Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 70

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 70
ljóst að mannleg samfélög einkennist af umskiptum eða þróun þar sem vöxturinn er lykilhugtakið. Það eru því hvorki yfirnáttúruleg öfl né vilji og verk ein- stakra manna sem ráða framvindu sögunnar heldur ræðst hún af afleiðingum almennra, náttúrulegra aðstæðna. Þótt samfélagið sé vissulega ekki samstæð, lifandi vera þá sér Spencer margar hliðstæður milli líffræðilegrar þróunar tegundanna og vaxtar og breytinga innan samfélagsins: Eins og einstaklingur- inn þá hefur samfélagið breyst gríðarlega og þróast frá nánast formlausum einfaldleika til flókinnar formgerðar. Jafnvel í vanþróuðum samfélögum for- tíðarinnar, þar sem vart var hægt að tala um sjálf- stæða þætti innan þeirra, náðu þessir ófullkomnu þættir að vinna svo vel saman að í dag byggist virkni hvers þeirra á virkni og lífi hinna þátta samfélagsins. Líf samfélagsins er líka óbundið lífi hverrar einingar þess fyrir sig, enda fæðast þær hver í sínu lagi, vaxa, vinna, endurframleiða sig og deyja á meðan formgerð þeirrar heildar sem þær eru hluti af lifir kynslóð eft- ir kynslóð og verður stöðugt umfangsmeiri og marg- brotnari í samvirkni sinni. Rétt eins og í dýraríkinu þá hefur hver einstaklingur og hver stétt sitt hlutverk og allir eiga sameiginlega hagsmuni í því að halda líf- rænni vél samfélagsins gangandi.15 Þannig byggist efnahagslegt gangverk samfélagsins á samvirkni hinna ólíku stétta innan þess, eða með öðrum orðum á verkaskiptingu. Það er því samvirkni á milli stétta sem er einn helsti drifkraftur sögunnar hjá Spencer en ekki stéttaátök eins og hjá Marx, enda er eitt meginmarkmiðið samkvæmt kenningum kommún- ismans að afnema stéttaskiptinguna á meðan frjáls- hyggjumaðurinn Spencer rökstyður samfélagslega nauðsyn hennar út frá líffræðilegu stigveldi innan samfélagsins. í kenningum hans fylgir því formgerð samfélagsins formgerð hins kapítalíska markaðar með tilheyrandi stéttaskiptingu. Samkvæmt kenningum Spencers er frjáls markaður hins kapítalíska hagkerfis hjarta og æða- kerfi samfélagsins sem dælir blóði þess, peningunum, og nærir þannig aðra hluta þess. Efnahagslegum hagnaði má líkja við næringarupptöku umfram grunnþörf „samfélagslíkamans" sem leiðir til framfara hans og vaxtar. Iðnaðarþjóðfélagið telur hann jákvæða birtingarmynd þess vaxtar enda hafi það orðið til vegna mannlegra þarfa og athafna til uppfyllingar þeirra þarfa. Hann lítur á þá samfé- lagsgerð sem gott dæmi um hversu vel verkaskipting innan samfélagsins virki því á sama tíma og hver einstaklingur er fyrst og fremst að vinna í eiginhags- munaskyni er hann um leið að starfa í þágu heild- arinnar án þess að vera endilega meðvitaður um það.16 Spencer sér með öðrum orðum kapítalískt iðn- aðarsamfélag sem ákaflega jákvætt fyrirbæri á meðan Marx telur það samfélagsform muni hámarka ófrelsi og firringu alþýðunnar og leiða til kommún- ískrar byltingar. Þótt búið sé að uppræta ríkisvaldið í útópíu kommúnismans lítur Marx á ríkisformið sem nauð- synlegan áfanga á leiðinni til fyrirheitna landsins því það er verkfærið sem nota þarf til að leysa upp borg- aralegt samfélag. En samkvæmt kenningum Spencers byggist hin náttúrulega samfélagsgerð á kapítalísku hagkerfi, og hann er mjög á móti öllum ríkisaf- skiptum af „organisma" markaðarins þó að vissulega þurfi að setja vissar samskiptareglur um framleiðsl- una. Þær mega bara ekki vera þannig að þær trufli eðlilegan framgang hennar. Takmarkanir á frjálsum viðskiptum telur hann aðeins réttlætanlegar þegar þjóðaröryggi er í hættu.17 Raunar hafði Spencer miklar áhyggjur af öllum tilhneigingum í átt