Sagnir - 01.06.2001, Síða 57
merkileg ef ekki athyglisverðari og að sér hafi fundist furðulegt
að allir gagnrýnendur hafi lofað Odin teatret en ekki litið sýn-
ingu Leiksmiðjunnar sömu augum.51 Jón telur að Frísir kalla, sé
bautasteinn tilraunaleikhúss hér á landi.52 í Tímanum sagði um
þá sýningu:
Frísir kalla er ekki sýndur á leiksviði Lindarbæjar, heldur
hefur pallur verið reistur á salargólfi og áhorfenda-
bekkjum komið fyrir á þrjá vegu við hann. Þessi
nýi vettvangur hefur verið ruddur og rúinn flestum ef
ekki öllum venjulegum blekkingarmeðölum sínum eins
og t.d. leiktjöldum og leikendur látnir standa leikbún-
inga- og förðunarlausir eða með öðrum orðum sagt
næstum því allslausir frammi fyrir dómurum sínum,
áhorfendunum.”
Jón Þórisson sagði þetta um sviðið í Frísir kalla:
Mér fannst það gefa skemmtilega möguleika. Ég hef séð
myndir af mjög skemmtilegum uppfærslum, sem eru á
miðju gólfi og þá er dekúrasjónin með og oft hengd upp
í loftið í staðinn fyrir að vera á gólfinu, sem stundum get-
ur verið truflandi við þessar aðstæður. Ég veit til þess, að
leikrit Shakespeares hafa verið færð upp á þann hátt, að
sviðið var sett fram í sal svipað og hjá Leiksmiðjunni í
Frísir kalla, þar sem fólk gat séð það úr þremur áttum. Þá
var dekúrasjónin alveg eins og í venjulegu leikhúsi, öll á
gólfinu, leikarar gátu t.d. horfið á bak við súlu úr einni
átt en sézt samtímis úr annarri.54
Erlendir straumar
Erlend áhrif voru orðin allnokkur í hérlendri leikmyndlist um
1970, bæði vegna þess að leikmyndahöfundar menntuðust nú í
auknum mæli erlendis og einnig vegna þess að erlendir teiknarar
gerðu hér leikmyndir. Leikmynd Ekkehards Kröhns fyrir upp-
setningu Þjóðleikhússins á Fást í árslok 1970 var um margt
óvenjuleg, að sögn Gunnars Bjarnasonar. Halldór Þorsteinsson
segir um þá sýningu í Tímanum: „Leiktjöldin eru stílhrein,
einföld og frumleg. Þau eru í einu orði sagt ósvikið augnayndi
og höfundi sínum til stórsóma. Ekkehard Kröhn á listfengi,
útsjónarsemi og smekkvísi á óvenjulega háu stigi.“55 Steinþór
Sigurðsson segir að Ivar Török hafi komið með ferskan blæ inn
í leikhúsið hér um 1970: „Hann gerði persónulega hluti og hafði
sinn stíl. Þetta voru öðruvísi áherslur hjá honum.“5S ívar Török
gerði fyrstu leikmynd sína hér á landi í Iðnó vorið 1970 við ung-
verska leikritið Það er komintt gestur eftir Ungverjann Örkený.
Jón Þórisson aðstoðaði Török við að mála þessa fyrstu leik-
mynd hans hér. Jón segir að Török hafi komið með ný viðhorf
inn í leikmyndagerðina, m.a. tækni við effektamálun með
sérstökum penslum. Hann kom úr akademísku umhverfi líkt og
Lothar Grund.57 Sveinn Einarsson segir um þá sýningu: „yfir
allri sýningunni var framandi blær en þekkilegur, ungverskt í
litum (blátt og brúnt)“58 Sveinn segir jafnframt að Török hafi
bersýnilega þekkt sínar heimaslóðir. Sigurður A. Magnússon
skrifaði um leikmyndir Töröks að þær væru „sannkallað
nýnæmi, hlýlegar, fallegar og vandaðar. Török hefur leyst vanda
hins þrönga leiksviðs af mikilli hugkvæmni og töfrað fram á
sviðinu hið rétta andrúmsloft austur-evrópsks sveitaþorps, þar
sem tíminn stendur í stað."”
