið í landinu á 17. öld. En ekkert var ræktað að ráði á fyrri helm- ingi 18. aldar.30 En „[h]vílíkan ard og Bjargrædisstod gefa ecki gódir og vel ræktaðir Kál-, Róta- og Jardepla - Gard- ar sínum Egendum..." spurði Magnús Stephensen í auglýsingu sinni í september 1809,31 enda gerði hann sér grein fyrir gagnsemi matjurta. Honum þótti miður að íslend- ingar höfðu ekki tileinkað sér matjurtarækt „hvörsu holla og ljúffenga Fædu, sem Keisarar og Kóngar, og sérhvörr fra þeim niðureptir til aumasta Förukarls, meta sem dýrmætt hnoss- gæti...“32 Þar af leiðandi óskaði hann eftir því „ad Innbyggjar- arnir láti sér vera med alúd umhugad, ad abla þessa jardar ávaxtar, sem er svo drjúgur á búi...“33 Eggert Ólafsson hafði einnig mælt sérstaklega með því að íbúar á Vesturlandi, eða í byggðum við sjó, þar sem aðalfæðan var fiskur og skyrbjúgur- inn var einna skæðastur, neyttu meira grænmetis.34 Ekki tókst alltaf sem skyldi. Sýslumaðurinn í Strandasýslu skrifaði í skýrslu sinni árið 1811 að í þeim fjórum matjurta- görðum sem voru í rækt í Strandasýslu hefði uppskeran brugðist sökum frosthörku á sama vori.35 Ári síðar var uppskeran í sýsl- unni engu betri.36 Hið sama má segja um matjurtaræktina sem hafði færst í vöxt fyrir sunnan. Árið 1811 mistókst kartöflu- og rófuuppskeran algjörlega í Reykjavík.37 Uppskeran á suðvestur- horni landsins brást einnig árið 1812.38 Magnús Stephensen taldi engu að síður að skilyrði fyrir kál- og kartöfluræktun væru mjög góð hér á landi.3’ Svo heppilega vildi til að uppskeran úr garði Gyðu varð ein- staklega drjúg á búi árið 1808 þegar kaupskipasiglingar lágu því sem næst niðri. Fyrir vikið tókst sýslumannshjónunum að fá tvær tunnur af rúgi gegn hluta af uppskerunni og loforð um fjórar tunnur til viðbótar ef þau létu eftir eitthvað af fræum og grænmeti.40 En hér var um skammgóðan vermi að ræða. Sá dagur rann upp, í maí árið 1809, að Gyða sáði síðasta fræinu. Nokkrum vikum síðar barst henni þó sending sem „bar vott um fágæta göfugmennsku manns, sem við höfðum aldrei séð, og hlýja samúð til félaga hans af embættisstétt." Frydensberg land- fógeti hafði fengið veður af því hve ötul hún var í garðyrkjustör- funum og getið sér þess til að fræskorturinn væri orðinn tilfinn- anlegur.41 Þórður Thorlacius, eiginmaður Gyðu, hafði reyndar óskað eftir því, í september árið 1808 og svo ítrekað þá bón sína í apríl 1809, að stiftamtmaður sendi fræ til útbýtingar í sýslu sinni. Svo að Frydensberg hefur tæplega þurft að búa yfir yfir- skilvitlegum hæfileikum, suður í Reykjavík, til að geta sér til um fræskortinn á heimili sýslumannshjónanna í Suður-Múlasýslu.42 En fræskorturinn var tilfinnanlegur víðar í landinu. íbúar Helgafellssveitar og Skógarstrandar voru meðal þeirra fslend- inga sem höfðu gripið til garðyrkjunnar sem bjargræðismeðals á styrjaldarárunum en þeir voru einnig farnir að finna fyrir fræskortinum árið 1809. íbúar sýslunnar óskuðu sérstaklega eftir því að sýslumaður útvegaði þeim kál- og kartöflufræ.43 Og undrin gerðust víðar. Geir biskup hafði orð á því árið 1810 að bændur á Suðurlandi væru“ farnir að leggja sig með meiri alúð eftir káli en fyrri.“44 Á næstu árum kemur sú ósk víða fram að 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.