Sagnir - 01.06.2001, Side 69
;si9i
Með kommúnískri byltingu áttu öreigar að taka framleiðslutækin eignarnámi til
að losna undan firringunni.
með tilverugrundvöll sinn. í borgaralegu, kapítalísku samfélagi
er eignarhaldið á framleiðslutækjunum ekki í eigu þeirra sem
leggja fram vinnuna, það er öreiganna, heldur eru þau í höndum
kapítalistanna. Sá sem ekki á framleiðslutæki ræður litlu um
framleiðsluafstæður samfélagsins. Þegar vinnan, hin eiginlega
lífsstarfsemi mannsins, veitir honum ekki fullnægju þá skapast
firring sem segja má að leiði til þess að maðurinn verði aðeins
ófrjáls afurð afurða sinna. Þannig girða framleiðsluhættir hins
kapítalíska samfélags fyrir persónuþroska öreiganna. Leiðin til
frelsisins iiggur í gegnum þroskann, en hún er fullkomlega ófær
nema að öreigarnir losni undan firringunni. Til þess er aðeins
ein leið fær: Kommúnísk bylting þar sem öreigarnir taka öll
framleiðslutæki eignarnámi með tilheyrandi afnámi séreignar.
Þegar markmiði byltingarinnar hefur verið náð með fullkomnu
afnámi stéttaskiptingar vill Marx leysa ríkisvaldið upp í smáar
einingar, þar sem samfélagsgerðin verður sambærileg því formi
sem birtist í kenningum anarkista.7
Helsta „framleiðslutæki“ frelsisins samkvæmt kenningum
frjálshyggjunnar, frjáls markaður framboðs og eftirspurnar, er
þannig helsta orsök samfélagslegs ófrelsis og firringar í kenn-
ingum Marx, enda tengist persónulegt frelsi einstaklingsins ekki
tilteknum borgaralegum mannréttindum heldur félagslegu
markmiði sem aðeins kemur til með að nást við tilteknar efnis-
legar aðstæður. Skilningur á hugtakinu frelsi í borgaralegu sam-
félagi gengur hins vegar út á frjálsa verslun, frjáls kaup og sölu.
Þannig hefur borgarastéttin breytt manngildi í markaðsgildi og
sett samviskulaust verslunarfrelsið í öndvegi. Raunar skilgreinir
Marx grunneiningu frjálshyggjunnar, séreignina, eða öllu heldur
rétt einstaklingsins til hennar sem rétt til að ráðstafa auðlegð
sinni að vild óháð samfélaginu og án tillits til annarra meðlima
þess. Á þeirri frelsishugmynd grundvallast borgaralegt samfélag.
Þetta veldur því að einstaklingurinn upplifir í umgengni við
samborgara sína aðeins takmarkanir á eigin frelsi en ekki raun-
gervingu þess. Þannig snúast borgaraleg mannréttindi um
aðskilnað einstaklings og samfélags og ganga því gegn félags-
legu hlutverki einstaklingsins sem hluta af heild tiltekinnar teg-
undar. Það er ekki fyrr en kommúnískt samfélag hefur komið í
staðinn fyrir borgaralegt samfélag, með stéttum sínum og stétt-
arandstæðum, sem upp rís „samfélag manna, þar sem frjáls þró-
un hvers einstaklings er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildar-
innar.“8 Þannig álítur Marx að frelsið geti aðeins orðið markmið
en ekki veruleiki í kapítalísku samfélagi.
Með afstöðu sinni til hins svokallaða frjálsa markaðar er
óhætt að segja að Marx gerist sjálfkrafa hatrammasd andstæð-
ingur frjálshyggjunnar enda er kenningum hans ekki síst beint
gegn henni. En með því að tengja díalektík sína efnahagsþætt-
inum einum þar sem löggengi sögunnar grundvallast á gagn-
virku sambandi hans við hugmyndaheim samfélagsins einfaldar
Marx gríðarlega mjög flókin ferli. Það er þó rétt að
hafa í huga að hann er að setja fram kenningar sínar
fyrir daga velferðarkerfisins á tímum þegar stór hluti
alþýðunnar bjó við gríðarlega fátækt og bágur efna-
hagur mótaði líf fólks meira en aðrir þættir þess.