Breytt viöhorf
Greinileg viðhorfsbreyting til hérlendrar leikmyndlistar kemur
fram á áttunda áratugnum. Hún skýrist að nokkru af aukinni
menntun leikmyndahöfunda, auknum fjölda þeirra og aukinni
tilraunamennsku á leiksviðinu en einnig af því að
leikmyndahöfundar beittu sér í því að kynna sitt fag.
Sýning á verkum leikmyndahöfunda var á
Kjarvalsstöðum í byrjun október 1979. Jónas
Guðmundsson skrifaði af því tilefni hugleiðingu í
Tímann þar sem hann fjallar m.a. um mismunandi
afstöðu þjóða til leikmyndarinnar: „f Bandaríkjunum
til dæmis er oft klappað sérstaklega fyrir leikmynd-
inni, eða leikmyndateiknaranum í upphafi sýningar
og svo mun í fleiri löndum líka. Á íslandi klappa
menn ekki fyrir leikmyndum, og þótt fyrir komi að
leikmyndar sé getið t.d. í gagnrýni, heyrir það til
hreinna undantekninga. Það er því þörf ábending,
sem fólgin er í sýningu leikmyndateiknara..."60 Jónas
heldur áfram og ræðir m.a. um afstætt mat á góðri
leikmynd, þar sem hún sé bæði leiklist og myndlist
hafi hún tvær þungamiðjur; hún geti verið skemmti-
leg en falli illa að leiknum. Einnig segir Jónas að erfitt
sé að meta það stundum hvað sé upprunaleg
leikmynd:
Sem dæmi vill undirritaður taka, að fyrir
skömmu var hér sýnt enskt leikrit, sem
vinsælda naut. Undirritaður átti naumast orð
til að lýsa hugkvæmni leiktjaldamálarans og
búningateiknarans. Nokkrum vikum síðar átti
hinn sami leið um London þar sem verkið var
fyrst frumsýnt - og gekk enn -, og viti menn.
Þar var notuð nákvæmlega sama leikmynd og
sömu búningar og á íslandi. Þessa var hins
vegar ekki getið í leikskrá [ljeikhússins hér
heima.61
Jónas Guðmundsson segir einnig að sýningin sýni
„að við eigum færa sviðsmyndlistamenn. Ekki aðeins
hagleiksmenn, heldur einnig listamenn, sem hafa
næmt auga fyrir leikhúsverkum... Menn vakna til
meðvitundar um að þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir,
heldur listræn vinna, sjálfstæð, nýsköpun[,] listaverk
[a.m.k. stundum], sem gjarnan mætti hefja til meiri
vegs í umræðu og skilningi á leikhúsinu sjálfu.““
Nauðsyn rannsókna á leikmyndlist
Magnús Pálsson segir um hugtakið leikmynd:
„Fyrsta verk félagsins [leikmyndateiknara árið 1965]
var að búa til nýyrðið leikmynd sem síðan festist
í málinu.“63 Þetta var ári áður en Konunglega
leikhúsið í Kaupmannhöfn tók formlega upp
starfsheitið „scenograf" (leikmyndateiknari) í stað
„teatermaler".64
Félag leikmyndateiknara varð deild í Félagi
íslenskra leikara árið 1968. Sú deild fékk inngöngu í
höfundaréttarsamtökin Myndstef 1992 auk annarra
leikmyndateiknara í kvikmynda- og sjónvarpsgeir-
anum. Upp úr því var stofnað fagfélag á nýjan leik,
árið 1994, og að þessu sinni kölluðu menn sig leik-
myndahöfunda til að leggja áherslu á höfundarétt
sinn auk þess að byggja upp ímynd fagsins sem full-
gildrar listgreinar.
Félagið hefur kappkostað að kynna list og list-
greinar félagsmanna og m.a. samið við Upplýsinga-
miðstöð myndlistar um að setja upplýsingar um
félagsmenn og verk þeirra inn á heimasíðu Upplýs-
ingamiðstöðvarinnar á Netinu. Síðustu tvö árin hefur
félagið haft aðild að Bandalagi íslenskra listamanna
55