Sagnir - 01.06.2001, Side 81

Sagnir - 01.06.2001, Side 81
Sif Sigmarsdóttir er fædd árið 1978.’ Hún útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 2001. Sif stundar nú MA nám í sagnfræði við sama skóla. Hljómkvióa í p-moll Samskipti Jóns Leifs og Páls ísólfssonar í kringum Alþingishátíöina 19301 Jón Leifs2 og Páll ísólfsson voru án efa forgöngumenn íslenskrar tónlistar á 20. öld. Nutu þeir meiri skipulagðrar tónlistarmennt- unar en nokkrir íslendingar aðrir fram að þeim tíma. Gerðu Jón og Páll sér því báðir grein fyrir að á íslandi biði þeirra mikið frumkvöðlastarf við að reisa tónlistarlíf landsins úr öskustónni. Markið settu þeir hátt - á hæsta tindinn. Þá greindi hins vegar svo á um bestu leiðina að ekki gátu þeir sammælst um baráttu- aðferð. Þótt takmark þeirra Jóns Leifs og Páls ísólfssonar hafi ávallt verið hið sama réði ólíkt skapferli þeirra því að þeir tóku hvor sína stefnuna að umbótum íslensks tónlistarlífs. Útvarpsþættir sem Hjálmar H. Ragnarsson flutti í Ríkisút- varpinu, Rás 1, í október árið 1995 urðu tilefni til blaðaskrifa á síðum Morgunblaðsins. Þar deildu tónskáldin Hjálmar og Jón Þórarinsson meðal annars um það hvort Jón Leifs hefði samið íslandskantötuna Þjóðhvöt op. 13 með það fyrir augum að senda hana í samkeppni sem haldin var um kantötu til flutnings á Alþingishátíðinni á Þingvöllum sumarið 1930 og hvort Páll ísólfsson hafi átt þátt í því að hlutur Jóns í umræddri keppni varð enginn. í blaðadeilum þessum kom berlega í ljós hve menn láta gjarnan stjórnast af persónulegri afstöðu til tónskáldanna tveggja og tónsmíða þeirra í skrifum sínum og þeim huglægu rökum sem slík viðhorf eru byggð á. Páll ísólfsson varð strax í lifanda lífi nokkurs konar goðsögn og hefur æ síðan staðið ljómi um nafn hans. Ekki fyrr en á síðari árum hefur Jóni Leifs hins vegar verið gefið það rúm í íslenskri tónlistarsögu sem hann verðskuldar. í kjölfar þess að sjónum hefur í auknum mæli verið beint að Jóni virðist sem áhangendum Páls ísólfssonar þyki sú umfjöllun skyggja á afrek Páls. Því hefur umræðan um þessa forgöngumenn gjarnan leiðst út á þær brautir að þegar afrek annars eru rómuð er hinn rægður. Slíkt er auðvitað óviðunandi. Tónlistarsaga 20. aldarinnar rúmar vel afrek þeirra beggja. Staða Páls ísólfssonar hrynur ekki við það að Jón Leifs fái það rými í íslenskri tónlistarsögu sem honum ber. Afrek Jóns Leifs eru merkari en svo að þau verði að upphefja með því að draga úr hróðri annars listamanns. Hér á eftir verða skoðuð samskipti þeirra Jóns og Páls í tengslum við Alþingishátíðina sem haldin var árið 1930 í tilefni 1000 ára afmælis stofnunar Alþingis. Bjuggust þeir Jón og Páll við að gegna veigamiklu hlutverki við skipulagningu hljómlistar á hátíðinni. Öðruvísi fór þó en ætlað var. Fjallað verður um hugmyndir Jóns um fyrirhugað hlutverk sitt við hátíðina. Einnig Jón Þorleifsson fæddist þann 1. maí árið 1899 að Sólheimum í Austur-Húnavatnssýslu. Jón er fæddur bóndasonur. Þó átti það fyrir föður hans að liggja að öðlast meiri frama. Þorleifur Jónsson varð ritstjóri, alþingismaður og síðar póstmeistari í Reykjavík. Móðir Jóns var Ragnheiður Bjarnadóttir en hún kom á fót hannyrðaverslun í Reykjavík árið 1908, Silkibúðinni, og rak hana með góðum árangri allt til dauðadags. Sonur organista á orgellausu heimili í Símonarhúsum fæddist Páll ísólfsson á Stokkseyri 12. október árið 1893. Faðir hans, ísólfur Pálsson, stundaði þar búskap og sjómennsku og var auk þess eftir- sóttur hómópati. Hann var einnig smiður góður og fluttist síðar til Reykjavíkur þar sem hann fékkst við hljóðfæraviðgerðir. Móðir Páls var Þuríður Bjarnadóttir. Þegar Páll var fjögurra ára fluttist fjöl- skyldan í nýtt húsnæði sem faðir hans byggði. Þetta nýja hús var kallað ísólfsskáli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.