Frjálshyggjan og „þróunarkenning"
Herberts Spencers
Uppruni frjálshyggjustefnunnar (liberalism) hefur
löngum verið rakinn til Englands þar sem hún mót-
aðist og tók á sig þær myndir sem þekktastar eru í
dag. Frjálshyggjan er auðvitað ekki einsleitt fyrirbæri
enda hefur hún runnið saman við ýmsar hugmynda-
stefnur svo að úr hefur orðið bræðingur af margvís-
legum toga. Það er til dæmis mikill munur á „Laissez
Faire“9 stefnu klassískrar (classical) frjálshyggju og
lýðræðislegri (democratic) frjálshyggju sem hafnaði
þeirri stefnu og taldi ríkisafskipti gjaldgenga og
nauðsynlega leið til að koma á meiri jöfnuði í skipt-
ingu lífsgæðanna.10 Þótt allir þeir sem kenna sig að
einhverju leyti við frjálshyggju eigi það sammerkt að
leggja áherslu á hamingju og frelsi einstaklingsins
annars vegar og frelsi markaðar og samfélags hins
vegar, þá eru frjálshyggjumenn engan veginn sam-
mála um hvaða skilyrði þurfi að vera til staðar til að
það frelsi sé í hámarki.
Enski heimspekingurinn Herbert Spencer er í
hópi þekktustu og umdeildustu frjálshyggjumanna
19. aldar og kenningar hans tengdar félagslegum
darwinisma hafa haft mikil áhrif. Hann var virtur
innan breska vísindasamfélagsins og var í vináttu-
sambandi við marga þekkta meðlimi þess, svo sem
John Stuart Mill. Hann kom einnig að ritstjórn The
Economist um fimm ára skeið (1848-1853) en á þeim
tíma var blaðið helsta málgagn þeirra sem börðust
fyrir viðskiptafrelsi og „Laissez Faire“.'' Því hefur
verið haldið fram að Spencer hafi gert það sama fyrir
(ný-)frjálshyggjuna (libertarianism)12 og Marx fyrir
kommúnismann, það er gefið stefnunni sterkan
fræðilegan grundvöll út frá þeim vísindalegu við-
tniðum sem í gangi voru á hans tíma.13Mjög margt í
skrifum Spencers má líka beinlínis túlka sem andóf
og áróður gegn þeim sósíalísku hugmyndum sem
voru í farvatninu þegar hann var að setja fram kenn-
ingar sínar.
Rétt eins og Karl Marx grundvallar Herbert
Spencer hugmyndir sínar um frelsi mannsins á grein-
ingu á sögulegri framvindu þar sem efnahagslegar
afstæður eru helsti drifkrafturinn. En þó að grunn-
hugsun Spencers gangi út frá einstaklingnum og
nauðsynlegu valfrelsi hans þá byggist hugmyndakerfi
hans og söguskoðun á félagslegri samvirkni, og má
jafnvel segja að einstaklingurinn virki frekar smár
innan um þau (markaðs)öfl sem þar eru að verki.
Söguskoðun hans markast mjög af þróunarkenningu
Charles Darwins (1809-1882) um uppruna og vöxt
tegundanna. Spencer hafnar þeirri viðteknu kenningu
að hægt sé að útskýra tilurð mannlegra samfélaga út
frá hugmyndinni um að þau séu sköpuð eða búin til
af æðri öflum og/eða með lagasetningum einstakra
löggjafa,14 en sú samfélagsmynd feli í sér þann mann-
skilning að einstaklingurinn sé eins og tilbúin brúða
sem sköpuð hafi verið inn í kyrrstæða heimsmynd.
Með vísunum til sögunnar og hinna formgerðarlegu
samfélagsbreytinga sem þar má finna telur hann aug-
67