Sagnir - 01.06.2001, Síða 92

Sagnir - 01.06.2001, Síða 92
getið. Útgáfa Magnúsar Ketilssonar á Norsku lög- unum er sögð „illa íslenskuð“ og „miður vönduð að útleggingu" og þykir höfundi Eftirmcelanna þessi útgáfa léleg sérstaklega í samanburði við bú- og sagn- fræðirit þess sama manns, sem hann þó minnist ekkert frekar á.23 Þegar Magnús Stephensen ræðir offjölgun hrossa og ofbeit þeim samfara notar hann tækifærið og segir: „Þá mátti síst kalla, að hestabit væri hagabót ,..“24 og er hann þar augljóslega að skopast að Magnúsi Ketilssyni sem árið 1776 sendi frá sér rit sem nefndist Hestabit er hagabót. Stiftamtmenn og amtmenn á íslandi Þótt Magnús Stephensen sendi Magnúsi Ketilssyni létt skot vitna þær heimildir sem hér liggja til grund- vallar ekki um að neina verulega togstreitu hafi verið að ræða milli þessara tveggja manna. Hins vegar virðist Magnús Ketilsson hafa ýmislegt haft að athuga við föður Magnúsar Stephensens, Ólaf Stefánsson og tengdaföður Ólafs, Magnús Gíslason amtmann (1752-176625) en um þá ásamt fleirum fjallar Magnús Ketilsson í bók sinni Stiftamtmenn og amtmenn á íslandi 1750-1800. Sú bók var ekki gefin út fyrr en um miðja 20. öld og er ekki ólíklegt að sumt í innihaldi hennar hafi verið þess valdandi að hún var ekki gefin út á meðan höfundur lifði. I Stift- amtmenn og amtmenn á íslandi talar Magnús oft á tíðum hreint út en gefur einnig ýmislegt til kynna undir rós. Um sjálfan sig talar hann í þriðju persónu eins og víðar í ritum sínum. Stiftamtmenn og amtmenn á íslandi er skipt í kafla eftir mönnum. I kaflanum um Thodal stiftamt- mann (1770-1785), sem Magnús Ketilsson leggur gott orð til, getur hann þess að einn helsti vinur Thodals hafi verið Ólafur Stefánsson. Um áhrif Ólafs á Thodal segir Magnús: „... og var almennilega haldið, að þeir [Ólafur Stefánsson og Björn Markús- son lögmaður] ei bötuðu hann [Thodal]. En með því maðurinn var seinlátur og tortrygginn og varúðar- samur, varð öngvum mein að annarra rógburði í hans eyru ...““ Magnús segir góða kærleika hafi verið með sér og Thodal en hann vill bera af sér að Thodal hafi gert honum hærra undir höfði en öðrum „... því öngrar sérlegrar gúnstar eður gengis naut sýslumaður Magnús hjá stiftamtmanni Thodal, utan hvað honum þótti meira til hans koma en margra annarra, og voru þar þó vissir menn, sem ekkert bötuðu um fyrir sýslu- manni Magnúsi við stiftamtmann Thodal.“27 Miðað við það sem fyrr var sagt má telja víst að með „viss- um mönnum" hafi Magnús átti við Ólaf Stefánsson og Björn Markússon og jafnvel fleiri. í kjölfar þeirra ummæla sem hér hefur verið vitnað til fylgja frekari „nöðrusögur“ af Ólafi Stefánssyni sem Magnús segir m.a. hafa fengið orð á sig fyrir að taka mútur og að nefna helst syni sína í yfirréttinn.28 Eftir að hafa gert Ólafi Stefánssyni skil tekur Magnús til við að fjalla um Magnús Gíslason amt- mann, tengdaföður Ólafs. Um Magnús Gíslason segir Magnús Ketilsson að nafni sinn hafi beitt valdi sínu sem amtmaður til að gera sér erfitt fyrir í embætti og að hann hafi einnig reynt að hrekja sig úr embætti meðal annars með illmælgi og undirróðri. Magnús Ketilsson