Sagnir - 01.06.2001, Síða 97

Sagnir - 01.06.2001, Síða 97
Meyjarímyndir líkt og Marianne, Frelsisstyttan og Jóhanna af Örk eru táknmyndir háleitari hugsjóna, fórnfýsi og fráhverfu frá flokkadráttum. Tilgangur þeirra er að persónugera göfugar hugsjónir lands og lýðs líkt og frelsi, jafnrétti og bræðralag gagnvart vá erlends og rustafengins árásarliðs.10 Einnig var slík- um ímyndum ætlað að höfða til kvenna svo að þær Iegðu sitt af mörkum til hergagnavinnslunnar líkt og í bandarísku áróðurs- myndinni The Hidden Army sem lýkur með því að sýna frelsis- styttuna með orðunum „Það tekur engin þessari konu fram.“n Slík skilaboð ber að skilja sem svo að konur velti fyrir sér hvort framlag þeirra til styrjaldarinnar sé nægt auk þess sem það minnir þær á til hvers er barist. Það er þó athyglisvert að meyjarímyndin, sérstaklega hin svívirta, virðist eiga sér takmarkaðan tíma í styrjöld. Sú virðist að minnsta kosti hafa verið raunin í Frakklandi í fyrri heims- styrjöldinni en slíkar ímyndir voru einkum notaðar í upphafi styrjaldarinnar þegar Frakkar voru nær sigraðir. Eftir því sem styrjöldin dróst á langinn hefur þurft árásargjarnari og sterkari ímyndir til að efla baráttuþrek.12 Móðurímyndinni er ekki einungis ætlað að minna karlmenn á vöxt og viðgang þjóðarinnar og kynstofnsins gagnvart erlendri vá heldur á hún líka að minna þá á að með því að berj- ast eru þeir að þakka fyrir gott uppeldi og ástúð móðurinnar með því að verja hana árás. Ef móðirin er landið og þjóðin er verið að þakka landinu og þjóðinni fyrir að uppfóstra okkur líkt og sálgreinirinn J.C. Flugel bendir á: Okkur er tamt að líta á föðurland okkar sem mikilfeng- lega móður sem fæðir, nærir, verndar og þykir vænt um syni sína og dætur og innrætir þeim ást og virðingu fyrir sér og hefðum sínum, siðum og stofnunum en í staðinn eru öll börn hennar tilbúin að vinna og berjast fyrir hana og framar öllu að vernda hana fyrir óvinum hennar. Mikið af þeim hryllingi og ógeði sem vakna við hug- myndina um innrás óvinahers í föðurlandið er vegna þeirrar ómeðvituðu hneigðar að líta á slíka árás sem van- virðingu og ofbeldi gagnvart móðurinni.13 Móðurímyndinni er líka ætlað að auka fórnarlund hermanna og sætta þá betur við hugsanlegan dauðdaga. Samlíking móður og fósturjarðar er ætlað að veita hermönnum þá huggun að þeir sem deyja á vígvellinum séu í raun að sofna í örmum elskandi móður. Á dulrænan hátt verður hermaður, sem deyr fórnar- dauða á vígvellinum, að nýju einn með móðurinni en slíkt hefur ekki gerst síðan í móðurkviði.14 Þessar karllægu og upphöfnu kvenímyndir eru næsta mátt- litlar ef þær eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Ekki er unnt að heyja langt stríð í nafni algóðrar, dyggðum prýddrar móður eða meyju ef engin slík finnst í heimalandinu. Á stríðstímum er brugðist við þessu með endurtúlkun kvenhlutverksins. Endurgeröa konan í ritgerð sinni Escape form Freedom, sem Erich Fromm ritaði sem viðbrögð við uppgangi fasismans í Þýskalandi, segir hann að hugmyndin um frelsi og ábyrgð einstaklingsins sé ógnvekj- andi. Sjálfið er ómerkilegt og eitt í heiminum. Sökum þess er til- hneiging meðal manna að flýja sjálfið og gerast auðmjúklega háðir stærri stjórnareiningu í samfélaginu, hvort sem það er trúar- eða hugmyndafræðileg hreyfing.15 í ritgerð Rödu Ivekovic kemur fram skilningur femínista á þessari hneigð: Karlmaðurinn er „heill“ fyrir tilstilli samlífs hans við móðurlegan líkama þjóðarinnar og hersins sem útvíkkaðra endimarka líkamans. Einstaklingurinn gefur sig af fúsum og frjálsum vilja á vald hinnar stærri heildar vegna óttans við að vera sundraður og aumur ef hann er einangraður. Að leita öryggis í hópum og treysta á ofbeldi er greinilegt merki um Ieit glataðrar heildar og merki um söknuð á hinu „altæka".16 Það virðist harla ósanngjarnt að leggja að jöfnu inn- tak herútboðs í Þýskalandi nasismans og í Bandaríkj- unum í síðari heimsstyrjöldinni vegna ólíks siðferðis- legs og hugmyndafræðilegs inntaks. Á hitt verður þó að líta að styrjöld krefst þess ævinlega að sjálfið sé lagt til hliðar fyrir hagsmunum heildarinnar og hefur því sérhver styrjöld ákveðin fasísk einkenni, þ.e. skil- yrðislausa hlýðni við valdboð að ofan. Sökum þess tel ég leyfilegt að nota yfirdrifna kynþáttahyggju (og þar af leiðandi skýra stefnu) nasista til þess að skýra hvernig kvenhlutverkið var endurskipulagt í aðdrag- anda styrjaldar með tilliti til aldarinnar allar. Fasisminn vill heimta konuna aftur úr „firru“ nú- tímans aftur í hefðbundið hlutverk sitt sem móður. Adolf Hitler sagði að konan ætti sér líka vígvöll og með hverju því barni sem hún fæddi í heiminn væri hún að berjast fyrir þjóð sína.17 Til þess að mótmæla nútímalegu líferni kvenna eru einatt fundnar sjón- rænar táknmyndir, svo sem endurvakning á notkun fornra þjóðbúninga sem skírskotar til glæstrar fortíð- ar hefðbundinna fjölskyldugilda. Enn í dag eru þjóð- búningar notaðir í undanfara styrjalda, hvort sem það á að teljast merki þjóðerniskenndar eða sem skírskotun til ákjósanlegra fjölskyldugilda. Fortíðarhyggja nasista var slík að þeir hvöttu konur eindregið til þess að snúa sér að nýju að fornum heimilisiðnaði, líkt og kom fram í Völker- ischer Beobachter árið 1936: „Það hlýtur að virðast ótrúlegt að konur og stúlkur skuli snúa sér aftur að vinnu við rokka og vefstóla. En þetta er ákaflega eðli- legt. [...] Þessi verk verða konur og stúlkur þriðja rík- isins að taka upp aftur.“18 Sömuleiðis er flestum kunnug þekkt fréttamynd af fjöldafundi í Serbíu þar sem Slobodan Milosevic smakkar á heimagerðu Verk Adolf Wissel, Sveitafjölskylda, var Hitler að skapi enda lýsandi fyrir hefðbundin fjölskyldugildi. brauði konu í þjóðbúningi, sem undirstrikar þessi sömu gildi. Ungar stúlkur í þjóðbúningi geta líka verið látnar tákna glötuð landssvæði líkt og gert var í Frakklandi fyrir fyrri heimsstyrjöld en þá voru hin glötuðu héruð Alsace og Lorraine í líki slíkra stúlkna sem voru svívirtar af þýsku ofurvaldi.19 Ekki er nóg að mæra einungis liðna tíð heldur verður líka að benda á fánýti nútímastöðu konunnar. 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.