Sagnir - 01.06.2001, Side 96

Sagnir - 01.06.2001, Side 96
Táknrænt veggspjald úr fyrri heimsstyrjöldinni. Belgía í líki unglingsstúlku, leidd á brott af þýskum hermanni. undan lostafullum prússneskum hermanni með skot- vopn í hendi. í þessum áróðri fólst ákveðin uppgjöf því að í honum fólst viðurkenning á hernaðarlegum yfirburðum Þjóðverja. Hins vegar með því að kven- kenna fórnarlambið átti að sýna hvernig andlegir yfirburðir Frakka (sbr. að listagyðjurnar eru konur) urðu fórnarlamb óheflaðs þýsks vopnavalds.3 Einnig er hægt að telja öðrum þjóðríkjum trú um að þau séu fórnarlömb óréttar og ofbeldis til þess að veikja samstöðu bandalagsþjóða. Þetta reyndu Þjóð- verjar í síðari heimsstyrjöldinni við Maignotlínuna áður en þeir réðust inn í Frakkland. Þá voru æði margir breskir hermenn staðsettir í Frakklandi en aðbúnaður franskra hermanna við línuna var mjög slæmur. Þjóðverjar komu því upp gríðarstórum skiltum í augsýn Frakkanna þar sem stóð: „HER- MENN í NORÐURHÉRUÐUNUM, LOSTAFULLIR BRESKIR HERMENN ERU AÐ SÆNGA HJÁ KONUM YKKAR OG NAUÐGA DÆTRUM YKKAR“.4 Fyrrnefnd dæmi um áróður Frakka í fyrri heims- styrjöldinni var að einhverju leyti byggður á hroða- legum sögum um meðferð þá er franskar konur máttu sæta af Þjóðverjum. Sannar eða ósannar sögur um kviðristur á vanfærum konum, boltaleikjum með kvenmannsbrjóst, auk annarra limlestinga, hafa án efa eflt hefndarþorsta og stælt baráttuhug franskra hermanna. Fórnarlambið er fullkomnað á klámfeng- inn og hryllilegan hátt og það í formi konu. Þannig getur hin svívirta kona orðið ástæða enn meiri föður- landsástar líkt og kemur fram í orðum rússneska rit- höfundarins og þjóðernissinnans Vasilii Rozanov (1856-1919): Það er ekkert afrek að elska gifturíka og víðfeðma fóst- urmold [móðurland]. Það er þegar hún er aum, lítil, auð- mýkt, jafnvel heimsk og jafnvel siðspillt að við eigum að elska hana. Einmitt nákvæmlega þegar „móðir“ okkar er ölvuð, þegar hún lýgur, þegar hún flækist í lastalíf, sem við eigum ekki að yfirgefa hana.5 Áður hefur verið nefnd söguleg skírskotun til liðins óréttar sem oft og einatt er notuð í áróðri fyrir stríði. Þá er oft ekki endilega vísað í neinn einn ákveðinn liðinn atburð heldur hið eilífa fórn- arlambshlutverk líkt og gert var í Serbíu á tíunda áratuginum.6 Þannig er saga landsins öll skrifuð að nýju með það að augna- miði að fórnarlambshlutverkið komist glögglega til skila. I áróðri er því lagt að jöfnu það óhæfuverk sem gerðist í gær og það sem framið var fyrir mörgum öldum. Ekki er alltaf auðvelt að þekkja markmið áróðursins en: Sá sem greinir áróður leitar að hugmyndafræði sem bæði í orðræðu sinni og myndrænni framsetningu endur- speglar þær deilur sem fyrir voru, auk liðinna atburða, hvernig vísað er í nútímanum til ákveðins gildismats, auk þess að leita markmiða og raunveruleika framtíðar. Endurómur táknmynda fortíðar hvetur fólk til þess að tengja hugmyndir sem sátt er um í þjóðfélaginu við markmið áróðursmannsins núna og í framtíðinni.7 Ekki er hægt að svívirða fórnarlambið nema það hafi einu sinni verið stolt, frekar en hægt er að svívirða fósturmoldina nema hún megi muna glæstari daga. Því er mikilvægt að skoða hlut- verk hinnar upphöfnu konu, tákn fósturmoldarinnar. Hin upphafna kona Kvenímynd ríkja er dyggðum prýdd kona, annað hvort í líkingu við ástríka móður eða óflekkaða mey. Tengsl móður við jörðina eru ótvíræð og kemur þetta meðal annars fram í áróðurslist þriðja ríkisins: „Ef karlmaðurinn var sýndur sem drottnari nátúrunnar þá var konan sýnd sem náttúran sjálf....Konan var hlutur, hlutverk hennar auðmjúkt og á hana átti að líta sem hana ætti að frjóvga."8 Svipuð tákn voru notuð meðal þjóðern- issinna í Króatíu í sjálfstæðisbaráttu þeirra þar sem myndlík- ingar svo sem „móðir ættjörð“, „móðir uppalandi“ og „móðir jörð“ voru notaðar um Króatíu og lögðu þjóðina að jöfnu við frjósemi kvenna sem og dulræn tákn foldarinnar.5 Fornum gyðjum frjósemi og akuryrkju (Demeter/Ceres) hefur verið fengið móðurhlutverkið, sökum frjósemishlutverks beggja og loks fengið það hlutverk að vera táknmynd þjóðar. ■“WS.SJWOMEN OF AMERICA I SAVE YOUR COUNTR.Y Buy WAR SAVINGS STAMPS Meyjarímyndum á borð við Jóhönnu af Örk var ætlað að höfða til kvenna svo að þær leggðu sitt af mörkum til að ná fram lokamarkmiði hernaðarins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.