Sagnir - 01.06.2001, Síða 61

Sagnir - 01.06.2001, Síða 61
 Guðný Hallgrímsdóttir er fædd árið 1963. Hún útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla l'slands árið 2001. Guðný stundar nú MA nám í sagnfræði við sama skóla. Móóurást á 18. öld Ýmsir fræðimenn hafa reynt að túlka samfélag fyrri alda út frá hugrenningum manna er uppi voru á þeim tíma. Þessar túlkanir nútímafræðimanna móta síðan að einhverju leyti viðhorf kom- andi kynslóða til sögunnar, hvort sem þær eru sannar eða bara hreinn og klár skáldskapur. Saga íslenskra kvenna á 18. öld er að mestu leyti byggð á heimildum sem karlar skrifuðu og end- urspeglar því í ríkum mæli viðhorf þeirra til kvenna á þeim tíma. Hæpið er að skrif þessara manna gefi að öllu leyti rétta mynd af raunverulegu lífi kvenna, því svo ólíkur var reynslu- heimur kynjanna. Söguskoðun fræðimanna sem byggð er á aldagömlu viðhorfi karlasamfélags getur ekki þótt góð fræði- mennska þar sem íslenskum mæðrum er almennt lýst sem fáfróðum konum er vanræktu ung börn sín.' Þegar reynt er að vinna með heimildir frá fyrri tímum er mikilvægt að vera meðvitaður um það samfélag sem heimild- irnar eru sprottnar upp úr. Margar merkilegar heimildir frá 18. og 19. öld eru vitnisburður lærðra manna er hér ferðuðust um landið og kynntu sér m.a. lifnaðarhætti íslendinga og almennt heilbrigðisástand með tilliti til orsaka sjúkdóma og dauða. Rannsóknir og skrif Eggerts Ólafssonar og danska læknisins Schleisners eru einmitt gott dæmi um slíkar heimildir sem eru stútfullar af merkilegum fróðleik. Samt sem áður tilheyrðu flestir þeir sem ferðuðust og skrifuðu um ísland á þessum tíma yfirstétt karla sem hafði lítinn skilning á bágum aðstæðum íslenskrar alþýðu. Sumir þeirra höfðu það eitt að markmiði að segja ýkjusögur af lítt þekktum samfélögum, meðan aðrir reyndu í anda upplýsingarinnar að heimfæra erlenda siði og venjur upp á fátækt sjálfsþurftarsamfélag íslendinga. Nægir hér að nefna ferðasögur Horrebows, Andersons og Stanleys.2 Jafnvel þótt færa megi sönnur á einstök dæmi sögunnar sem lýsa hrottalegri meðferð á börnum eða saknæmu athæfi einstak- linga, er varhugavert að alhæfa um of út frá slíku því að verið getur að ástæða þess að einmitt slíkar frásagnir varðveitast í munnmælum eða dómsskjölum, hafi verið einsdæmi þeirra í sögunnar rás. Allar heimildir úr fortíðinni þarf að skoða með fyrirvara því ef varpa á raunsæju ljósi á lifnaðarhætti fyrri alda er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeim aðstæðum sem fólk lifði við og síðan án fordóma að reyna að skilja örlög þess. Tilgangurinn með þessari grein er samt ekki að setja konur á 18. öld á einhvern heiðursstall, heldur frekar að reyna að fjalla sem hlutlausast um hlutverk þeirra í samfélaginu og getu til að takast á við lífið og tilveruna við þær erfiðu aðstæður sem lífið íslenskar mæður á 18. öld vanræktu ekki ung börn sín. bauð þeim. Með góðu móti ætti að vera hægt að skrifa sögu kvenna með hjálp nýjustu rannsókna á sviði barnauppeldis, brjóstagjafar og almennrar heilsuverndar ásamt sögulegum staðreyndum um lifnaðarhætti íslendinga á 18. öld. Eymdarlíf á Fróni Mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar á 18. öld var bláfátækur almúginn sem dró fram lífið við erfiðar aðstæður í harðbýlu landi. Samgönguerfiðleikar ásamt löngum og köldum vetrum dæmdu stóran hóp manna í hálfgerða einangrun mestan part ársins. Um það bil 40% þjóðarinnar voru þurfamenn, vinnuhjú eða ómagar en aðrir voru að mestu leyti bláfátækir leiguliðar. Talið er að 90-95% bænda landsins hafi verið í leiguábúð. Þorri landsmanna bjó því við mjög rýran efnahag sem þoldi illa áföll á borð við farsóttir, lélegt árferði og náttúruhamfarir.3 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.