lætur þó ekki hér við sitja heldur sakar hann nafna sinn um að hafa sýnt vanrækslu og getu- leysi gagnvart fjárkláðanum sem geisaði á landinu sjöunda og áttunda áratug 18. aldar.29 Gagnrýni Magnúsar á amtmanninn var ekki hans eigin heilaspuni því að Magnús Gíslason fékk opinbera áminningu fyrir tómlæti gagnvart kláð- anum en hann hafði áður verið einn þeirra sem stóðu að því að dreifa fénu sem fjárkláðinn barst með.30 Um hug Magnúsar Ketilssonar til nafna síns þarf ekki að efast þegar litið er á nið- urlagsorð hans um aðkomu amtmannsins að málefnum fjár- kláðans og hvers vegna hann varð að þeim faraldri sem raun bar vitni. „Þessa ólukku hafði Island af eins eður fárra einþykkni og sjálfbyrgningsskap, sem þykjast vaxnir upp úr því að hafa ann- arra ráð. Þessi despotiski sjálfbyrgningsskapur hefur íslandi einatt að meini orðið.“31 Ummæli sem þessi gerði Þorkell Jóhannesson síðar að umtalsefni í Sögu íslands. Þar vitnar hann til ummæla sem Magnús hafi viðhaft um Ólaf Stefánsson vegna grunsemda dönsku stjórnarinnar um einveldistilburði Ólafs þegar hann gegndi starfi stiftamtmanns. Þorkell segir: „Orð Magnúsar Ketilssonar, er var enginn vinur Stefánunga og talar hvað eftir annað um ofríki - „despotism11 - þeirra frænda, munu reyndar lýsa því áliti, sem menn höfðu almennt á embættis- færslum Ólafs...“32 Af því að lesa Stiftamtmenn og amtmenn á íslandi má sjá að þar á köflum virðist Magnús Ketilsson ekki síður vera að skrifa sína eigin ævisögu eða öllu heldur erfiðleikasögu en sögu stift- amtmanna og amtmanna á landinu. Til marks um þetta má hafa að í sumum þeim köflum sem skoðaðir voru kemur fram hvernig samskipti Magnúsar sjálfs voru við þá menn sem fjallað er um, þó að hann tali ávallt um sjálfan sig í þriðju persónu. Oft kemur þá skýrt fram hvaða álit Magnús hafði á viðkomandi mönnum og notar hann á nokkrum stöðum tækifærið til að hnýta í Stefánunga en leggur þó einnig oft gott orð til manna. Ummæli 19. aldar manna Þegar skoðuð eru eftirtektarverð ummæli um eða sem tengjast Magnúsi Ketilssyni er vert að geta orða sem Jón Sigurðsson forseti lét falla í bréfi til Halldórs Kr. Friðrikssonar, dagsettu 24. 11. 1868, rúmum 65 árum eftir dauða Magnúsar. Aðalumræðu- efni þessa bréfs er stofnun bústjórnarfélags sem bæði Jón og Halldór virðast hafa verið ákaflega áhugasamir um. Þegar talið svo berst að þekkingu íslenskra bænda á búskap segir Jón: „Annars held ég líka þú verðir litlu nær fyrir búskaparskýrslur Frá Innra-Hólmi. Vatnslitamynd frá síðari hluta 18. aldar. Þetta býli var eitt af höuðbýlum Stefánunga. úr sveitum, því satt að segja þá eru íslendingar hérumbil búnir að týna niður að búa. Það gæti verið að Gvendur á Fitjum [33] gæti sagt eitthvað Theoretiskt af viti en frá öðrum vona eg ekki annars en búfræði Magnúsar gamla Ketilssonar, og gott ef ekki verra.“34 Þó ekki verði sagt að þarna sé talað hlýlega til búfræða Magnúsar Ketilssonar segja þessi orð Jóns meira en þau virðast gera við fyrstu sýn. í fyrsta lagi voru búfræði Magnúsar Ketils- sonar orðin 80-90 ára gömul þegar Jón skrifaði þetta bréf. 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.