Sagnir - 01.06.2001, Síða 55

Sagnir - 01.06.2001, Síða 55
Þjóðernið og natúralisminn Þjóðernisblandinn natúralismi var lengi viðloðandi viðhorf til leikmyndagerðar og er jafnvel enn. Andóf gegn natúralisma í leiklist hófst þegar um aldamótin 1900,29 þó það kæmi ekki fram hér að marki fyrr en um 1960. Meyerhold, hinn rússneski frumkvöðull módernisma í leiklist, skilgreindi natúr- alisma í leikhúsinu þannig að í sögulegum verkum væri leitast við að umbreyta sviðinu í safn; gera eftirmyndir stílbragða sögunnar. Hann taldi forsendur natúralismans vera andsnúnar lifandi list.30 Jólaleikrit Þjóðleikhússins árið 1952 var Skugga-Sveinn í leikstjórn Haraldar Björnssonar með leikmynd Magnúsar Pálssonar, sem fékk góða dóma í Tímanum. Sveinn Bergsveins- son skrifaði hinsvegar leikdóm í Frjálsa þjóð, sem var talsvert annars eðlis: ...stofurnar, bæði í Dal og á sýslumannssetrinu [voru] með ágætu handbragði, enda hefur Magnús sýnt, að hann kann margt vel. En útisviðin voru hreinasta hörm- ung. Hreinasta hörmung. Hvar hefur Magnús t.d. séð slíka hamrakletta á íslandi. Þeir voru allir hlaðnir úr hnullungum. Átti Skugga-Sveinn kannske að hafa hróflað þeim upp sér til dundurs? Eða er þetta abstrakt- list í leiktjaldagerð? Þetta átti leikstjórinn ekki að viður- kenna. Eða þá grasafjallið, drottinn minn dýri. Grasa- fólkið leið yfir sviðið hálfbogið í leit að grösum í skrúð- grænum og litríkum blómabrekkunum. Þetta hefði þótt undarlegt grasaland á Ströndum. Þá átti jökullinn líka hálfbágt með sig að velta ekki út af. Hann minnti nánast á Eiffelturninn í París. Fjarlægðin var sem sé allt of lítil úr því að sýna átti jökulinn í heild. Eða þá heiðarbrúnin. Kannske Magnús skilji ekki orðið. Ég skil þó varla í öðru en hann hafi einhvern tíma skroppið austur á Kamba- brún. Og þar gefur annað á að líta. Sem sagt, af heiðar- brún verður að sjást niður á láglendið. Svo geta risið upp fjöll í baksýn. Ef til vill hefur dalurinn átt að vera áhorf- endasalurinn. En hafi maður aðeins átt að hugsa sér hann, því þá ekki að hugsa sér allt hitt líka? Það sparar.31 Þarna birtist skýrt viðhorf gamla raunsæisskólans um „rétt“ landslag. Annað var bara ekki tekið gilt, fremur en um alda- mótin 1900. En Magnús Pálsson átti eftir að ganga enn lengra næstu árin í að brjóta upp hinar mosagrónu hefðir leiktjalda- gerðarinnar. Fjalla-Eyvindur hjá LR í ársbyrjun 1967 í leikstjórn Gísla Halldórssonar og með natúralískri leikmynd Steinþórs Sigurðs- sonar fékk hinsvegar frábæra dóma gagnrýnenda: ,,[F]rábærar leikmyndir Steinþórs Sigurðssonar - að mínu áliti þær beztu, sem gerðar hafa verið við þjóðlegt leikrit að undanförnu.“ '* Og: Tíðindum sæta... leiktjöld Steinþórs Sigurðssonar, sem eru einstakt undur að [ajllri gerð, lit og lögun. Þar ber hæst sviðsmynd annars þáttar sem yfirgengur allan natúralisma: þegar tjaldið fer frá opnast manni virkileg útsýn yfir íslenskt landslag að hausti. Steinþór Sigurðs- son hefur áður vakið athygli með leiktjöldum sínum. En eru því virkilega engin takmörk sett, sem hann getur, og gerir?33 í blaðaviðtali sagðist Steinþór hafa farið upp á öræfi ásamt fleirum úr Leikfélaginu áður en hann gerði leikmyndina og fundist það ávinningur: „...í 3. þætti notuðum við... beinlínis eina mynd þaðan - hún var sem sagt engin lygi.“34 Þarna birtist natúralísk afstaða til leikmyndagerðar en Steinþór segir um sína afstöðu almennt: „Ég er sjálfur sveigjanlegur í stíl. Mér finnst að höfundar eigi að hafa sitt að segja með útfærsluna, öfugt við marga kollega mína. Mér finnst að oft geti leikmynd drekkt leik. Ég hef oft verið realistískur. Það ræðst af leikstjórum og verkefnum. Sé miðað út það sem ég hef gert má greina öll möguleg tilbrigði."35 „Ýmsir hefóu svitnað af blygóun" Leikmynd Gunnars R. Bjarnasonar við Mörð Val- garðsson eftir Jóhann Sigurjónsson 1970 olli einnig sterkum viðbrögðum. Freymóður Jóhannsson skrif- aði bréf í Morgunblaðið og sagði m.a. að „ferlegu falsi“ hafi verið beitt við hönnun leikmyndarinnar og að ekki væri að furða þó „ýmsir hefðu svitnað af blygðun.“ Ennfremur: „Æskilegt hefði vissulega verið að geta fundið til þess að maður væri staddur hér á landi, - hinu sumarfagra Suðurlandi en ekki t.d. á tunglinu eða eyðimörk undirheima.“ Freymóður gengur svo langt að draga þá ályktun af sviðssetning- unni á Merði Valgarðssyni, sem hann segir að hafi upprunalega heitið Lygarinn,“ að hið íslenska hljóti Gunnar R. Bjarnason, Mörður Valgarðsson. Þjóðleikhúsið 1970. brátt að þurrkast allsstaðar út í öllum listgreinum, - ekki aðeins í myndlist, tónlist, bókmenntum, heldur einnig leiklist." Ennfremur segir Freymóður: ,,[E]f þessi 50 ár væru ekki liðin [frá láti skáldsins], hefði ég kært vegna Jóhanns og listaverks hans.“36 Fleiri skrifuðu gegn útfærslu Gunnars og var megininntakið að leikmyndin væri ekki nógu þjóðleg. Halldór Þorsteinsson, leikgagnrýnandi Tímans, segir m.a. að Mörður Valgarðsson „...virðist í öllum sannleika sagt vera miklu heldur saminn fyrir stóran leikvang undir beru lofti heldur en lítið leik- svið innan þröngra veggja."37 Sigurður A. Magnús- son á Alþýðublaðinu var hinsvegar jákvæður í garð leikmyndar og tónlistar í sýningunni: „Athyglisverð- ustu þættir sýningarinnar voru tvímælalaust leik- myndir og búningar Gunnars R. Bjarnasonar og tón- list Leifs Þórarinssonar.“38 Listin á kostnað kassastykkjanna í lok sjötta áratugarins kom absúrdisminn til sög- unnar og ný viðhorf um uppstökkun leikrýmis og einfaldari umgjörð ruddu sér smám saman til rúms. Magnús Pálsson tók sæti í stjórn LR árið 1959 sem ritari. Þegar kom að aðalfundi vorið 1960 blossuðu upp deilur um framtíðarstefnu félagsins. Um veturinn voru tvö leikrit af meiði absúrdismans frumsýnd, Sex
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.