til sósíalískrar hagstjórnar og þeirri truflun á vél efnahags- lífsins sem slíku skrifræði myndi óhjákvæmilega fylgja: Sú rang- hugmynd kommúnismans að horfa framhjá „organisma" sam- félagsins og skoða það sem efnismassa18 sem hægt sé að móta eftir kenningum að vild er stórhættuleg, því ólíkt Marx álítur Spencer að raunverulegur kommúnismi sé ekki framkvæman- legur og muni aldrei komast af ríkisafskiptastiginu. Hann spáir því jafnframt að þegar og ef sósíalískt þjóðskipulag komist á muni það leiða til meiri og skelfilegri harðstjórnar en nokkurn tímann hafi þekkst í veraldarsögunni.19 Sennilega birtist afstaða Spencers til einstaklingsfrelsis og markaðar einna skýrast í röksemdarfærslu hans um náttúru- valið og samfélag þeirra hæfustu (The survival of the fittest): Markaðslögmálið er eins konar náttúrulögmál sem ekki á að raska með félagslegum inngripum frá hendi ríkisins eða með heftandi skilyrðingum og lagasetningum. Það er hlutverk ein- staklingsins og/eða fjölskyldunnar að sjá um eigin velferð. Sam- félagið á ekki að blanda sér í föðurlegt hlutverk hennar. í ríki náttúrunnar þróast og þroskast tegundirnar vegna þess að þeir hæfustu lifa og fjölga sér. Þannig sér náttúran um að velja þá úr innan hverrar tegundar sem best eru til þess fallnir að lifa. Það sama á við um mannkynið: Þróun þess miðast að því að gera manninn færan um að skapa sér þannig skilyrði að hann sé hamingjusamur. Siðmenningin er það lokastig mannlegrar þróunar og hinn fullkomni maður er sá sem er hæfur til að lifa hamingjusamlega innan siðmenningarinnar. Þetta lokastig er enn handan við hornið. Allar opinberar, félagslegar aðgerðir20til hjálpar þeim sem minna mega sín gera ekkert annað en að fjölga þeim sem eru samfélagslega vanhæfir. Þetta leiðir til þess að jörðin fyllist af fólki sem lífið færir ekkert nema þjáningu með þeim afleiðingum að [lífsjrými þeirra sem færari eru og hæfari til að upplifa hamingjuna minnkar. Spencer gerir sér fullkom- lega grein fyrir að þetta samfélagslega afskiptaleysi muni leiða til tímabundins sársauka og óhamingju en sé um leið nauð- synlegt til að hægt verði að mynda sterkt samfélag.21 Þessi „markaðsvæna" afstaða Spencers til mannlegs samfélags í þá veru að réttur hvers og eins til lífs innan þess grundvallist á lög- máli framboðs og eftirspurnar getur óhjákvæmilega af sér hug- renningatengsl við þá fullyrðingu Marx að borgarastéttin hafi breytt manngildinu í markaðsgildi. Um kenningar Pierres Bourdieus og þrjár geröir auðmagns I kenningum sínum leitast franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu við að varpa ljósi á hinn gríðarlega flókna merkingar- vef sem einkennir mannlegt samfélag og jafnframt á helstu áhrifavaldana innan þess. Kennimið hans beinist ekki síst að greiningu á þeim flóknu valdatengslum og samskiptum sem hafa mikil áhrif á mótun samfélagsins, og þar með á sögulega fram- vindu, án þess þó að vera endilega áberandi á yfirborðinu. Hann telur að í orðræðu hugvísindanna hafi lengi mátt greina tvískipt- ingu sjónarmiða „objektívista11 annars vegar og „súbjektívista" hins vegar. Þeir fyrri (bæði Herbert Spencer og Karl Marx myndu flokkast í þann hóp) meðhöndla félagsleg fyrirbæri á fullkomlega hlutlægan hátt og horfa framhjá því að þau eru hlutgerving mannlegrar þekkingar, eða vanþekkingar, í félags- legri tilveru. Þeir síðari leggja hins vegar áherslu á að félagsleg fyrirbæri séu afurðir mannlegrar hugsunar. Bourdieu er ekki sáttur við þessa aðgreiningu því á milli þessara tveggja póla ríkir gagnvirkni sem nauðsynlegt er að taka tillit til við fræðilega greiningu hins félagslega veruleika.22 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.